Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Staðfest að Stundin og Reykjavík Media þurfa ekki að afhenda Glitni gögn

Lands­rétt­ur stað­fest­ir ákvörð­un Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur.

Staðfest að Stundin og Reykjavík Media þurfa ekki að afhenda Glitni gögn
Kröfum Glitnis hafnað Stundin og Reykjavik Media þurfa ekki að afhenda Glitni HoldCo gögn. Mynd: Heiða Helgadóttir

Landsréttur hefur staðfest ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Glitnis HoldCo gegn Útgáfufélaginu Stundinni og Reykjavik Media um að fjölmiðlunum beri ekki skylda til að afhenda gögn sem fjölmiðlarnir hafa undir höndum, hvorki gögn um viðskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, skyldmenna hans og fleiri viðskiptavina Glitnis né önnur gögn sem Glitnir telur eiga uppruna sinn í bankanum. 

Glitnir HoldCo, sem er eignarhaldsfélag sem heldur utan um eignir úr þrotabúi Glitnis, kærði ákvörðun Héraðsdóms um að vísa frá kröfu um að Stundin og Reykjavík Media afhentu gögn sem Glitnir taldi fjölmiðlana hafa undir höndum til Landsréttar.

Glitnir HoldCo gerði kröfu fyrir héraðsdómi um að fjölmiðlarnir afhentu öll skjöl, á rafrænu formi eða öðru, sem væru úr fórum Glitnis. Til vara var gerð krafa um að afhent yrðu 1.013 skjöl, sem tilgreind voru með skráarheitum fyrir héraðsdómi. Fyrir Landsrétti krafðist Glitnir HoldCo þess að ákvörðun héraðsdóms yrði felld úr gildi og kröfurnar teknar til meðferðar.

Vísað var til laga um einkamál í þessum efnum. Í þeim kemur hins vegar skýrt fram að kröfur um afhendingu gagna með þessum hætti verði að vera þannig úr garði gerðar að alveg skýrt sé hvað beri að afhenda.

Í úrskurði Landsréttar kemur fram að slíku hafi ekki verið til að dreifa varðandi kröfu Glitnis HoldCo, þar sem farið var fram á að fjölmiðlunum yrði gert að afhenda öll skjöl sem ættuð væru innan úr Glitni. Hvað varðar varakröfu Glitnis HoldCo, þar sem tiltekin eru 1.013 skjöl með skráarnöfnum, er um að ræða gögn sem sakamálarannsókn héraðssaksóknara hefur beinst að.

Á meðal skráarheitanna sem upp eru talin í kröfunni er skjal sem ber heitið „1engeyingar.pdf“, fjöldi skjala er varða sérstaklega viðskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og einnig skjöl um fjármál dómara. Samkvæmt bréfi héraðssaksóknara, sem lagt var fyrir Landsrétt í málinu, er um að ræða rannsókn á minnislykli sem innihélt „gögn sem talið er að hafi verið miðlað með ólögmætum hætti m.a. til fjölmiðla“.

Í úrskurði Landsdóms kemur hins vegar fram að ekkert liggi fyrir um að þau 1.013 gögn sem Glitnir HoldCo fer fram á að Stundin og Reykjavik Media afhendi séu sömu gögn og fjömiðlarnir hafa undir höndum og hafa unnið fréttir úr.

Því féllst Landsréttur ekki á kröfur Glitnis HoldCo og staðfesti ákvæði héraðsdóms um að vísa frá kröfum um að fjölmiðlunum beri að afhenda gögn.

Fyrirvari: Fjölmiðillinn Stundin er aðili dómsmálsins sem hér er fjallað um og hefur hagsmuna að gæta.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu