Sýningarrýmum fyrir tónlistarfólk og sviðslistafólk hefur fækkað í miðborg Reykjavíkur að undanförnu. Á sama tíma hefur áhugi á fjölbreyttu næturlífi aukist með straumi ferðamanna og nýjar listgreinar vakið miklar vinsældir. Aðgengi fyrir fatlaða er í ólestri á mörgum helstu tónleikastöðum miðborgarinnar, sem eru margir hverjir í húsnæði sem erfitt er að breyta og bæta.
Nýlega lokuðu tónleikastaðirnir Café Rósenberg og Græna herbergið í miðborg Reykjavíkur. Þá hefur óvissa ríkt um áframhaldandi tónleikahald í Gamla bíó vegna deilna um hávaða sem berst yfir á nærliggjandi hótel frá slíkum viðburðum. Til stendur að endurbyggja tónleikasalinn Nasa á Landsímareitnum í upprunalegri mynd, en framkvæmdir eru ekki hafnar. Viðmælendur Stundarinnar segja mýmörg dæmi vera um að listamenn leiti í óhefðbundin rými til að koma fram. Oft er um að ræða heimahús, þar sem aðbúnað getur skort og ónæði hlotist af sýningum.
„Það er fullt af fólki sem kemur til Reykjavíkur sérstaklega af því að …
Athugasemdir