„Ég fór í vinnuferð til Eþíópíu fyrir nokkrum árum og brá mikið þegar ég sá hve stéttaskiptingin þar var mikil; þar var annars vegar mikil fátækt og hins vegar rosalega ríkt fólk. Í kjölfarið langaði mig til að gera eitthvað en ég vildi ekki bæta á mig ferðalögum og ákvað að hafa samband við Rauða krossinn í Reykjavík til þess að athuga hvort ég gæti í staðinn gert eitthvað fyrir nærumhverfi mitt. Ég var einnig að leita að nýrri áskorun til að breikka sjóndeildarhringinn. Þá vantaði sjálfboðaliða í Konukot og ég sló til og prófaði og þá var ekki aftur snúið. Ég skráði mig líka á kynningu á heimsóknarvinaverkefninu, fór á kynningu um haustið og fékk þá heimsóknarvin.“
Þurfa mismikla aðstoð
Konukot er næturathvarf fyrir heimilislausar konur og hefur Lilja unnið þar á kvöldvöktum jafnan tvisvar í mánuði.
„Þetta er vaktafyrirkomulag og maður skráir sig á vakt þegar hentar. Það …
Athugasemdir