Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hugsanlega mannréttindabrot að bregðast ekki við svifryksmengun

Dreif­ing sands til hálku­varna skýr­ir hluta af svifryks­meng­un. Ragn­ar Að­al­steins­son mann­rétt­inda­lög­fræð­ing­ur seg­ir mögu­legt að borg­in hafi bak­að sér bóta­skyldu.

Hugsanlega mannréttindabrot að bregðast ekki við svifryksmengun
Sandburður orsakar svifryk Sandurður vegna hálkuvarna á götum Reykjavíkurborgar er stór orsakaþáttur svifryksmengunnar. Borgin gæti brugðist við með rykbindingu og þirfum á götum en dregur að lappirnar í þeim efnum að mati umhverfisfræðings. Afleiðingin er sú að borgin gæti bakað sér skaðabótaskyldu. Mynd: Pressphotos.biz

Reykjavíkurborg brýtur hugsanlega mannréttindi á íbúum sínum með því að bregðast ekki við svifryksmengun í borginni. Þetta segir Ragnar Aðalsteinsson, einn virtasti mannréttindalögfræðingur Íslands, í samtali við Stundina. Ekki sé útilokað að borgin gæti verði bótaskyld sökum þessa.

Guðmundur Hörður Guðmundsson, umhverfisfræðingur og fyrrverandi formaður Landverndar, skrifaði í gær pistil á vef Stundarinnar þar sem hann velti upp þeirri spurningu hvort borgin væri hugsanlega, með aðgerðarleysi sínu þegar kemur að því að hefta svifryk, að brjóta mannréttindi á borgurunum.

Í pistlinum bendir Guðmundur Hörður á að stór ástæða þess að vandinn skapist sé sandburður borgarinnar á götur til hálkuvarna.

Grípa þarf til mótvægisaðgerða

Guðmundur Hörður GuðmundssonUmhverfisfræðingur gagnrýnir Reykjavíkurborg harðlega fyrir að bregðast ekki við svifryksmengun.

„Borgin dreifir gríðar miklu magni af sandi og möl á götur og gangstíga borgarinnar. Á þeim dögum sem hálka myndast má ætla af fréttum að 70 tonn af sandi fari á húsagötur borgarinnar.  Þannig að á heilum vetri er líklega um einhver hundruð tonna að ræða,“ skrifar Guðmundur Hörður.

Hann bendir í framhaldinu á að fjölmargir hafi í gegnum tíðina vakið athygli á hversu stór uppspretta svifryks þessi sandburður sé, þar á meðal séu Félag íslenskra bifreiðaeigenda, Evrópusambandið, EuroRAP á Íslandi og sérfræðingar í umhverfisfræðum sem hafi lýst því á þingi Félags umhverfisfræðinga fyrir áratug síðan.  

Guðmundur Hörður skýrir síðan frá því að á umræddi þingi umhverfisfræðinga hafi ástæða þess að sandburður hefði þau áhrif að svifryk ykist verið útskýrður með því að um væri að ræða svokölluð „sandpappírsáhrif“, það er að segja að núningur milli bíldekkja og sands á götunum sliti malbikinu og þá brotnaði sandurinn sömuleiðis í örsmátt og myndaði þannig svifryk. Til þess að bregðast við þessu þyrfti að grípa til mótvægisaðgerða, þar á meðal rykbindingar og hreinsunar.

„Samt sem áður virðast borgaryfirvöld helst ekki grípa til slíkra ráðstafana fyrr en seint á vorin. Til marks um það eru fréttir frá því í lok apríl 2016 þegar borgin féll frá ákvörðun um að spara í þvotti á götum Reykjavíkur vegna þess að sandurinn hafði valdið óþrifnaði, svifryki og slysum hjá hjólreiðafólki. Árið þar á undan var svo mikill sandur á götum að Reykjavíkurborg sá ástæðu til að fjalla sérstaklega um það á heimasíðu sinni. En þrátt fyrir þetta og almenna vitneskju um áhrif hálkuvarna á loftgæði þá virðist borgin enn ekki fást til að þrífa sand og möl af götum borgarinnar.“

Svifryksmengun sex sinnum yfir heilsuverndarmörk á árinu

Þá segir Guðmundur Hörður að verði ekki gerð bragarbót á þessum vinnubrögðum hjá Reykjavíkurborg sé tilefni til þess fyrir þá sem verst verða fyrir barðinu á áhrifum svifryksmengunar að leita réttar síns. Hann bendir meðal annars á að í meistararitgerð Þóru Jónsdóttur um mannréttindasáttmála Evrópu og réttinn til heilnæms umhverfis sé vissulega bent á að almenningur þurfi að sætta sig við einhver óþægindi sem fylgi því að búa í stórborgum. „En ef mengun hefur verið viðvarandi og oftsinnis farið fram úr leyfilegum hámarksviðmiðum, þá er nægum alvarleika náð til að mál verði tekið til skoðunar vegna mögulegs brots á réttindum af 8. gr.“.

Guðmundur Hörður vill meina að þetta geti vel átt við í tilfelli borgarinnar. „Nú liggur fyrir að svifryk í Reykajvík hefur farið sex sinnum yfir heilsuverndarmörk á árinu, sautján sinnum í fyrra og áætlað er að rekja megi áttatíu ótímabær dauðsföll á ári til loftmengunar vegna svifryks.“

Láti reyna á tjón fyrir dómstólum

Ragnar Aðalsteinsson mannréttindalögfræðingur tekur undir með Guðmundi Herði, að vissum skilyrðum uppfylltum.

„Ef svifryksmengun, sem hægt er að færa sönnur á að hafi valdið fólki tjóni, verður að einhverju leyti rakin til gáleysis eða athafnaleysis sveitarfélagsins þá getur það valdið bótaskyldu. Til þess þarf hins vegar að færa sönnur á að hægt sé að hefta svifryk með einhverjum aðgerðum. Ég held að það sé nokkuð augljóst að hægt sé að draga verulega úr svifryksmengun með tiltölulega einföldum aðgerðum. Ef sveitarfélagið hefst ekki handa við slíkt og lætur þetta afskiptalaust getur það sannarlega skapað bótaskyldu gagnvart þeim sem verða fyrir tjóni. Það er augljóst orsakasamband þar á milli og borgin á að geta séð það fyrir.“

Telji einhver sig hafa orðið fyrir tjóni af völdum svifryksmengunar segir Ragnar að eðlilegt sé að viðkomandi afli sér gagna, læknisvottorða og læknisfræðilegs mats. Sé hægt að sýna fram á slíkt gæti viðkomandi látið reyna á það fyrir dómstólum hvort hann ætti rétt á bótum af þeim völdum.

Skerðir lífsgæði fólks

Varðandi þá sem búa við skert lífsgæði vegna svifryksmengunar, til að mynda þá sem þjást af astma eða öðrum öndunarfæra sjúkdómum og þurfa mögulega að halda sig heima við þegar mengun er sem mest, segir Ragnar að vissulega sé hægt að færa rök fyrir því að það fólk hafi orðið fyrir miska í einhverjum tilvikum. „Það snýr að því hvað afleiðingarnar eru miklar fyrir fólk, hvort það þurfi til að mynda að sleppa því að mæta í skóla eða til vinnu af þessum sökum. Við erum eiginlega alltaf að miða við fjárhagstjón í slíkum bótamálum en svo er líka til eitthvað sem heitir miskatjón, það er að segja tap á lífsgæðum. Það yrði líklega erfiðara að fara með slíkt mál fyrir dómstóla og til að láta reyna á svona mál væri heppilegra að einhver sem gæti sýnt fram á heilsutjón af völdum þessarar mengunar myndi höfða slíkt mál.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
4
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár