Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Dómsmálaráðherra tók nær ekkert tillit til athugasemda Rauða krossins

Dóms­mála­ráðu­neyt­ið sendi út sér­staka frétta­til­kynn­ingu um að tek­ið hefði ver­ið til­lit til at­huga­semd­anna. Að­eins ein smá­vægi­leg orða­lags­breyt­ing var gerð.

Dómsmálaráðherra tók nær ekkert tillit til athugasemda Rauða krossins

Dómsmálaráðherra gerði eina smávægilega orðalagsbreytingu á reglugerð um útlendinga vegna athugasemda Rauða krossins, en sendi út sérstaka tilkynningu um að ráðuneytið hefði tekið tillit til gagnrýni samtakanna.

Stundin greindi nýlega frá því að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefði sett reglugerð sem þrengir að réttindum hælisleitenda þann 6. mars síðastliðinn, sama dag og umræða og atkvæðagreiðsla um vantraust á hana fór fram. Reglugerðin felur í sér að skilyrði fyrir því að stjórnvöld geti tekið umsóknir hælisleitenda til efnismeðferðar vegna heilsufarsástæðna eru þrengd verulega.

Eftir að Rauði krossinn gagnrýndi reglugerðina og Stundin fjallaði um málið sendi ráðuneytið frá sér tilkynningu um að brugðist hefði verið við gagnrýni Rauða krossins. „Tekið var tillit til athugasemda Rauða krossins þannig að mat stjórnvalda var rýmkað hvað varðar það að heilbrigðisþjónusta teldist ekki óaðgengileg þrátt fyrir að greiða þyrfti fyrir hana.“

Rauði krossinn hafði í umsögn gagnrýnt sérstaklega þá málsgrein sem snýr að getu hælisleitenda til að borga fyrir heilbrigðisþjónustu. „Möguleikar þeirra til að afla sér tekna eru verulega skertir og ekki hægt að gera þá kröfu að þeir greiði fyrir nauðsynlega heilbrigðisþjónustu,“ sagði í umsögn Rauða krossins.

Þegar borin eru saman drög að reglugerðinni frá 11. desember 2017 og endanleg útgáfa hennar frá 6. mars er ekki að sjá að tekið hafi verið tillit til athugasemda Rauða krossins nema að mjög litlu leyti.

Drögin voru birt opinberlega í tvær vikur og bárust umsagnir frá Rauða krossinum og fleiri aðilum. Þá var fulltrúum Rauða krossins boðið til fundar vegna málsins. Textinn í drögunum og endanlegri reglugerð er hins vegar samhljóða, fyrir utan orðin „að öllu jöfnu“.

Breyting ráðuneytisinsEkki var tekið tillit til athugasemda Rauða krossins, en orðunum „að öllu jöfnu“ var bætt við reglugerðina.

Málsgreinin snýr að því hvort meðferð vegna alvarlegra veikinda hælisleitanda teljist óaðgengileg ef greiða þurfi fyrir hana. „Meðferð telst, að öllu jöfnu, ekki óaðgengileg þótt greiða þurfi fyrir hana heldur er hér átt við þau tilvik þar sem meðferð er til í viðtökuríkinu en viðkomandi muni ekki standa hún til boða, eða ef umsækjanda, vegna þungunar, stendur ekki til boða fullnægjandi fæðingaraðstoð í viðtöku­ríki,“ segir í reglugerðinni.

Í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar segir að með orðunum „að öllu jöfnu“ hafi verið tekið tillit til athugasemda Rauða krossins. „Með þessari viðbót var matið rýmkað frá því sem áður var þannig að gert er ráð fyrir tilvikum þar sem meðferð geti verið óaðgengileg ef greiða þurfi fyrir hana,“ segir í svarinu. „Árétta má að í reglugerðinni er að finna almenn viðmið sem líta ber til við meðferð mála og því ekki tæmandi talin þau tilvik sem stjórnvöldum ber eða er heimilt að líta til við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd í þeim tilvikum er Dyflinnarreglugerðin á við.“

Veik börn verði send úr landi

Rauði krossinn gagnrýndi reglugerðina harðlega þegar hún var staðfest, en í henni kemur meðal annars fram að heilsufar hælisleitenda skuli hafa „takmarkað vægi“ nema ákveðin skilyrði séu uppfyllt. Þau skilyrði gætu verið að hælisleitendur glími við „mikil og alvarleg veikindi, svo sem skyndilegan og lífshættulegan sjúk­dóm og meðferð við honum [sé] aðgengileg hér á landi en ekki í viðtökuríki“.

Í umsögn frá Rauða krossinum er bent á að þessi hertu skilyrði nái bæði til fullorðinna og barna. „Þannig virðist vera gert ráð fyrir að börn sem eru haldin sjúkdómi sem ekki nær þeim alvarleikaþröskuldi að teljast skyndilegur og lífshættulegur skuli endursend til viðtökuríkis, jafnvel þó að foreldrar barnsins muni þurfa að greiða fyrir meðferð við sjúkdómnum í viðtökuríki, án þess að frekara mat fari fram á einstaklingsbundnum aðstæðum barnsins.“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sagt að sér hafi ekki verið kunnugt um efnisinnihald reglugerðarinnar fyrr en eftir að hún var sett.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár