Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Staðfest að Stundin og Reykjavík Media þurfa ekki að afhenda Glitni gögn

Lands­rétt­ur stað­fest­ir ákvörð­un Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur.

Staðfest að Stundin og Reykjavík Media þurfa ekki að afhenda Glitni gögn
Kröfum Glitnis hafnað Stundin og Reykjavik Media þurfa ekki að afhenda Glitni HoldCo gögn. Mynd: Heiða Helgadóttir

Landsréttur hefur staðfest ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Glitnis HoldCo gegn Útgáfufélaginu Stundinni og Reykjavik Media um að fjölmiðlunum beri ekki skylda til að afhenda gögn sem fjölmiðlarnir hafa undir höndum, hvorki gögn um viðskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, skyldmenna hans og fleiri viðskiptavina Glitnis né önnur gögn sem Glitnir telur eiga uppruna sinn í bankanum. 

Glitnir HoldCo, sem er eignarhaldsfélag sem heldur utan um eignir úr þrotabúi Glitnis, kærði ákvörðun Héraðsdóms um að vísa frá kröfu um að Stundin og Reykjavík Media afhentu gögn sem Glitnir taldi fjölmiðlana hafa undir höndum til Landsréttar.

Glitnir HoldCo gerði kröfu fyrir héraðsdómi um að fjölmiðlarnir afhentu öll skjöl, á rafrænu formi eða öðru, sem væru úr fórum Glitnis. Til vara var gerð krafa um að afhent yrðu 1.013 skjöl, sem tilgreind voru með skráarheitum fyrir héraðsdómi. Fyrir Landsrétti krafðist Glitnir HoldCo þess að ákvörðun héraðsdóms yrði felld úr gildi og kröfurnar teknar til meðferðar.

Vísað var til laga um einkamál í þessum efnum. Í þeim kemur hins vegar skýrt fram að kröfur um afhendingu gagna með þessum hætti verði að vera þannig úr garði gerðar að alveg skýrt sé hvað beri að afhenda.

Í úrskurði Landsréttar kemur fram að slíku hafi ekki verið til að dreifa varðandi kröfu Glitnis HoldCo, þar sem farið var fram á að fjölmiðlunum yrði gert að afhenda öll skjöl sem ættuð væru innan úr Glitni. Hvað varðar varakröfu Glitnis HoldCo, þar sem tiltekin eru 1.013 skjöl með skráarnöfnum, er um að ræða gögn sem sakamálarannsókn héraðssaksóknara hefur beinst að.

Á meðal skráarheitanna sem upp eru talin í kröfunni er skjal sem ber heitið „1engeyingar.pdf“, fjöldi skjala er varða sérstaklega viðskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og einnig skjöl um fjármál dómara. Samkvæmt bréfi héraðssaksóknara, sem lagt var fyrir Landsrétt í málinu, er um að ræða rannsókn á minnislykli sem innihélt „gögn sem talið er að hafi verið miðlað með ólögmætum hætti m.a. til fjölmiðla“.

Í úrskurði Landsdóms kemur hins vegar fram að ekkert liggi fyrir um að þau 1.013 gögn sem Glitnir HoldCo fer fram á að Stundin og Reykjavik Media afhendi séu sömu gögn og fjömiðlarnir hafa undir höndum og hafa unnið fréttir úr.

Því féllst Landsréttur ekki á kröfur Glitnis HoldCo og staðfesti ákvæði héraðsdóms um að vísa frá kröfum um að fjölmiðlunum beri að afhenda gögn.

Fyrirvari: Fjölmiðillinn Stundin er aðili dómsmálsins sem hér er fjallað um og hefur hagsmuna að gæta.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár