Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Aðstoðarmaður fjármálaráðherra segir fyrstu íbúðarkaup jafn erfið og áður

Svan­hild­ur Hólm Vals­dótt­ir, að­stoð­ar­mað­ur fjár­mála­ráð­herra, seg­ir það aldrei hafa ver­ið auð­velt að kaupa sína fyrstu íbúð. Leigu- og kaup­verð hef­ur hækk­að um­fram laun und­an­far­in ár og kaup­mátt­ur ungs fólks set­ið eft­ir. Í fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar er dreg­ið úr hús­næð­isstuðn­ingi.

Aðstoðarmaður fjármálaráðherra segir fyrstu íbúðarkaup jafn erfið og áður
Svanhildur og Logi Svanhildur Hólm Valsdóttir er aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Logi Bergmann Eiðsson var í fyrra ráðinn dagskrárgerðarmaður og pistlahöfundur hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Mynd: Pressphotos.biz - (RosaBraga)

Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, segir að það hafi aldrei verið auðvelt að eignast sína fyrstu íbúð. Í færslu á Facebook síðu sinni fjallar hún um þær áhyggjur ungs fólks að erfitt sé að kaupa fyrstu íbúð og deilir reynslu sinni af fyrstu íbúðarkaupum sínum með fyrri sambýlismanni árið 1998.

„Við greiddum útborgun á einu ári og tókum lán fyrir rest, en á þeim tíma gat maður mest fengið 70% lán hjá Íbúðalánasjóði. Við bjuggum reyndar svo vel að við gátum fengið veð í húsi foreldra minna og tekið lífeyrissjóðslán, en það var samt heilmikil brekka að brúa bilið,“ skrifar Svanhildur.

Vísar hún í grein eiginmanns síns, Loga Bergmanns Eiðssonar fréttamanns, í Morgunblaðinu með yfirskriftinni „Hver sagði að þetta væri auðvelt?“. Logi skrifar að hann hafi séð unga konu á Twitter kvarta yfir að geta aldrei keypt sér íbúð, en gleðjast yfir að hafa keypt miða á tónleikahátíðir í Danmörku og Englandi. „Auðvitað væri meiriháttar ef það væri ekkert mál að kaupa sér íbúð og allir gætu það,“ skrifar Logi. „En það er ekki að fara að gerast. Aldrei.“

„Það kemur kannski ekki á óvart að ég er alveg sammála manninum mínum í þessu máli,“ skrifar Svanhildur. „Það er heldur enginn að segja að það sé auðvelt að kaupa sér íbúð núna. Það er vesen, eins og það hefur alltaf verið og íbúðir kosta hvítuna úr augunum.“ Svanhildur hefur verið aðstoðarmaður Bjarna frá 2013. Laun aðstoðarmanna ráðherra eru nú um 1,2 milljón króna á mánuði. Árið 1998, þegar hún keypti sína fyrstu íbúð, var hún hins vegar í námi og vann samhliða því, en keyrði um á tíu ára gömlum bíl.

Leigu- og kaupverð hækka umfram laun

Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, bendir á í umræðum um grein Loga á Twitter að nú sé erfiðara en áður að leigja eða kaupa íbúð. Leiguverð og kaupverð hafi hækkað mun hraðar en laun frá árinu 2016 og ungt fólk standi verr að vígi á húsnæðismarkaðnum. Hann vísar jafnframt í umfjöllun Arion banka, þar sem fram kemur að ungt fólk hafi setið eftir í kaupmáttaraukningu undanfarinna áratuga. „Kostnaðurinn við komast inn (eiga fyrir útborgun) er mun hærri og ávöxtunin af sparnaði til að kaupa íbúð er minni,“ skrifar Konráð og segir vandann liggja þar.

Ríkisstjórnin kynnti í síðustu viku fjármálaáætlun sína, en í henni dregst húsnæðisstuðningur saman frá fjárlögum ársins 2018 úr 13,4 milljörðum niður í 11,7 milljarða árið 2023. Þá segir í áætluninni að „lélegt fjármálalæsi hjá almenningi“ sé ein af helstu áskorunum sem stjórnvöld standa frammi fyrir á sviði fjölskyldumála. Fjárhagsvandi ungs fólks, meðal annars tekjulágra einstaklinga á leigumarkaði, bendi til þess að þörf sé á eflingu fjármálalæsis og aukinni fjármálafræðslu í grunn- og framhaldsskólum landsins. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Húsnæðismál

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Löngu lækkunarskeiði í raunverði íbúða lokið
FréttirHúsnæðismál

Löngu lækk­un­ar­skeiði í raun­verði íbúða lok­ið

Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un kynnti ný­ver­ið nýtt fast­eigna­mat fyr­ir ár­ið 2025. Heild­armat á íbúð­um lands­ins allt hækk­aði um 3,2 pró­sent. Mun þetta vera í fyrsta sinn síð­an ár­ið 2010 að verð­þró­un íbúð­ar­hús­næð­is mæl­ist lægri en verð­bólga, sem mæl­ist rúm­lega sex pró­sent. Ým­is­legt bend­ir þó til þess að þessu lækk­un­ar­skeiði sé nú lok­ið og raun­verð­ið muni mæl­ast hærra en verð­bólga á næstu miss­er­um.
Draga upp dökka mynd af stöðu húsnæðismála í landinu
ViðskiptiHúsnæðismál

Draga upp dökka mynd af stöðu hús­næð­is­mála í land­inu

Ný mán­að­ar­skýrsla Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar dreg­ur upp dökka mynd af stöðu hús­næð­is­mála hér á land. Fram­boð á íbúð­um hef­ur minnk­að, eft­ir­spurn auk­ist sem hef­ur leitt af sér mikl­ar verð­hækk­an­ir. Þá hef­ur upp­bygg­ing á í nýju hús­næði dregst sam­an. Fjölgi áform­uð­um fram­kvæmd­um ekki á þessu ári mun fram­boð nýrra íbúða að­eins mæta þriðj­ungi af væntri hús­næð­is­þörf fyr­ir ár­ið 2026.
Framboð á íbúðum fyrir meðaltekjufólk snarminnkar
FréttirHúsnæðismál

Fram­boð á íbúð­um fyr­ir með­al­tekju­fólk snar­minnk­ar

Í nýrri mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar kem­ur fram að þrátt fyr­ir auk­ið heild­ar­fram­boð á íbúð­um í borg­inni hef­ur íbúð­um sem fólk með með­al­tekj­ur gefst kost­ur á að kaupa hef­ur fækk­að mik­ið. Íbúð­ir með greiðslu­byrði und­ir 250.000 krón­um á óverð­tryggðu láni hef­ur fækk­að um helm­ing á þessu ári og að­eins að finna um 50 íbúð­ir til sölu sem falla und­ir við­mið HMS.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár