Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Hugsanlega mannréttindabrot að bregðast ekki við svifryksmengun

Dreif­ing sands til hálku­varna skýr­ir hluta af svifryks­meng­un. Ragn­ar Að­al­steins­son mann­rétt­inda­lög­fræð­ing­ur seg­ir mögu­legt að borg­in hafi bak­að sér bóta­skyldu.

Hugsanlega mannréttindabrot að bregðast ekki við svifryksmengun
Sandburður orsakar svifryk Sandurður vegna hálkuvarna á götum Reykjavíkurborgar er stór orsakaþáttur svifryksmengunnar. Borgin gæti brugðist við með rykbindingu og þirfum á götum en dregur að lappirnar í þeim efnum að mati umhverfisfræðings. Afleiðingin er sú að borgin gæti bakað sér skaðabótaskyldu. Mynd: Pressphotos.biz

Reykjavíkurborg brýtur hugsanlega mannréttindi á íbúum sínum með því að bregðast ekki við svifryksmengun í borginni. Þetta segir Ragnar Aðalsteinsson, einn virtasti mannréttindalögfræðingur Íslands, í samtali við Stundina. Ekki sé útilokað að borgin gæti verði bótaskyld sökum þessa.

Guðmundur Hörður Guðmundsson, umhverfisfræðingur og fyrrverandi formaður Landverndar, skrifaði í gær pistil á vef Stundarinnar þar sem hann velti upp þeirri spurningu hvort borgin væri hugsanlega, með aðgerðarleysi sínu þegar kemur að því að hefta svifryk, að brjóta mannréttindi á borgurunum.

Í pistlinum bendir Guðmundur Hörður á að stór ástæða þess að vandinn skapist sé sandburður borgarinnar á götur til hálkuvarna.

Grípa þarf til mótvægisaðgerða

Guðmundur Hörður GuðmundssonUmhverfisfræðingur gagnrýnir Reykjavíkurborg harðlega fyrir að bregðast ekki við svifryksmengun.

„Borgin dreifir gríðar miklu magni af sandi og möl á götur og gangstíga borgarinnar. Á þeim dögum sem hálka myndast má ætla af fréttum að 70 tonn af sandi fari á húsagötur borgarinnar.  Þannig að á heilum vetri er líklega um einhver hundruð tonna að ræða,“ skrifar Guðmundur Hörður.

Hann bendir í framhaldinu á að fjölmargir hafi í gegnum tíðina vakið athygli á hversu stór uppspretta svifryks þessi sandburður sé, þar á meðal séu Félag íslenskra bifreiðaeigenda, Evrópusambandið, EuroRAP á Íslandi og sérfræðingar í umhverfisfræðum sem hafi lýst því á þingi Félags umhverfisfræðinga fyrir áratug síðan.  

Guðmundur Hörður skýrir síðan frá því að á umræddi þingi umhverfisfræðinga hafi ástæða þess að sandburður hefði þau áhrif að svifryk ykist verið útskýrður með því að um væri að ræða svokölluð „sandpappírsáhrif“, það er að segja að núningur milli bíldekkja og sands á götunum sliti malbikinu og þá brotnaði sandurinn sömuleiðis í örsmátt og myndaði þannig svifryk. Til þess að bregðast við þessu þyrfti að grípa til mótvægisaðgerða, þar á meðal rykbindingar og hreinsunar.

„Samt sem áður virðast borgaryfirvöld helst ekki grípa til slíkra ráðstafana fyrr en seint á vorin. Til marks um það eru fréttir frá því í lok apríl 2016 þegar borgin féll frá ákvörðun um að spara í þvotti á götum Reykjavíkur vegna þess að sandurinn hafði valdið óþrifnaði, svifryki og slysum hjá hjólreiðafólki. Árið þar á undan var svo mikill sandur á götum að Reykjavíkurborg sá ástæðu til að fjalla sérstaklega um það á heimasíðu sinni. En þrátt fyrir þetta og almenna vitneskju um áhrif hálkuvarna á loftgæði þá virðist borgin enn ekki fást til að þrífa sand og möl af götum borgarinnar.“

Svifryksmengun sex sinnum yfir heilsuverndarmörk á árinu

Þá segir Guðmundur Hörður að verði ekki gerð bragarbót á þessum vinnubrögðum hjá Reykjavíkurborg sé tilefni til þess fyrir þá sem verst verða fyrir barðinu á áhrifum svifryksmengunar að leita réttar síns. Hann bendir meðal annars á að í meistararitgerð Þóru Jónsdóttur um mannréttindasáttmála Evrópu og réttinn til heilnæms umhverfis sé vissulega bent á að almenningur þurfi að sætta sig við einhver óþægindi sem fylgi því að búa í stórborgum. „En ef mengun hefur verið viðvarandi og oftsinnis farið fram úr leyfilegum hámarksviðmiðum, þá er nægum alvarleika náð til að mál verði tekið til skoðunar vegna mögulegs brots á réttindum af 8. gr.“.

Guðmundur Hörður vill meina að þetta geti vel átt við í tilfelli borgarinnar. „Nú liggur fyrir að svifryk í Reykajvík hefur farið sex sinnum yfir heilsuverndarmörk á árinu, sautján sinnum í fyrra og áætlað er að rekja megi áttatíu ótímabær dauðsföll á ári til loftmengunar vegna svifryks.“

Láti reyna á tjón fyrir dómstólum

Ragnar Aðalsteinsson mannréttindalögfræðingur tekur undir með Guðmundi Herði, að vissum skilyrðum uppfylltum.

„Ef svifryksmengun, sem hægt er að færa sönnur á að hafi valdið fólki tjóni, verður að einhverju leyti rakin til gáleysis eða athafnaleysis sveitarfélagsins þá getur það valdið bótaskyldu. Til þess þarf hins vegar að færa sönnur á að hægt sé að hefta svifryk með einhverjum aðgerðum. Ég held að það sé nokkuð augljóst að hægt sé að draga verulega úr svifryksmengun með tiltölulega einföldum aðgerðum. Ef sveitarfélagið hefst ekki handa við slíkt og lætur þetta afskiptalaust getur það sannarlega skapað bótaskyldu gagnvart þeim sem verða fyrir tjóni. Það er augljóst orsakasamband þar á milli og borgin á að geta séð það fyrir.“

Telji einhver sig hafa orðið fyrir tjóni af völdum svifryksmengunar segir Ragnar að eðlilegt sé að viðkomandi afli sér gagna, læknisvottorða og læknisfræðilegs mats. Sé hægt að sýna fram á slíkt gæti viðkomandi látið reyna á það fyrir dómstólum hvort hann ætti rétt á bótum af þeim völdum.

Skerðir lífsgæði fólks

Varðandi þá sem búa við skert lífsgæði vegna svifryksmengunar, til að mynda þá sem þjást af astma eða öðrum öndunarfæra sjúkdómum og þurfa mögulega að halda sig heima við þegar mengun er sem mest, segir Ragnar að vissulega sé hægt að færa rök fyrir því að það fólk hafi orðið fyrir miska í einhverjum tilvikum. „Það snýr að því hvað afleiðingarnar eru miklar fyrir fólk, hvort það þurfi til að mynda að sleppa því að mæta í skóla eða til vinnu af þessum sökum. Við erum eiginlega alltaf að miða við fjárhagstjón í slíkum bótamálum en svo er líka til eitthvað sem heitir miskatjón, það er að segja tap á lífsgæðum. Það yrði líklega erfiðara að fara með slíkt mál fyrir dómstóla og til að láta reyna á svona mál væri heppilegra að einhver sem gæti sýnt fram á heilsutjón af völdum þessarar mengunar myndi höfða slíkt mál.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár