Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Svandís snuprar þingmann Samfylkingarinnar fyrir að kynda undir ugg hjá foreldrum

Seg­ir ástæðu þess að ljós­mæð­ur fái lægri laun en hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar vera val þeirra á stétt­ar­fé­lagi.

Svandís snuprar þingmann Samfylkingarinnar fyrir að kynda undir ugg hjá foreldrum
Snupraði þingmann Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra snupraði í dag Guðjón Brjánsson, þingmann Samfylkingarinnar, í ræðustól Alþingis fyrir að vekja ugg hjá verðandi foreldrum. Mynd: Pressphotos

Heilbrigðisráðherra rekur mismun launa ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga til þess að ljósmæður hafi kosið að stéttarfélag þeirra sé aðildarfélag að Bandalagi háskólamanna á meðan að hjukrunarfræðingar séu í sérstöku stéttarfélagi. Þá snupraði ráðherrann þingmann Samfylkingarinnar fyrir að kynda undir óöryggi hjá foreldrum vegna kjaradeilu ljósmæðra.

Guðjón BrjánssonÞingmaður Samfylkingarinnar sagði kjaradeilur og uppsagnir ljósmæðra vekja óöryggi meðal verðandi foreldra.

Guðjón Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi áðan í afstöðu hennar hvað varðaði stöðu mála varðandi kjaradeilu ljósmæðra. Benti Guðjón á að 13 ljósmæður hefðu sagt upp störfum við Landspítalannn vegna óánægju með kjör sín og viðbrögð viðsemjenda við kröfum þeirra. Tíðindin væru alvarleg, ekki síst nú þegar sumarið væri framundan en auk þess að sumarleyfi standi fyrir dyrum er sumarið sá tími sem flest börn fæðast á landinu. „Þetta ástand vekur skiljanlega ugg  og óöryggi meðal verðandi mæðra og fjölskyldna þeirra,“ sagði Guðjón. Guðjón benti einnig á að ljósmæður þyrftu að bæta við sig tveggja ára námi við fjögurra ára nám í hjúkrunarfræði. Að því loknu lækkuðu þær hins vegar í launum. Spurði Guðjón hvort ekki væri ástæða til að breyta menntakerfi og launakerfi ljósmæðra í þessu ljósi.

Svandís svaraði því til að hún hefði verið fullvissuð um það af hálfu forstjóra Landspítalans að engu öryggi væri stefnt í hættu þar. „Þannig að það er engin ástæða til þess, hvorki af háttvirtum þingmanni eða öðrum, að kynda undir ugg eða óöryggi hjá foreldrum.“

Þá sagðist Svandís þeirrar skoðunar að meta ætti vinnuframlag ljósmæðra til launa og samfélagslegrar virðingar. Um væri að ræða kvennastétt sem sinnti konum á viðkæmum tíma í þeirra lífi og það ætti að meta að verðleikum. Hún sagði síðan að það væri vissulega óvenjuleg staða að ljósmæður lækkuðu í launum við það að klára sitt nám en skýringin væri sú að við útskrift gengju ljósmæður úr sínu stéttarfélagi, sem hjúkrunarfræðingar. „Það er auðvitað ákvörðun sem ljósmæður taka í sínu kjaraumhverfi, að vera í sérstöku stéttarfélagi sem er aðildarfélag að BHM, á meðan að Félag hjúkrunarfræðinga er sérstakt stéttarfélag. Það er ekki verkefni stjórnvalda að hafa skoðanir á slíku fyrirkomulagi, það er verkefni aðila vinnumarkaðarins og í þessu tilviki ljósmæðra sjálfra hvernig þær skipa sér í stéttarfélög.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár