Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hugsanlega mannréttindabrot að bregðast ekki við svifryksmengun

Dreif­ing sands til hálku­varna skýr­ir hluta af svifryks­meng­un. Ragn­ar Að­al­steins­son mann­rétt­inda­lög­fræð­ing­ur seg­ir mögu­legt að borg­in hafi bak­að sér bóta­skyldu.

Hugsanlega mannréttindabrot að bregðast ekki við svifryksmengun
Sandburður orsakar svifryk Sandurður vegna hálkuvarna á götum Reykjavíkurborgar er stór orsakaþáttur svifryksmengunnar. Borgin gæti brugðist við með rykbindingu og þirfum á götum en dregur að lappirnar í þeim efnum að mati umhverfisfræðings. Afleiðingin er sú að borgin gæti bakað sér skaðabótaskyldu. Mynd: Pressphotos.biz

Reykjavíkurborg brýtur hugsanlega mannréttindi á íbúum sínum með því að bregðast ekki við svifryksmengun í borginni. Þetta segir Ragnar Aðalsteinsson, einn virtasti mannréttindalögfræðingur Íslands, í samtali við Stundina. Ekki sé útilokað að borgin gæti verði bótaskyld sökum þessa.

Guðmundur Hörður Guðmundsson, umhverfisfræðingur og fyrrverandi formaður Landverndar, skrifaði í gær pistil á vef Stundarinnar þar sem hann velti upp þeirri spurningu hvort borgin væri hugsanlega, með aðgerðarleysi sínu þegar kemur að því að hefta svifryk, að brjóta mannréttindi á borgurunum.

Í pistlinum bendir Guðmundur Hörður á að stór ástæða þess að vandinn skapist sé sandburður borgarinnar á götur til hálkuvarna.

Grípa þarf til mótvægisaðgerða

Guðmundur Hörður GuðmundssonUmhverfisfræðingur gagnrýnir Reykjavíkurborg harðlega fyrir að bregðast ekki við svifryksmengun.

„Borgin dreifir gríðar miklu magni af sandi og möl á götur og gangstíga borgarinnar. Á þeim dögum sem hálka myndast má ætla af fréttum að 70 tonn af sandi fari á húsagötur borgarinnar.  Þannig að á heilum vetri er líklega um einhver hundruð tonna að ræða,“ skrifar Guðmundur Hörður.

Hann bendir í framhaldinu á að fjölmargir hafi í gegnum tíðina vakið athygli á hversu stór uppspretta svifryks þessi sandburður sé, þar á meðal séu Félag íslenskra bifreiðaeigenda, Evrópusambandið, EuroRAP á Íslandi og sérfræðingar í umhverfisfræðum sem hafi lýst því á þingi Félags umhverfisfræðinga fyrir áratug síðan.  

Guðmundur Hörður skýrir síðan frá því að á umræddi þingi umhverfisfræðinga hafi ástæða þess að sandburður hefði þau áhrif að svifryk ykist verið útskýrður með því að um væri að ræða svokölluð „sandpappírsáhrif“, það er að segja að núningur milli bíldekkja og sands á götunum sliti malbikinu og þá brotnaði sandurinn sömuleiðis í örsmátt og myndaði þannig svifryk. Til þess að bregðast við þessu þyrfti að grípa til mótvægisaðgerða, þar á meðal rykbindingar og hreinsunar.

„Samt sem áður virðast borgaryfirvöld helst ekki grípa til slíkra ráðstafana fyrr en seint á vorin. Til marks um það eru fréttir frá því í lok apríl 2016 þegar borgin féll frá ákvörðun um að spara í þvotti á götum Reykjavíkur vegna þess að sandurinn hafði valdið óþrifnaði, svifryki og slysum hjá hjólreiðafólki. Árið þar á undan var svo mikill sandur á götum að Reykjavíkurborg sá ástæðu til að fjalla sérstaklega um það á heimasíðu sinni. En þrátt fyrir þetta og almenna vitneskju um áhrif hálkuvarna á loftgæði þá virðist borgin enn ekki fást til að þrífa sand og möl af götum borgarinnar.“

Svifryksmengun sex sinnum yfir heilsuverndarmörk á árinu

Þá segir Guðmundur Hörður að verði ekki gerð bragarbót á þessum vinnubrögðum hjá Reykjavíkurborg sé tilefni til þess fyrir þá sem verst verða fyrir barðinu á áhrifum svifryksmengunar að leita réttar síns. Hann bendir meðal annars á að í meistararitgerð Þóru Jónsdóttur um mannréttindasáttmála Evrópu og réttinn til heilnæms umhverfis sé vissulega bent á að almenningur þurfi að sætta sig við einhver óþægindi sem fylgi því að búa í stórborgum. „En ef mengun hefur verið viðvarandi og oftsinnis farið fram úr leyfilegum hámarksviðmiðum, þá er nægum alvarleika náð til að mál verði tekið til skoðunar vegna mögulegs brots á réttindum af 8. gr.“.

Guðmundur Hörður vill meina að þetta geti vel átt við í tilfelli borgarinnar. „Nú liggur fyrir að svifryk í Reykajvík hefur farið sex sinnum yfir heilsuverndarmörk á árinu, sautján sinnum í fyrra og áætlað er að rekja megi áttatíu ótímabær dauðsföll á ári til loftmengunar vegna svifryks.“

Láti reyna á tjón fyrir dómstólum

Ragnar Aðalsteinsson mannréttindalögfræðingur tekur undir með Guðmundi Herði, að vissum skilyrðum uppfylltum.

„Ef svifryksmengun, sem hægt er að færa sönnur á að hafi valdið fólki tjóni, verður að einhverju leyti rakin til gáleysis eða athafnaleysis sveitarfélagsins þá getur það valdið bótaskyldu. Til þess þarf hins vegar að færa sönnur á að hægt sé að hefta svifryk með einhverjum aðgerðum. Ég held að það sé nokkuð augljóst að hægt sé að draga verulega úr svifryksmengun með tiltölulega einföldum aðgerðum. Ef sveitarfélagið hefst ekki handa við slíkt og lætur þetta afskiptalaust getur það sannarlega skapað bótaskyldu gagnvart þeim sem verða fyrir tjóni. Það er augljóst orsakasamband þar á milli og borgin á að geta séð það fyrir.“

Telji einhver sig hafa orðið fyrir tjóni af völdum svifryksmengunar segir Ragnar að eðlilegt sé að viðkomandi afli sér gagna, læknisvottorða og læknisfræðilegs mats. Sé hægt að sýna fram á slíkt gæti viðkomandi látið reyna á það fyrir dómstólum hvort hann ætti rétt á bótum af þeim völdum.

Skerðir lífsgæði fólks

Varðandi þá sem búa við skert lífsgæði vegna svifryksmengunar, til að mynda þá sem þjást af astma eða öðrum öndunarfæra sjúkdómum og þurfa mögulega að halda sig heima við þegar mengun er sem mest, segir Ragnar að vissulega sé hægt að færa rök fyrir því að það fólk hafi orðið fyrir miska í einhverjum tilvikum. „Það snýr að því hvað afleiðingarnar eru miklar fyrir fólk, hvort það þurfi til að mynda að sleppa því að mæta í skóla eða til vinnu af þessum sökum. Við erum eiginlega alltaf að miða við fjárhagstjón í slíkum bótamálum en svo er líka til eitthvað sem heitir miskatjón, það er að segja tap á lífsgæðum. Það yrði líklega erfiðara að fara með slíkt mál fyrir dómstóla og til að láta reyna á svona mál væri heppilegra að einhver sem gæti sýnt fram á heilsutjón af völdum þessarar mengunar myndi höfða slíkt mál.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár