Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Hugsanlega mannréttindabrot að bregðast ekki við svifryksmengun

Dreif­ing sands til hálku­varna skýr­ir hluta af svifryks­meng­un. Ragn­ar Að­al­steins­son mann­rétt­inda­lög­fræð­ing­ur seg­ir mögu­legt að borg­in hafi bak­að sér bóta­skyldu.

Hugsanlega mannréttindabrot að bregðast ekki við svifryksmengun
Sandburður orsakar svifryk Sandurður vegna hálkuvarna á götum Reykjavíkurborgar er stór orsakaþáttur svifryksmengunnar. Borgin gæti brugðist við með rykbindingu og þirfum á götum en dregur að lappirnar í þeim efnum að mati umhverfisfræðings. Afleiðingin er sú að borgin gæti bakað sér skaðabótaskyldu. Mynd: Pressphotos.biz

Reykjavíkurborg brýtur hugsanlega mannréttindi á íbúum sínum með því að bregðast ekki við svifryksmengun í borginni. Þetta segir Ragnar Aðalsteinsson, einn virtasti mannréttindalögfræðingur Íslands, í samtali við Stundina. Ekki sé útilokað að borgin gæti verði bótaskyld sökum þessa.

Guðmundur Hörður Guðmundsson, umhverfisfræðingur og fyrrverandi formaður Landverndar, skrifaði í gær pistil á vef Stundarinnar þar sem hann velti upp þeirri spurningu hvort borgin væri hugsanlega, með aðgerðarleysi sínu þegar kemur að því að hefta svifryk, að brjóta mannréttindi á borgurunum.

Í pistlinum bendir Guðmundur Hörður á að stór ástæða þess að vandinn skapist sé sandburður borgarinnar á götur til hálkuvarna.

Grípa þarf til mótvægisaðgerða

Guðmundur Hörður GuðmundssonUmhverfisfræðingur gagnrýnir Reykjavíkurborg harðlega fyrir að bregðast ekki við svifryksmengun.

„Borgin dreifir gríðar miklu magni af sandi og möl á götur og gangstíga borgarinnar. Á þeim dögum sem hálka myndast má ætla af fréttum að 70 tonn af sandi fari á húsagötur borgarinnar.  Þannig að á heilum vetri er líklega um einhver hundruð tonna að ræða,“ skrifar Guðmundur Hörður.

Hann bendir í framhaldinu á að fjölmargir hafi í gegnum tíðina vakið athygli á hversu stór uppspretta svifryks þessi sandburður sé, þar á meðal séu Félag íslenskra bifreiðaeigenda, Evrópusambandið, EuroRAP á Íslandi og sérfræðingar í umhverfisfræðum sem hafi lýst því á þingi Félags umhverfisfræðinga fyrir áratug síðan.  

Guðmundur Hörður skýrir síðan frá því að á umræddi þingi umhverfisfræðinga hafi ástæða þess að sandburður hefði þau áhrif að svifryk ykist verið útskýrður með því að um væri að ræða svokölluð „sandpappírsáhrif“, það er að segja að núningur milli bíldekkja og sands á götunum sliti malbikinu og þá brotnaði sandurinn sömuleiðis í örsmátt og myndaði þannig svifryk. Til þess að bregðast við þessu þyrfti að grípa til mótvægisaðgerða, þar á meðal rykbindingar og hreinsunar.

„Samt sem áður virðast borgaryfirvöld helst ekki grípa til slíkra ráðstafana fyrr en seint á vorin. Til marks um það eru fréttir frá því í lok apríl 2016 þegar borgin féll frá ákvörðun um að spara í þvotti á götum Reykjavíkur vegna þess að sandurinn hafði valdið óþrifnaði, svifryki og slysum hjá hjólreiðafólki. Árið þar á undan var svo mikill sandur á götum að Reykjavíkurborg sá ástæðu til að fjalla sérstaklega um það á heimasíðu sinni. En þrátt fyrir þetta og almenna vitneskju um áhrif hálkuvarna á loftgæði þá virðist borgin enn ekki fást til að þrífa sand og möl af götum borgarinnar.“

Svifryksmengun sex sinnum yfir heilsuverndarmörk á árinu

Þá segir Guðmundur Hörður að verði ekki gerð bragarbót á þessum vinnubrögðum hjá Reykjavíkurborg sé tilefni til þess fyrir þá sem verst verða fyrir barðinu á áhrifum svifryksmengunar að leita réttar síns. Hann bendir meðal annars á að í meistararitgerð Þóru Jónsdóttur um mannréttindasáttmála Evrópu og réttinn til heilnæms umhverfis sé vissulega bent á að almenningur þurfi að sætta sig við einhver óþægindi sem fylgi því að búa í stórborgum. „En ef mengun hefur verið viðvarandi og oftsinnis farið fram úr leyfilegum hámarksviðmiðum, þá er nægum alvarleika náð til að mál verði tekið til skoðunar vegna mögulegs brots á réttindum af 8. gr.“.

Guðmundur Hörður vill meina að þetta geti vel átt við í tilfelli borgarinnar. „Nú liggur fyrir að svifryk í Reykajvík hefur farið sex sinnum yfir heilsuverndarmörk á árinu, sautján sinnum í fyrra og áætlað er að rekja megi áttatíu ótímabær dauðsföll á ári til loftmengunar vegna svifryks.“

Láti reyna á tjón fyrir dómstólum

Ragnar Aðalsteinsson mannréttindalögfræðingur tekur undir með Guðmundi Herði, að vissum skilyrðum uppfylltum.

„Ef svifryksmengun, sem hægt er að færa sönnur á að hafi valdið fólki tjóni, verður að einhverju leyti rakin til gáleysis eða athafnaleysis sveitarfélagsins þá getur það valdið bótaskyldu. Til þess þarf hins vegar að færa sönnur á að hægt sé að hefta svifryk með einhverjum aðgerðum. Ég held að það sé nokkuð augljóst að hægt sé að draga verulega úr svifryksmengun með tiltölulega einföldum aðgerðum. Ef sveitarfélagið hefst ekki handa við slíkt og lætur þetta afskiptalaust getur það sannarlega skapað bótaskyldu gagnvart þeim sem verða fyrir tjóni. Það er augljóst orsakasamband þar á milli og borgin á að geta séð það fyrir.“

Telji einhver sig hafa orðið fyrir tjóni af völdum svifryksmengunar segir Ragnar að eðlilegt sé að viðkomandi afli sér gagna, læknisvottorða og læknisfræðilegs mats. Sé hægt að sýna fram á slíkt gæti viðkomandi látið reyna á það fyrir dómstólum hvort hann ætti rétt á bótum af þeim völdum.

Skerðir lífsgæði fólks

Varðandi þá sem búa við skert lífsgæði vegna svifryksmengunar, til að mynda þá sem þjást af astma eða öðrum öndunarfæra sjúkdómum og þurfa mögulega að halda sig heima við þegar mengun er sem mest, segir Ragnar að vissulega sé hægt að færa rök fyrir því að það fólk hafi orðið fyrir miska í einhverjum tilvikum. „Það snýr að því hvað afleiðingarnar eru miklar fyrir fólk, hvort það þurfi til að mynda að sleppa því að mæta í skóla eða til vinnu af þessum sökum. Við erum eiginlega alltaf að miða við fjárhagstjón í slíkum bótamálum en svo er líka til eitthvað sem heitir miskatjón, það er að segja tap á lífsgæðum. Það yrði líklega erfiðara að fara með slíkt mál fyrir dómstóla og til að láta reyna á svona mál væri heppilegra að einhver sem gæti sýnt fram á heilsutjón af völdum þessarar mengunar myndi höfða slíkt mál.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
2
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár