Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Aðstoðarmaður fjármálaráðherra segir fyrstu íbúðarkaup jafn erfið og áður

Svan­hild­ur Hólm Vals­dótt­ir, að­stoð­ar­mað­ur fjár­mála­ráð­herra, seg­ir það aldrei hafa ver­ið auð­velt að kaupa sína fyrstu íbúð. Leigu- og kaup­verð hef­ur hækk­að um­fram laun und­an­far­in ár og kaup­mátt­ur ungs fólks set­ið eft­ir. Í fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar er dreg­ið úr hús­næð­isstuðn­ingi.

Aðstoðarmaður fjármálaráðherra segir fyrstu íbúðarkaup jafn erfið og áður
Svanhildur og Logi Svanhildur Hólm Valsdóttir er aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Logi Bergmann Eiðsson var í fyrra ráðinn dagskrárgerðarmaður og pistlahöfundur hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Mynd: Pressphotos.biz - (RosaBraga)

Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, segir að það hafi aldrei verið auðvelt að eignast sína fyrstu íbúð. Í færslu á Facebook síðu sinni fjallar hún um þær áhyggjur ungs fólks að erfitt sé að kaupa fyrstu íbúð og deilir reynslu sinni af fyrstu íbúðarkaupum sínum með fyrri sambýlismanni árið 1998.

„Við greiddum útborgun á einu ári og tókum lán fyrir rest, en á þeim tíma gat maður mest fengið 70% lán hjá Íbúðalánasjóði. Við bjuggum reyndar svo vel að við gátum fengið veð í húsi foreldra minna og tekið lífeyrissjóðslán, en það var samt heilmikil brekka að brúa bilið,“ skrifar Svanhildur.

Vísar hún í grein eiginmanns síns, Loga Bergmanns Eiðssonar fréttamanns, í Morgunblaðinu með yfirskriftinni „Hver sagði að þetta væri auðvelt?“. Logi skrifar að hann hafi séð unga konu á Twitter kvarta yfir að geta aldrei keypt sér íbúð, en gleðjast yfir að hafa keypt miða á tónleikahátíðir í Danmörku og Englandi. „Auðvitað væri meiriháttar ef það væri ekkert mál að kaupa sér íbúð og allir gætu það,“ skrifar Logi. „En það er ekki að fara að gerast. Aldrei.“

„Það kemur kannski ekki á óvart að ég er alveg sammála manninum mínum í þessu máli,“ skrifar Svanhildur. „Það er heldur enginn að segja að það sé auðvelt að kaupa sér íbúð núna. Það er vesen, eins og það hefur alltaf verið og íbúðir kosta hvítuna úr augunum.“ Svanhildur hefur verið aðstoðarmaður Bjarna frá 2013. Laun aðstoðarmanna ráðherra eru nú um 1,2 milljón króna á mánuði. Árið 1998, þegar hún keypti sína fyrstu íbúð, var hún hins vegar í námi og vann samhliða því, en keyrði um á tíu ára gömlum bíl.

Leigu- og kaupverð hækka umfram laun

Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, bendir á í umræðum um grein Loga á Twitter að nú sé erfiðara en áður að leigja eða kaupa íbúð. Leiguverð og kaupverð hafi hækkað mun hraðar en laun frá árinu 2016 og ungt fólk standi verr að vígi á húsnæðismarkaðnum. Hann vísar jafnframt í umfjöllun Arion banka, þar sem fram kemur að ungt fólk hafi setið eftir í kaupmáttaraukningu undanfarinna áratuga. „Kostnaðurinn við komast inn (eiga fyrir útborgun) er mun hærri og ávöxtunin af sparnaði til að kaupa íbúð er minni,“ skrifar Konráð og segir vandann liggja þar.

Ríkisstjórnin kynnti í síðustu viku fjármálaáætlun sína, en í henni dregst húsnæðisstuðningur saman frá fjárlögum ársins 2018 úr 13,4 milljörðum niður í 11,7 milljarða árið 2023. Þá segir í áætluninni að „lélegt fjármálalæsi hjá almenningi“ sé ein af helstu áskorunum sem stjórnvöld standa frammi fyrir á sviði fjölskyldumála. Fjárhagsvandi ungs fólks, meðal annars tekjulágra einstaklinga á leigumarkaði, bendi til þess að þörf sé á eflingu fjármálalæsis og aukinni fjármálafræðslu í grunn- og framhaldsskólum landsins. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Húsnæðismál

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Löngu lækkunarskeiði í raunverði íbúða lokið
FréttirHúsnæðismál

Löngu lækk­un­ar­skeiði í raun­verði íbúða lok­ið

Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un kynnti ný­ver­ið nýtt fast­eigna­mat fyr­ir ár­ið 2025. Heild­armat á íbúð­um lands­ins allt hækk­aði um 3,2 pró­sent. Mun þetta vera í fyrsta sinn síð­an ár­ið 2010 að verð­þró­un íbúð­ar­hús­næð­is mæl­ist lægri en verð­bólga, sem mæl­ist rúm­lega sex pró­sent. Ým­is­legt bend­ir þó til þess að þessu lækk­un­ar­skeiði sé nú lok­ið og raun­verð­ið muni mæl­ast hærra en verð­bólga á næstu miss­er­um.
Draga upp dökka mynd af stöðu húsnæðismála í landinu
ViðskiptiHúsnæðismál

Draga upp dökka mynd af stöðu hús­næð­is­mála í land­inu

Ný mán­að­ar­skýrsla Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar dreg­ur upp dökka mynd af stöðu hús­næð­is­mála hér á land. Fram­boð á íbúð­um hef­ur minnk­að, eft­ir­spurn auk­ist sem hef­ur leitt af sér mikl­ar verð­hækk­an­ir. Þá hef­ur upp­bygg­ing á í nýju hús­næði dregst sam­an. Fjölgi áform­uð­um fram­kvæmd­um ekki á þessu ári mun fram­boð nýrra íbúða að­eins mæta þriðj­ungi af væntri hús­næð­is­þörf fyr­ir ár­ið 2026.
Framboð á íbúðum fyrir meðaltekjufólk snarminnkar
FréttirHúsnæðismál

Fram­boð á íbúð­um fyr­ir með­al­tekju­fólk snar­minnk­ar

Í nýrri mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar kem­ur fram að þrátt fyr­ir auk­ið heild­ar­fram­boð á íbúð­um í borg­inni hef­ur íbúð­um sem fólk með með­al­tekj­ur gefst kost­ur á að kaupa hef­ur fækk­að mik­ið. Íbúð­ir með greiðslu­byrði und­ir 250.000 krón­um á óverð­tryggðu láni hef­ur fækk­að um helm­ing á þessu ári og að­eins að finna um 50 íbúð­ir til sölu sem falla und­ir við­mið HMS.

Mest lesið

Meira undir en vilji til að slá eign sinni á herbergi
5
Allt af létta

Meira und­ir en vilji til að slá eign sinni á her­bergi

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði ein­hug inn­an þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins um setu­verk­fall hefði þeim ver­ið gert að skipta um þing­flokks­her­bergi. Sam­fylk­ing­in ósk­aði eft­ir því að fá stærsta þing­flokks­her­berg­ið sem Sjálf­stæð­is­menn hafa haft til um­ráða frá ár­inu 1941 en fékk það ekki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Orrustan um Hafnarfjörð
6
ÚttektCarbfix-málið

Orr­ust­an um Hafn­ar­fjörð

Íbú­ar í Hafnar­firði lýsa áhyggj­um af áætl­un­um Car­bfix vegna Coda Term­inal-verk­efn­is­ins, þar sem áætl­að er að dæla nið­ur kol­díoxí­óði í næsta ná­grenni við íbúa­byggð. Fyrstu kynn­ing­ar Car­bfix hafi ver­ið allt aðr­ar en síð­ar kom í ljós. Þá eru skipt­ar skoð­an­ir á verk­efn­inu inn­an bæj­ar­stjórn­ar en odd­viti VG furð­ar sig á með­vit­und­ar­leysi borg­ar­full­trúa í Reykja­vík.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár