Kosovó er yngsta ríki Evrópu og fagnaði 10 ára afmæli í síðasta mánuði. Árið 2011 kynntist ég kosóvískri stelpu í þýskunámi í Marburg sem kom með köku með þremur kertum á afmælisdegi lands síns, en nú hefur það sem sagt fyllt fyrsta tuginn. Það er ekki lengur yngsta ríki heims heldur hefur Suður-Súdan, sem fagnar sjö árum í sumar, tekið titilinn. En hvernig braggast land þetta?
Líklega er það tvennt sem flestir Íslendingar vita um Kosóvó, að sigur yfir því kom okkur á HM í fyrsta sinn, og að þar var stríð fyrir ekki svo löngu. Þó nokkrir Kosóvóar búa á Íslandi, svo sem Florian sem starfar sem bílstjóri hjá Reykjavik Excursions. Vinur hans Bujar er í heimsókn, en báðir koma þeir frá bænum Peja í vestasta hluta landsins. Nafnið merkir „hellir“ og er dregið af hellunum sem einsetumunkar bjuggu eitt sinn í, en af sömu ástæðu var Ísland víst …
Athugasemdir