Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Aðstoðarmaður fjármálaráðherra segir fyrstu íbúðarkaup jafn erfið og áður

Svan­hild­ur Hólm Vals­dótt­ir, að­stoð­ar­mað­ur fjár­mála­ráð­herra, seg­ir það aldrei hafa ver­ið auð­velt að kaupa sína fyrstu íbúð. Leigu- og kaup­verð hef­ur hækk­að um­fram laun und­an­far­in ár og kaup­mátt­ur ungs fólks set­ið eft­ir. Í fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar er dreg­ið úr hús­næð­isstuðn­ingi.

Aðstoðarmaður fjármálaráðherra segir fyrstu íbúðarkaup jafn erfið og áður
Svanhildur og Logi Svanhildur Hólm Valsdóttir er aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Logi Bergmann Eiðsson var í fyrra ráðinn dagskrárgerðarmaður og pistlahöfundur hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Mynd: Pressphotos.biz - (RosaBraga)

Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, segir að það hafi aldrei verið auðvelt að eignast sína fyrstu íbúð. Í færslu á Facebook síðu sinni fjallar hún um þær áhyggjur ungs fólks að erfitt sé að kaupa fyrstu íbúð og deilir reynslu sinni af fyrstu íbúðarkaupum sínum með fyrri sambýlismanni árið 1998.

„Við greiddum útborgun á einu ári og tókum lán fyrir rest, en á þeim tíma gat maður mest fengið 70% lán hjá Íbúðalánasjóði. Við bjuggum reyndar svo vel að við gátum fengið veð í húsi foreldra minna og tekið lífeyrissjóðslán, en það var samt heilmikil brekka að brúa bilið,“ skrifar Svanhildur.

Vísar hún í grein eiginmanns síns, Loga Bergmanns Eiðssonar fréttamanns, í Morgunblaðinu með yfirskriftinni „Hver sagði að þetta væri auðvelt?“. Logi skrifar að hann hafi séð unga konu á Twitter kvarta yfir að geta aldrei keypt sér íbúð, en gleðjast yfir að hafa keypt miða á tónleikahátíðir í Danmörku og Englandi. „Auðvitað væri meiriháttar ef það væri ekkert mál að kaupa sér íbúð og allir gætu það,“ skrifar Logi. „En það er ekki að fara að gerast. Aldrei.“

„Það kemur kannski ekki á óvart að ég er alveg sammála manninum mínum í þessu máli,“ skrifar Svanhildur. „Það er heldur enginn að segja að það sé auðvelt að kaupa sér íbúð núna. Það er vesen, eins og það hefur alltaf verið og íbúðir kosta hvítuna úr augunum.“ Svanhildur hefur verið aðstoðarmaður Bjarna frá 2013. Laun aðstoðarmanna ráðherra eru nú um 1,2 milljón króna á mánuði. Árið 1998, þegar hún keypti sína fyrstu íbúð, var hún hins vegar í námi og vann samhliða því, en keyrði um á tíu ára gömlum bíl.

Leigu- og kaupverð hækka umfram laun

Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, bendir á í umræðum um grein Loga á Twitter að nú sé erfiðara en áður að leigja eða kaupa íbúð. Leiguverð og kaupverð hafi hækkað mun hraðar en laun frá árinu 2016 og ungt fólk standi verr að vígi á húsnæðismarkaðnum. Hann vísar jafnframt í umfjöllun Arion banka, þar sem fram kemur að ungt fólk hafi setið eftir í kaupmáttaraukningu undanfarinna áratuga. „Kostnaðurinn við komast inn (eiga fyrir útborgun) er mun hærri og ávöxtunin af sparnaði til að kaupa íbúð er minni,“ skrifar Konráð og segir vandann liggja þar.

Ríkisstjórnin kynnti í síðustu viku fjármálaáætlun sína, en í henni dregst húsnæðisstuðningur saman frá fjárlögum ársins 2018 úr 13,4 milljörðum niður í 11,7 milljarða árið 2023. Þá segir í áætluninni að „lélegt fjármálalæsi hjá almenningi“ sé ein af helstu áskorunum sem stjórnvöld standa frammi fyrir á sviði fjölskyldumála. Fjárhagsvandi ungs fólks, meðal annars tekjulágra einstaklinga á leigumarkaði, bendi til þess að þörf sé á eflingu fjármálalæsis og aukinni fjármálafræðslu í grunn- og framhaldsskólum landsins. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Húsnæðismál

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Löngu lækkunarskeiði í raunverði íbúða lokið
FréttirHúsnæðismál

Löngu lækk­un­ar­skeiði í raun­verði íbúða lok­ið

Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un kynnti ný­ver­ið nýtt fast­eigna­mat fyr­ir ár­ið 2025. Heild­armat á íbúð­um lands­ins allt hækk­aði um 3,2 pró­sent. Mun þetta vera í fyrsta sinn síð­an ár­ið 2010 að verð­þró­un íbúð­ar­hús­næð­is mæl­ist lægri en verð­bólga, sem mæl­ist rúm­lega sex pró­sent. Ým­is­legt bend­ir þó til þess að þessu lækk­un­ar­skeiði sé nú lok­ið og raun­verð­ið muni mæl­ast hærra en verð­bólga á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Vilja einfalda lífið
6
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
5
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
6
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár