Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Dómsmálaráðherra tók nær ekkert tillit til athugasemda Rauða krossins

Dóms­mála­ráðu­neyt­ið sendi út sér­staka frétta­til­kynn­ingu um að tek­ið hefði ver­ið til­lit til at­huga­semd­anna. Að­eins ein smá­vægi­leg orða­lags­breyt­ing var gerð.

Dómsmálaráðherra tók nær ekkert tillit til athugasemda Rauða krossins

Dómsmálaráðherra gerði eina smávægilega orðalagsbreytingu á reglugerð um útlendinga vegna athugasemda Rauða krossins, en sendi út sérstaka tilkynningu um að ráðuneytið hefði tekið tillit til gagnrýni samtakanna.

Stundin greindi nýlega frá því að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefði sett reglugerð sem þrengir að réttindum hælisleitenda þann 6. mars síðastliðinn, sama dag og umræða og atkvæðagreiðsla um vantraust á hana fór fram. Reglugerðin felur í sér að skilyrði fyrir því að stjórnvöld geti tekið umsóknir hælisleitenda til efnismeðferðar vegna heilsufarsástæðna eru þrengd verulega.

Eftir að Rauði krossinn gagnrýndi reglugerðina og Stundin fjallaði um málið sendi ráðuneytið frá sér tilkynningu um að brugðist hefði verið við gagnrýni Rauða krossins. „Tekið var tillit til athugasemda Rauða krossins þannig að mat stjórnvalda var rýmkað hvað varðar það að heilbrigðisþjónusta teldist ekki óaðgengileg þrátt fyrir að greiða þyrfti fyrir hana.“

Rauði krossinn hafði í umsögn gagnrýnt sérstaklega þá málsgrein sem snýr að getu hælisleitenda til að borga fyrir heilbrigðisþjónustu. „Möguleikar þeirra til að afla sér tekna eru verulega skertir og ekki hægt að gera þá kröfu að þeir greiði fyrir nauðsynlega heilbrigðisþjónustu,“ sagði í umsögn Rauða krossins.

Þegar borin eru saman drög að reglugerðinni frá 11. desember 2017 og endanleg útgáfa hennar frá 6. mars er ekki að sjá að tekið hafi verið tillit til athugasemda Rauða krossins nema að mjög litlu leyti.

Drögin voru birt opinberlega í tvær vikur og bárust umsagnir frá Rauða krossinum og fleiri aðilum. Þá var fulltrúum Rauða krossins boðið til fundar vegna málsins. Textinn í drögunum og endanlegri reglugerð er hins vegar samhljóða, fyrir utan orðin „að öllu jöfnu“.

Breyting ráðuneytisinsEkki var tekið tillit til athugasemda Rauða krossins, en orðunum „að öllu jöfnu“ var bætt við reglugerðina.

Málsgreinin snýr að því hvort meðferð vegna alvarlegra veikinda hælisleitanda teljist óaðgengileg ef greiða þurfi fyrir hana. „Meðferð telst, að öllu jöfnu, ekki óaðgengileg þótt greiða þurfi fyrir hana heldur er hér átt við þau tilvik þar sem meðferð er til í viðtökuríkinu en viðkomandi muni ekki standa hún til boða, eða ef umsækjanda, vegna þungunar, stendur ekki til boða fullnægjandi fæðingaraðstoð í viðtöku­ríki,“ segir í reglugerðinni.

Í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar segir að með orðunum „að öllu jöfnu“ hafi verið tekið tillit til athugasemda Rauða krossins. „Með þessari viðbót var matið rýmkað frá því sem áður var þannig að gert er ráð fyrir tilvikum þar sem meðferð geti verið óaðgengileg ef greiða þurfi fyrir hana,“ segir í svarinu. „Árétta má að í reglugerðinni er að finna almenn viðmið sem líta ber til við meðferð mála og því ekki tæmandi talin þau tilvik sem stjórnvöldum ber eða er heimilt að líta til við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd í þeim tilvikum er Dyflinnarreglugerðin á við.“

Veik börn verði send úr landi

Rauði krossinn gagnrýndi reglugerðina harðlega þegar hún var staðfest, en í henni kemur meðal annars fram að heilsufar hælisleitenda skuli hafa „takmarkað vægi“ nema ákveðin skilyrði séu uppfyllt. Þau skilyrði gætu verið að hælisleitendur glími við „mikil og alvarleg veikindi, svo sem skyndilegan og lífshættulegan sjúk­dóm og meðferð við honum [sé] aðgengileg hér á landi en ekki í viðtökuríki“.

Í umsögn frá Rauða krossinum er bent á að þessi hertu skilyrði nái bæði til fullorðinna og barna. „Þannig virðist vera gert ráð fyrir að börn sem eru haldin sjúkdómi sem ekki nær þeim alvarleikaþröskuldi að teljast skyndilegur og lífshættulegur skuli endursend til viðtökuríkis, jafnvel þó að foreldrar barnsins muni þurfa að greiða fyrir meðferð við sjúkdómnum í viðtökuríki, án þess að frekara mat fari fram á einstaklingsbundnum aðstæðum barnsins.“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sagt að sér hafi ekki verið kunnugt um efnisinnihald reglugerðarinnar fyrr en eftir að hún var sett.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Útilokaði Jón til að koma í veg fyrir „óþarfa tortryggni“
6
Fréttir

Úti­lok­aði Jón til að koma í veg fyr­ir „óþarfa tor­tryggni“

Bjarni Bene­dikts­son seg­ist hafa lok­að fyr­ir að Jón Gunn­ars­son kæmi að með­ferð hval­veiði­mála til þess að koma í veg fyr­ir „óþarfa tor­tryggni“. Þetta gerði Bjarni sama dag og leyni­leg­ar upp­tök­ur fóru í dreif­ingu þar sem son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns seg­ir að Jón hafi þeg­ið 5. sæti á lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins gegn því að kom­ast í stöðu til að vinna að hval­veiðium­sókn­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár