Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Aðstoðarmaður fjármálaráðherra segir fyrstu íbúðarkaup jafn erfið og áður

Svan­hild­ur Hólm Vals­dótt­ir, að­stoð­ar­mað­ur fjár­mála­ráð­herra, seg­ir það aldrei hafa ver­ið auð­velt að kaupa sína fyrstu íbúð. Leigu- og kaup­verð hef­ur hækk­að um­fram laun und­an­far­in ár og kaup­mátt­ur ungs fólks set­ið eft­ir. Í fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar er dreg­ið úr hús­næð­isstuðn­ingi.

Aðstoðarmaður fjármálaráðherra segir fyrstu íbúðarkaup jafn erfið og áður
Svanhildur og Logi Svanhildur Hólm Valsdóttir er aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Logi Bergmann Eiðsson var í fyrra ráðinn dagskrárgerðarmaður og pistlahöfundur hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Mynd: Pressphotos.biz - (RosaBraga)

Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, segir að það hafi aldrei verið auðvelt að eignast sína fyrstu íbúð. Í færslu á Facebook síðu sinni fjallar hún um þær áhyggjur ungs fólks að erfitt sé að kaupa fyrstu íbúð og deilir reynslu sinni af fyrstu íbúðarkaupum sínum með fyrri sambýlismanni árið 1998.

„Við greiddum útborgun á einu ári og tókum lán fyrir rest, en á þeim tíma gat maður mest fengið 70% lán hjá Íbúðalánasjóði. Við bjuggum reyndar svo vel að við gátum fengið veð í húsi foreldra minna og tekið lífeyrissjóðslán, en það var samt heilmikil brekka að brúa bilið,“ skrifar Svanhildur.

Vísar hún í grein eiginmanns síns, Loga Bergmanns Eiðssonar fréttamanns, í Morgunblaðinu með yfirskriftinni „Hver sagði að þetta væri auðvelt?“. Logi skrifar að hann hafi séð unga konu á Twitter kvarta yfir að geta aldrei keypt sér íbúð, en gleðjast yfir að hafa keypt miða á tónleikahátíðir í Danmörku og Englandi. „Auðvitað væri meiriháttar ef það væri ekkert mál að kaupa sér íbúð og allir gætu það,“ skrifar Logi. „En það er ekki að fara að gerast. Aldrei.“

„Það kemur kannski ekki á óvart að ég er alveg sammála manninum mínum í þessu máli,“ skrifar Svanhildur. „Það er heldur enginn að segja að það sé auðvelt að kaupa sér íbúð núna. Það er vesen, eins og það hefur alltaf verið og íbúðir kosta hvítuna úr augunum.“ Svanhildur hefur verið aðstoðarmaður Bjarna frá 2013. Laun aðstoðarmanna ráðherra eru nú um 1,2 milljón króna á mánuði. Árið 1998, þegar hún keypti sína fyrstu íbúð, var hún hins vegar í námi og vann samhliða því, en keyrði um á tíu ára gömlum bíl.

Leigu- og kaupverð hækka umfram laun

Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, bendir á í umræðum um grein Loga á Twitter að nú sé erfiðara en áður að leigja eða kaupa íbúð. Leiguverð og kaupverð hafi hækkað mun hraðar en laun frá árinu 2016 og ungt fólk standi verr að vígi á húsnæðismarkaðnum. Hann vísar jafnframt í umfjöllun Arion banka, þar sem fram kemur að ungt fólk hafi setið eftir í kaupmáttaraukningu undanfarinna áratuga. „Kostnaðurinn við komast inn (eiga fyrir útborgun) er mun hærri og ávöxtunin af sparnaði til að kaupa íbúð er minni,“ skrifar Konráð og segir vandann liggja þar.

Ríkisstjórnin kynnti í síðustu viku fjármálaáætlun sína, en í henni dregst húsnæðisstuðningur saman frá fjárlögum ársins 2018 úr 13,4 milljörðum niður í 11,7 milljarða árið 2023. Þá segir í áætluninni að „lélegt fjármálalæsi hjá almenningi“ sé ein af helstu áskorunum sem stjórnvöld standa frammi fyrir á sviði fjölskyldumála. Fjárhagsvandi ungs fólks, meðal annars tekjulágra einstaklinga á leigumarkaði, bendi til þess að þörf sé á eflingu fjármálalæsis og aukinni fjármálafræðslu í grunn- og framhaldsskólum landsins. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Húsnæðismál

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Löngu lækkunarskeiði í raunverði íbúða lokið
FréttirHúsnæðismál

Löngu lækk­un­ar­skeiði í raun­verði íbúða lok­ið

Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un kynnti ný­ver­ið nýtt fast­eigna­mat fyr­ir ár­ið 2025. Heild­armat á íbúð­um lands­ins allt hækk­aði um 3,2 pró­sent. Mun þetta vera í fyrsta sinn síð­an ár­ið 2010 að verð­þró­un íbúð­ar­hús­næð­is mæl­ist lægri en verð­bólga, sem mæl­ist rúm­lega sex pró­sent. Ým­is­legt bend­ir þó til þess að þessu lækk­un­ar­skeiði sé nú lok­ið og raun­verð­ið muni mæl­ast hærra en verð­bólga á næstu miss­er­um.
Draga upp dökka mynd af stöðu húsnæðismála í landinu
ViðskiptiHúsnæðismál

Draga upp dökka mynd af stöðu hús­næð­is­mála í land­inu

Ný mán­að­ar­skýrsla Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar dreg­ur upp dökka mynd af stöðu hús­næð­is­mála hér á land. Fram­boð á íbúð­um hef­ur minnk­að, eft­ir­spurn auk­ist sem hef­ur leitt af sér mikl­ar verð­hækk­an­ir. Þá hef­ur upp­bygg­ing á í nýju hús­næði dregst sam­an. Fjölgi áform­uð­um fram­kvæmd­um ekki á þessu ári mun fram­boð nýrra íbúða að­eins mæta þriðj­ungi af væntri hús­næð­is­þörf fyr­ir ár­ið 2026.
Framboð á íbúðum fyrir meðaltekjufólk snarminnkar
FréttirHúsnæðismál

Fram­boð á íbúð­um fyr­ir með­al­tekju­fólk snar­minnk­ar

Í nýrri mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar kem­ur fram að þrátt fyr­ir auk­ið heild­ar­fram­boð á íbúð­um í borg­inni hef­ur íbúð­um sem fólk með með­al­tekj­ur gefst kost­ur á að kaupa hef­ur fækk­að mik­ið. Íbúð­ir með greiðslu­byrði und­ir 250.000 krón­um á óverð­tryggðu láni hef­ur fækk­að um helm­ing á þessu ári og að­eins að finna um 50 íbúð­ir til sölu sem falla und­ir við­mið HMS.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár