Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Ekkert annað en launaþjófnaður“

Hall­dór Grön­vold hjá ASÍ og Drífa Snæ­dal hjá Starfs­greina­sam­band­inu líta fé­lags­leg und­ir­boð hesta­leigu­fyr­ir­tækja, sem Stund­in fjall­aði um í nýj­asta tölu­blaði, al­var­leg­um aug­um.

„Ekkert annað en launaþjófnaður“

Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdarstjóri ASÍ, segir að félagslegu undirboðin hjá hestaleigum sem Stundin fjallaði um í nýjasta tölublaði séu skólabókardæmi um brotastarfsemi sem sé alltof algeng í ferðaþjónustu á Íslandi. 

Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, er sama sinnis og segir sambandið hafa verulegar áhyggjur af félagslegum undirboðum hjá hestaleigufyrirtækjum. 

Umfangið er gríðarlegt, en upplýsingar sem Stundin aflaði frá hestaleigum benda til þess að sum fyrirtækjanna spari sér tugi milljóna á hverju ári með því að notfæra sér ódýrt erlent vinnuafl, sjálfboðaliða og fólk í ólaunaðri vinnu, og öðlist þannig gríðarlegt samkeppnisforskot gagnvart þeim fyrirtækjum sem fylgja lögum og greiða starfsfólki samkvæmt kjarasamningum. 

„Í raun er þetta ekkert annað en launaþjófnaður,“ segir Halldór Grönvold og bendir á að ólíkt því sem tíðkast víða annars staðar séu kjarasamningar á Íslandi lágmarksréttindi samkvæmt lögum. Það að fylgja þeim ekki feli í sér launaþjófnað.

Birtingarmyndirnar séu einkum þrenns konar. „Í fyrsta lagi eru greidd laun langt undir kjarasamningum, það er ein myndin. Önnur myndin er þegar starfsmenn eru ráðnir sem sjálfboðaliðar en látnir vinna störf sem kjarasamningar gilda um. Í þriðja lagi er algengt að menn skýli sér á bak við að fólk komi í einhvers konar starfsnám eða starfsþjálfun. Í grunninn er þetta ekkert annað en brotastarfsemi, því um þessi störf gilda kjarasamningar og kjarasamningar kveða á um lágmarksréttindi varðandi laun og önnur starfskjör. Allt annað er með öllu ólíðandi.“

„Í grunninn er þetta ekkert
annað en brotastarfsemi“

Samkvæmt íslenskum lögum eru sjálfboðastörf einungis réttlætanleg þegar um er að ræða vinnu fyrir mannúðar- eða hjálparsamtök, verkefni sem lúta að náttúruvernd eða störf sem ellegar væru ekki unnin. Um önnur störf gilda ákvæði kjarasamninga. Ólaunuð vinna við „efnahagslega starfsemi“ – það er framleiðslu og sölu á vöru eða þjónustu á markaði, oftast í hagnaðarskyni og í samkeppni við fyrirtæki í sömu atvinnustarfsemi – felur hins vegar í sér óásættanleg undirboð. 

Halldór segir mörg dæmi um að fólki sem hefur starfað á launum hjá ferðaþjónustufyrirtækjum sé rutt út og ungt fólk, ólaunað eða á launum langt undir kjarasamningum, tekið inn í staðinn. „Þetta kemur líka auðvitað niður á þeim fyrirtækjum sem starfa heiðarlega, þeirra samkeppnisstaða verður óásættanleg. Loks er verið að hafa af tekjur af samfélaginu, því það fylgir þessari brotastarfsemi að ekki eru greiddir skattar og skyldur til að halda uppi samneyslunni.“

Hann bendir á að oft setji strik í reikninginn að ungt fólk sem kemur til Íslands til að sinna ólaunaðri vinnu sjái ekki ástæðu til að sækja rétt sinn. Auk þess séu starfsmenn gjarnan ótryggðir og átti sig ekki á því hvaða staða kemur upp ef þeir slasast við vinnu. 

En hvað er til ráða? „Í fyrsta lagi þarf að upplýsa fólk um réttindi þess, bæði atvinnurekendur og launamenn, um þær reglur sem gilda hérna svo menn geti ekki skákað í skjóli þess að segjast ekki vita betur. Í öðru lagi þarf að reyna að fá einstaklingana sem er brotið á til að koma fram fyrir skjöldu og sækja rétt sinn. Í þriðja lagi höfum við, okkar fulltrúar, heimild til að fara inn á vinnustaði og fá upplýsingar um ráðningarsamninga, launaseðla og vinnuskýrslur og kanna hvort verið sé að efna kjarasamninga. Ríkisskattstjóri hefur auðvitað ríkari heimildir til að fara yfir bókhald fyrirtækjanna, og það hlýtur að koma til kasta þess embættis þegar menn stunda einbeitta brotastarfsemi. Embættið áætlaði fyrir nokkrum árum að ríkið færi á mis við um 80 milljarða á ári vegna skattaundanskota og það er alveg ljóst að verulegur hluti af þessu á sér stað í ferðaþjónustunni þar sem er mjög mikið um launaþjófnað.“ 

Drífa Snædal hjá Starfsgreinasambandinu segir að sambandið hafi haft sérstakar áhyggjur af þessum geira.

„Því þarna er oft spilað inn á að það sé eftirsóknarvert að fá að umgangast íslenska hestinn, jafnvel svo eftirsóknarvert að það þurfi ekki að greiða fólki laun fyrir að vinna við það,“ segir hún í samtali við Stundina. 

Hún bendir á að ólaunuð vinna er sjaldan talin fram til skatts. „Svo á auðvitað að gefa hlunnindi upp til skatts, svo þarna er líklega verið að svíkja sameiginlega sjóði um háar fjárhæðir.“ Þá séu tryggingamál starfsfólk áhyggjuefni. 

Starfsmenn séu ekki skyldutryggðir og hestaleigurnar geti bakað sér skaðabótaskyldu þegar starfsmenn slasast. „Fyrirtækin eru að leika sér að eldinum, varðandi laun, gagnvart skattinum og gagnvart tryggingum starfsfólks. Ef manneskja örkumlast er fyrirtækið skaðabótaskylt gagnvart öllum skaðanum og tekjumissinum og það eru fordæmi fyrir því að háar fjárhæðir lendi á fyrirtækjunum. En fyrst og fremst er þessi starfsemi, ólaunaða vinnan, svik við fólkið sem þarna starfar og samfélagið allt.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Vont að vita af þeim einum yfir hátíðarnar
3
Á vettvangi

Vont að vita af þeim ein­um yf­ir há­tíð­arn­ar

„Mað­ur velt­ir fyr­ir sér hvað varð til þess að hann var bara einn og var ekki í tengsl­um við einn né neinn,“ seg­ir lög­reglu­kona sem fór í út­kall á að­vent­unni til ein­stæð­ings sem hafði dá­ið einn og leg­ið lengi lát­inn. Á ár­un­um 2018 til 2020 fund­ust yf­ir 400 manns lát­in á heim­il­um sín­um eft­ir að hafa leg­ið þar í að minnsta kosti einn mán­uð. Þar af höfðu yf­ir eitt hundrað ver­ið látn­ir í meira en þrjá mán­uði og ell­efu lágu látn­ir heima hjá sér í eitt ár eða leng­ur.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
4
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.
Háleit markmið formannanna þriggja
6
Fréttir

Há­leit markmið formann­anna þriggja

Lækk­un vaxta, auk­in verð­mæta­sköp­un í at­vinnu­lífi og efna­hags­leg­ur stöð­ug­leiki eru á með­al þess sem ný rík­is­stjórn ætl­ar sér að setja á odd­inn. En hún ætl­ar líka að ráð­ast í gerð Sunda­braut­ar, festa hlut­deild­ar­lán í sessi, hækka ör­orku­líf­eyri, kjósa um að­ild­ar­við­ræð­ur við ESB og svo mætti lengi telja. Hér verð­ur far­ið í gróf­um drátt­um yf­ir stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár