Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Staðfest að Stundin og Reykjavík Media þurfa ekki að afhenda Glitni gögn

Lands­rétt­ur stað­fest­ir ákvörð­un Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur.

Staðfest að Stundin og Reykjavík Media þurfa ekki að afhenda Glitni gögn
Kröfum Glitnis hafnað Stundin og Reykjavik Media þurfa ekki að afhenda Glitni HoldCo gögn. Mynd: Heiða Helgadóttir

Landsréttur hefur staðfest ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Glitnis HoldCo gegn Útgáfufélaginu Stundinni og Reykjavik Media um að fjölmiðlunum beri ekki skylda til að afhenda gögn sem fjölmiðlarnir hafa undir höndum, hvorki gögn um viðskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, skyldmenna hans og fleiri viðskiptavina Glitnis né önnur gögn sem Glitnir telur eiga uppruna sinn í bankanum. 

Glitnir HoldCo, sem er eignarhaldsfélag sem heldur utan um eignir úr þrotabúi Glitnis, kærði ákvörðun Héraðsdóms um að vísa frá kröfu um að Stundin og Reykjavík Media afhentu gögn sem Glitnir taldi fjölmiðlana hafa undir höndum til Landsréttar.

Glitnir HoldCo gerði kröfu fyrir héraðsdómi um að fjölmiðlarnir afhentu öll skjöl, á rafrænu formi eða öðru, sem væru úr fórum Glitnis. Til vara var gerð krafa um að afhent yrðu 1.013 skjöl, sem tilgreind voru með skráarheitum fyrir héraðsdómi. Fyrir Landsrétti krafðist Glitnir HoldCo þess að ákvörðun héraðsdóms yrði felld úr gildi og kröfurnar teknar til meðferðar.

Vísað var til laga um einkamál í þessum efnum. Í þeim kemur hins vegar skýrt fram að kröfur um afhendingu gagna með þessum hætti verði að vera þannig úr garði gerðar að alveg skýrt sé hvað beri að afhenda.

Í úrskurði Landsréttar kemur fram að slíku hafi ekki verið til að dreifa varðandi kröfu Glitnis HoldCo, þar sem farið var fram á að fjölmiðlunum yrði gert að afhenda öll skjöl sem ættuð væru innan úr Glitni. Hvað varðar varakröfu Glitnis HoldCo, þar sem tiltekin eru 1.013 skjöl með skráarnöfnum, er um að ræða gögn sem sakamálarannsókn héraðssaksóknara hefur beinst að.

Á meðal skráarheitanna sem upp eru talin í kröfunni er skjal sem ber heitið „1engeyingar.pdf“, fjöldi skjala er varða sérstaklega viðskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og einnig skjöl um fjármál dómara. Samkvæmt bréfi héraðssaksóknara, sem lagt var fyrir Landsrétt í málinu, er um að ræða rannsókn á minnislykli sem innihélt „gögn sem talið er að hafi verið miðlað með ólögmætum hætti m.a. til fjölmiðla“.

Í úrskurði Landsdóms kemur hins vegar fram að ekkert liggi fyrir um að þau 1.013 gögn sem Glitnir HoldCo fer fram á að Stundin og Reykjavik Media afhendi séu sömu gögn og fjömiðlarnir hafa undir höndum og hafa unnið fréttir úr.

Því féllst Landsréttur ekki á kröfur Glitnis HoldCo og staðfesti ákvæði héraðsdóms um að vísa frá kröfum um að fjölmiðlunum beri að afhenda gögn.

Fyrirvari: Fjölmiðillinn Stundin er aðili dómsmálsins sem hér er fjallað um og hefur hagsmuna að gæta.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár