Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Staðfest að Stundin og Reykjavík Media þurfa ekki að afhenda Glitni gögn

Lands­rétt­ur stað­fest­ir ákvörð­un Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur.

Staðfest að Stundin og Reykjavík Media þurfa ekki að afhenda Glitni gögn
Kröfum Glitnis hafnað Stundin og Reykjavik Media þurfa ekki að afhenda Glitni HoldCo gögn. Mynd: Heiða Helgadóttir

Landsréttur hefur staðfest ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Glitnis HoldCo gegn Útgáfufélaginu Stundinni og Reykjavik Media um að fjölmiðlunum beri ekki skylda til að afhenda gögn sem fjölmiðlarnir hafa undir höndum, hvorki gögn um viðskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, skyldmenna hans og fleiri viðskiptavina Glitnis né önnur gögn sem Glitnir telur eiga uppruna sinn í bankanum. 

Glitnir HoldCo, sem er eignarhaldsfélag sem heldur utan um eignir úr þrotabúi Glitnis, kærði ákvörðun Héraðsdóms um að vísa frá kröfu um að Stundin og Reykjavík Media afhentu gögn sem Glitnir taldi fjölmiðlana hafa undir höndum til Landsréttar.

Glitnir HoldCo gerði kröfu fyrir héraðsdómi um að fjölmiðlarnir afhentu öll skjöl, á rafrænu formi eða öðru, sem væru úr fórum Glitnis. Til vara var gerð krafa um að afhent yrðu 1.013 skjöl, sem tilgreind voru með skráarheitum fyrir héraðsdómi. Fyrir Landsrétti krafðist Glitnir HoldCo þess að ákvörðun héraðsdóms yrði felld úr gildi og kröfurnar teknar til meðferðar.

Vísað var til laga um einkamál í þessum efnum. Í þeim kemur hins vegar skýrt fram að kröfur um afhendingu gagna með þessum hætti verði að vera þannig úr garði gerðar að alveg skýrt sé hvað beri að afhenda.

Í úrskurði Landsréttar kemur fram að slíku hafi ekki verið til að dreifa varðandi kröfu Glitnis HoldCo, þar sem farið var fram á að fjölmiðlunum yrði gert að afhenda öll skjöl sem ættuð væru innan úr Glitni. Hvað varðar varakröfu Glitnis HoldCo, þar sem tiltekin eru 1.013 skjöl með skráarnöfnum, er um að ræða gögn sem sakamálarannsókn héraðssaksóknara hefur beinst að.

Á meðal skráarheitanna sem upp eru talin í kröfunni er skjal sem ber heitið „1engeyingar.pdf“, fjöldi skjala er varða sérstaklega viðskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og einnig skjöl um fjármál dómara. Samkvæmt bréfi héraðssaksóknara, sem lagt var fyrir Landsrétt í málinu, er um að ræða rannsókn á minnislykli sem innihélt „gögn sem talið er að hafi verið miðlað með ólögmætum hætti m.a. til fjölmiðla“.

Í úrskurði Landsdóms kemur hins vegar fram að ekkert liggi fyrir um að þau 1.013 gögn sem Glitnir HoldCo fer fram á að Stundin og Reykjavik Media afhendi séu sömu gögn og fjömiðlarnir hafa undir höndum og hafa unnið fréttir úr.

Því féllst Landsréttur ekki á kröfur Glitnis HoldCo og staðfesti ákvæði héraðsdóms um að vísa frá kröfum um að fjölmiðlunum beri að afhenda gögn.

Fyrirvari: Fjölmiðillinn Stundin er aðili dómsmálsins sem hér er fjallað um og hefur hagsmuna að gæta.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Stendur með því sem hjartað segir að sé rétt
4
Viðtal

Stend­ur með því sem hjart­að seg­ir að sé rétt

Ás­dís María Við­ars­dótt­ir hef­ur sleg­ið í gegn í þýsku­mæl­andi lönd­um. Með­al ann­ars átt lag í fyrsta sæti vin­sældal­ista út­varps­stöðva í Þýskalandi og ver­ið til­nefnd þar fyr­ir besta popp­lag árs­ins. Hér heima vakti hún um­ræðu í fyrra þeg­ar hún dró sig frá lagi sínu í Eurovisi­on vegna hern­að­ar­ins á Gaza. Ás­dís María ræð­ir allt þetta í við­tali – og meira til!

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár