Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Svandís snuprar þingmann Samfylkingarinnar fyrir að kynda undir ugg hjá foreldrum

Seg­ir ástæðu þess að ljós­mæð­ur fái lægri laun en hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar vera val þeirra á stétt­ar­fé­lagi.

Svandís snuprar þingmann Samfylkingarinnar fyrir að kynda undir ugg hjá foreldrum
Snupraði þingmann Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra snupraði í dag Guðjón Brjánsson, þingmann Samfylkingarinnar, í ræðustól Alþingis fyrir að vekja ugg hjá verðandi foreldrum. Mynd: Pressphotos

Heilbrigðisráðherra rekur mismun launa ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga til þess að ljósmæður hafi kosið að stéttarfélag þeirra sé aðildarfélag að Bandalagi háskólamanna á meðan að hjukrunarfræðingar séu í sérstöku stéttarfélagi. Þá snupraði ráðherrann þingmann Samfylkingarinnar fyrir að kynda undir óöryggi hjá foreldrum vegna kjaradeilu ljósmæðra.

Guðjón BrjánssonÞingmaður Samfylkingarinnar sagði kjaradeilur og uppsagnir ljósmæðra vekja óöryggi meðal verðandi foreldra.

Guðjón Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi áðan í afstöðu hennar hvað varðaði stöðu mála varðandi kjaradeilu ljósmæðra. Benti Guðjón á að 13 ljósmæður hefðu sagt upp störfum við Landspítalannn vegna óánægju með kjör sín og viðbrögð viðsemjenda við kröfum þeirra. Tíðindin væru alvarleg, ekki síst nú þegar sumarið væri framundan en auk þess að sumarleyfi standi fyrir dyrum er sumarið sá tími sem flest börn fæðast á landinu. „Þetta ástand vekur skiljanlega ugg  og óöryggi meðal verðandi mæðra og fjölskyldna þeirra,“ sagði Guðjón. Guðjón benti einnig á að ljósmæður þyrftu að bæta við sig tveggja ára námi við fjögurra ára nám í hjúkrunarfræði. Að því loknu lækkuðu þær hins vegar í launum. Spurði Guðjón hvort ekki væri ástæða til að breyta menntakerfi og launakerfi ljósmæðra í þessu ljósi.

Svandís svaraði því til að hún hefði verið fullvissuð um það af hálfu forstjóra Landspítalans að engu öryggi væri stefnt í hættu þar. „Þannig að það er engin ástæða til þess, hvorki af háttvirtum þingmanni eða öðrum, að kynda undir ugg eða óöryggi hjá foreldrum.“

Þá sagðist Svandís þeirrar skoðunar að meta ætti vinnuframlag ljósmæðra til launa og samfélagslegrar virðingar. Um væri að ræða kvennastétt sem sinnti konum á viðkæmum tíma í þeirra lífi og það ætti að meta að verðleikum. Hún sagði síðan að það væri vissulega óvenjuleg staða að ljósmæður lækkuðu í launum við það að klára sitt nám en skýringin væri sú að við útskrift gengju ljósmæður úr sínu stéttarfélagi, sem hjúkrunarfræðingar. „Það er auðvitað ákvörðun sem ljósmæður taka í sínu kjaraumhverfi, að vera í sérstöku stéttarfélagi sem er aðildarfélag að BHM, á meðan að Félag hjúkrunarfræðinga er sérstakt stéttarfélag. Það er ekki verkefni stjórnvalda að hafa skoðanir á slíku fyrirkomulagi, það er verkefni aðila vinnumarkaðarins og í þessu tilviki ljósmæðra sjálfra hvernig þær skipa sér í stéttarfélög.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár