Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sjúklingar á leið til læknis fá aðeins þriðjung af því sem þingmenn fá í akstursstyrk

Sjúk­ling­ar fá rúm­lega 31 krónu á hvern ek­inn kíló­metra til þess að sækja lækn­is­þjón­ustu fjarri heima­byggð. Þing­menn fá hins veg­ar 110 krón­ur á hvern kíló­metra til þess að sækja vinnu og heim­sækja kjós­end­ur.

Sjúklingar á leið til læknis fá aðeins þriðjung af því sem þingmenn fá í akstursstyrk

Akstursstyrkir sjúklinga og foreldra langveikra barna, sem þurfa að sækja læknisþjónustu fjarri heimabyggð, nema einungis 28,5 prósent af þeirri upphæð sem þingmenn, og aðrir ríkisstarfsmenn, fá í akstursstyrki vegna starfa sinna. Samkvæmt upplýsingum hjá Sjúkratryggingum Íslands nemur kílómetragjald vegna ferða til þess að sækja læknisaðstoð alls 31,34 krónum. Ríkisstarfsmenn og þar með þingmenn fá hins vegar 110 krónur fyrir hvern ekinn kílómetra fyrstu 10 þúsund kílómetrana, en frá 10 til 20 þúsund kílómetrum 99 krónur á kílómetra og allt um fram það 88 krónur á hvern ekinn kílómetra.

Erna Helgadóttir er móðir langveiks drengs. Fjölskyldan býr á Seyðisfirði en þarf alloft að sækja læknisaðstoð í Reykjavík. Ef Erna myndi kjósa að keyra með son sinn fram og til baka þá 713 kílómetra sem eru á milli Seyðisfjarðar og Reykjavíkur fengi hún rúmlega 44.690 krónur endurgreiddar vegna ferðakostnaðar. Færi þingmaður sömu vegalengd til þess að hitta kjósendur í kjördæminu fengi hann 156.860 krónur endurgreiddar í akstursstyrk.

Þar sem um rúmlega átta klukkustunda ferðalag er að ræða kýs Erna hins vegar að fljúga frá Egilsstöðum til Reykjavíkur og fær fargjaldið niðurgreitt að mestu leyti, en á vefsíðu Sjúkratrygginga Íslands segir að greiðsluhluti sjúklings skuli aldrei vera hærri en 1.500 krónur fyrir hverja ferð. Þá fær hún endurgreiddan ferðakostnað á milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða, sem eru 74 kílómetrar, tæplega 4.640 krónur. Þingmaður fengi 16.280 krónur fyrir sama ferðalag. Í tilvikum þar sem eigin bifreið er notuð endurgreiða Sjúkratryggingar Íslands tvo þriðju hluta kostnaðarins, miðað við 31,34 krónur á hvern ekinn kílómetra. Væri allur kostnaðurinn endurgreiddur væru því greiddar 47 krónur á hvern ekinn kílómetra, sem er enn töluvert lægra kílómetragjald en ríkisstarfsmenn fá. Þess má geta að kílómetragjald sjúklinga hækkar og lækkar í hlutfalli við akstursgjald ríkisstarfsmanna. 

„En það sem vex manni allra helst í augum er þegar maður kemur til Reykjavíkur,“ segir Erna í samtali við Stundina. „Maður skilur allt eftir heima hjá sér. Maður tekur ekki bílinn með, eða annan fararskjóta, þannig þá erum við svolítið á okkar vegum. Við þurfum bara að koma okkur á spítalann og gleypa þann kostnað. Eða hvort það sé hreinlega gert ráð fyrir að við löbbum.“ Erna hefur því þurft að greiða sjálf fyrir bílaleigubíl eða leigubíl til þess að komast frá flugvellinum og á sjúkrahúsið. Þá þarf hún einnig sjálf að útvega sér gistingu á höfuðborgarsvæðinu á meðan dvöl þeirra stendur. „Allur kostnaður leggst á okkur þegar við erum komin til Reykjavíkur,“ segir hún. 

Fær 77 þúsund í umönnunargreiðslur

Foreldrar langveikra barna eiga rétt á svokölluðum umönnunargreiðslum. Þegar umönnunarmat er gert er hvert barn metið í ákveðinn flokk umönnunargreiðslna, en um fimm flokka er að ræða. Umönnunarmat fer hins vegar eftir tegund sjúkdóms, en ekki er gert sjálfstætt mat á því hversu mikla umönnun hvert barn þarf. Barn með krabbamein, í umfangsmikilli meðferð og dvelur mikið á sjúkrahúsi, er þannig metið í fyrsta flokki, 100 prósent. Greiðslur í því tilviki nema þá tæplega 180 þúsund krónum á mánuði. Sonur Ernu er hins vegar með sjaldgæfan sjúkdóm, galla í ónæmiskerfi, og fær þrálátar sýkingar sem krefjast skurðaðgerða og mikillar umönnunar. „Ég er föst heima hjá mér, vinn að heiman, og er allan sólarhringinn í einhvers konar umönnun,“ segir Erna. „Hann fór í 18 aðgerðir í fyrra sem dæmi og við erum að fara í fjórðu aðgerðina á þessu ári.“

Sjúkdómurinn fellur hins vegar ekki að flokkunarkerfi Tryggingastofnunar og hefur Erna þurft að berjast fyrir því að fá einhverjar greiðslur. Nýlega var hún hins vegar hækkuð upp í annan flokk, 43 prósent og fær því rúmlega 77 þúsund krónur á mánuði. „Aftur á móti þurfti ég að minnka vinnuna mína niður í 75 prósent og þessar greiðslur nægja ekki upp í tapaðar tekjur,“ segir hún. 

Það munar því um hverja krónu í ferðakostnað og annan kostnað vegna ferðalaga sökum veikindanna. 

Leynd varðandi akstursstyrki þingmanna afnumin

Töluverð umræða skapaðist í samfélaginu eftir að í ljós kom að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk 4,6 milljóna króna aksturskostnað endurgreiddan frá Alþingi á síðasta ári eftir að hafa ekið tæplega 48 þúsund kílómetra um kjördæmi sitt. Ásmundur er í hópi átta þingmanna sem fengu meira en 15 þúsund kílómetra aksturskostnað endurgreiddan, en þrír af þessum átta óku meira en 30 þúsund kílómetra á eigin bifreið á síðasta ári og fengu meira en þrjár milljónir króna endurgreiddar. 

Leynd hefur verið yfir akstursgreiðslum þingmanna. Þegar Stundin fjallaði um málið á síðasta ári og óskaði eftir upplýsingum um endurgreiddan aksturskostnað þingmanna fengust þau svör frá skrifstofu Alþingis að ekki væru veittar upplýsingar um einstaka þingmenn. „Hins vegar hefur sú regla gilt – mjög lengi – að ekki eru veittar upplýsingar úr bókhaldinu um einstaklinga eða einstaka þingmenn – þannig að lesið verði í þær um þeirra einkahagi eða það hvernig þeir haga þingmannsstarfi sínu eða sambandi við kjósendur,“ sagði í svari frá skrifstofu Alþingis. 

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, spurðist síðan fyrir um málið á Alþingi í desember og fékk svar frá forseta Alþingis þann 8. febrúar síðastliðinn. Fékk hann sundurliðaðar upplýsingar um greiðslur til þeirra tíu þingmanna sem þegið hafa hæstu akstursstyrkina síðastliðin fimm ár, en ekki voru veittar upplýsingar um hvaða þingmenn ættu í hlut. Ásmundur viðurkenndi sjálfur að sennilega væri hann þarna efstur á lista. 

Í kjölfar umræðunnar ákvað forsætisnefnd Alþingis að opna sérstakan vef þar sem allar upplýsingar um greiðslur til þingmanna eru rekjanlegar, þar með talið akstursstyrkir. Þær upplýsingar ná hins vegar aðeins til 1. janúar 2018. Þess má geta að Ásmundur Friðriksson hefur þegar þegið tæplega 600 þúsund krónur í akstursstyrki það sem af er ári.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

María Rut Kristinsdóttir
2
Það sem ég hef lært

María Rut Kristinsdóttir

Of­beld­ið skil­grein­ir mig ekki

María Rut Krist­ins­dótt­ir var bú­in að sætta sig við það hlut­skipti að of­beld­ið sem hún varð fyr­ir sem barn myndi alltaf skil­greina hana. En ekki leng­ur. „Ég klæddi mig úr skömm­inni og úr þol­and­an­um. Fyrst fannst mér það skrýt­ið – eins og ég stæði nak­in í mann­mergð. Því ég vissi ekki al­veg al­menni­lega hver ég væri – án skamm­ar og ábyrgð­ar.“
Forvarnargjaldið gæti verið notað í önnur verkefni en í varnargarða
7
FréttirJarðhræringar við Grindavík

For­varn­ar­gjald­ið gæti ver­ið not­að í önn­ur verk­efni en í varn­ar­garða

Tekj­ur rík­is­sjóðs vegna nýs tíma­bund­ins skatts sem lagð­ur er á fast­eigna­eig­end­ur til að fjár­magna varn­ar­garða í Svartsengi geta nýst í önn­ur verk­efni. Í svari for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins seg­ir að út­gjöld rík­is­ins vegna „jarð­hrær­inga og mögu­legra elds­um­brota verða um­tals­vert meiri en sem nem­ur kostn­aði við varn­ar­garð­inn“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
1
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
2
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.
Guðbjörg færir eignarhluti í Ísfélaginu yfir á syni sína fjóra
3
Fréttir

Guð­björg fær­ir eign­ar­hluti í Ís­fé­lag­inu yf­ir á syni sína fjóra

Fjór­ir syn­ir Guð­bjarg­ar Matth­ías­dótt­ur í Ís­fé­lag­inu eru nú orðn­ir stærstu eig­end­ur út­gerð­ar­inn­ar. Með þessu fet­ar Guð­björg í fót­spor eig­enda Sam­herja en stofn­end­ur þess fé­lags færðu stærst­an hluta bréfa sinn yf­ir á börn­in sín fyr­ir nokkr­um ár­um. Fjöl­skylda Guð­bjarg­ar ætl­ar að selja bréf í Ís­fé­lag­inu fyr­ir 9,4 millj­arða við skrán­ingu fé­lags­ins á hluta­bréfa­mark­að.
Ummæli um þingkonu til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
4
Fréttir

Um­mæli um þing­konu til skoð­un­ar hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Í svari lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar um það hvort það sam­ræm­ist vinnu­regl­um lög­regl­unn­ar að gefa það upp við Nú­tím­ann í hvers­kon­ar ástandi Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir var í þeg­ar lög­regl­an hand­tók hana á skemmti­stað, seg­ir að það sé með öllu óheim­ilt að gefa slík­ar upp­lýs­ing­ar upp og það verði nú tek­ið til skoð­un­ar hjá lög­reglu hvort slík­ar upp­lýs­ing­ar hafi ver­ið gefn­ar.
Tortólasnúningur Hreiðars á Íslandi afhjúpaðist í Danmörku
5
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Tor­tóla­snún­ing­ur Hreið­ars á Ís­landi af­hjúp­að­ist í Dan­mörku

Sami mað­ur sá um fé­lag Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, sem af­hjúp­að­ist í Pana­maskjöl­un­um og fyr­ir Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu hans, og tvær aðr­ar kon­ur sem gift­ar eru fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­end­um bank­ans. Ný gögn sýna hvernig pen­ing­ar úr af­l­ands­fé­lög­um á Tor­tóla flæddu í gegn­um sjóðs­stýr­inga­fé­lag Ari­on banka og inn í ís­lenska ferða­þjón­ustu.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Allir fiskarnir sárugir eða dauðir hjá Arctic Fish: „Það hefur enginn séð svona áður“
2
VettvangurLaxeldi

All­ir fisk­arn­ir sárug­ir eða dauð­ir hjá Arctic Fish: „Það hef­ur eng­inn séð svona áð­ur“

Veiga Grét­ars­dótt­ir, kaj­akræð­ari og nátt­úru­vernd­arsinni, tók mynd­bönd af lús- og bakt­eríuétn­um löx­um í sjókví­um Arctic Fish í Tálkna­firði. Hún vissi ekki hvernig ástand­ið í kví­un­um væri þeg­ar hún byrj­aði að mynda við­brögð Arctic Fish við laxal­úsafar­aldri í firð­in­um nú í haust. Karl Stein­ar Ósk­ars­son, hjá MAST seg­ir sam­bæri­leg­ar að­stæð­ur aldrei hafa kom­ið upp í ís­lensku sjókvía­eldi.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Baneitrað samband á bæjarskrifstofunum
5
RannsóknÍsland í mútum

Ban­eitr­að sam­band á bæj­ar­skrif­stof­un­um

Ásak­an­ir um mút­ur, fjár­kúg­un og fjár­svik hafa ít­rek­að kom­ið upp í tengsl­um við bygg­ingu þriggja stærstu íþrótta­mann­virkja Kópa­vogs­bæj­ar. Verktaki sem fékk millj­arða verk hjá Kópa­vogs­bæ greiddi fyr­ir skemmti­ferð maka og emb­ætt­is­manna bæj­ar­ins, sem mælt höfðu með til­boði verk­tak­ans. Fjár­svikakæra gegn hon­um og starfs­manni bæj­ar­ins var felld nið­ur. „Það hefði átt að rann­saka þetta sem mút­ur,“ seg­ir bæj­ar­full­trúi og furð­ar sig á með­ferð bæj­ar­stjóra á mál­inu, sem var ekki eins­dæmi.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
10
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár