Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Guðni sendir Pútín skilaboð í heillaóskum

For­seti Ís­lands lét loks verða af því að óska Vla­dimir Pútín til ham­ingju með kjör hans í rúss­nesku for­seta­kosn­ing­un­um.

Guðni sendir Pútín skilaboð í heillaóskum
Guðni Th. Jóhannesson Sendi síðbúnar heillaóskir á Vladimir Pútin. Mynd: RÚV

Guðni Th. Jóhannesson forseti hefur sent Vladimir Pútín Rússlandsforseta síðbúnar „heillaóskir“ vegna kjörs hans til forseta í fjórða kjörtímabili hans. 

Vestrænir leiðtogar hafa forðast að sýna Pútín stuðning, vegna meintrar efnavopnaárásar Rússa á fyrrverandi njósnara og dóttur hans í Salisbury í Bretlandi. Þannig kaus Emmanúel Macron, forseti Frakklands, að óska honum ekki til hamingju með sigurinn í samtali þeirra eftir kjörið. Vestrænir leiðtogar hafa lagt áherslu á að „óska velfarnaðar“ (e. wishing success), fremur en að óska honum til hamingju (e. congratulate). 

Fyrrverandi forseti með PútínÓlafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, lagði áherslu á góð samskipti við Pútín.

Guðni hefur bæst í hóp þeirra sem sent hafa Pútín heillaóskir þrátt fyrir gagnrýni á hernað Rússa, meinta njósnastarfsemi og skort á lýðræði. Að mati Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu áttu kosningarnar sér stað í „ofstýrðu lagalegu og stjórnmálalegu umhverfi, mótuðu af þrýstingi á gagnrýnisraddir“ en sögðu þó að kosningarnar hafa farið vel fram. Stjórnarandstæðingurinn Gary Kasparov sagði kosningarnar hins vegar „skrípaleik“.

Engu að síður notaði forsetinn tækifærið til að senda Pútín skilaboð:

„Miklu skiptir að þjóðarleiðtogar leiti ætíð friðsamlegra lausna þar sem ófriður ríkir og styðji hvarvetna öryggi, hagsæld og einstaklingsfrelsi,“ segir í bréfi Guðna til Pútíns, þremur dögum eftir að kosningarnar fóru fram.

Gagnrýni á heillaóskir til Pútíns

Bæði Donald Trump Bandaríkjaforseti og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdaráðs Evrópusambandsins, hafa verið gagnrýndir harðlega fyrir að senda Pútín hamingjuóskir. John McCain, þingmaður Repúblikana í Bandaríkjunum, sagði heillaóskir Trumps „móðgun við alla rússneska borgara sem var synjað um réttinn til að kjósa í frjálsum og sanngjörnum kosningum“. „Bandarískur forseti leiðir ekki hinn frjálsa heim með því að óska einræðisherrum til hamingju með sigur í fölskum kosningum,“ sagði McCain.

Pútín var kjörinn með 77 prósent atkvæða. Kjörið þýðir að Pútín verður forseti í sex ár til viðbótar, hið minnsta.  

Guðni sendi Trump skýr skilaboð

Guðni hefur áður nýtt heillaóskir sínar til að koma á framfæri skilaboðum til umdeildra þjóðarleiðtoga. Þannig sendi hann Donald Trump þau skilaboð eftir kjör hans til forseta 9. nóvember 2016 um að Íslendingar og Bandaríkjamenn styðji tjáningarfrelsi, jafnrétti kynjanna og réttindi óháð litarhafti. 

„Enda þótt Bandaríkin væru eitt stærsta lýðræðisríki veraldar en Ísland eitt hið minnsta deildu þjóðirnar mörgum mikilvægum gildum; við styðjum einhuga frelsi til hugsana og tjáningar, jafnrétti kynjanna og höfum í hávegum jafnan rétt allra þegna óháð litarhafti eða trú,“ sagði í heillaóskunum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár