Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sjúklingar á leið til læknis fá aðeins þriðjung af því sem þingmenn fá í akstursstyrk

Sjúk­ling­ar fá rúm­lega 31 krónu á hvern ek­inn kíló­metra til þess að sækja lækn­is­þjón­ustu fjarri heima­byggð. Þing­menn fá hins veg­ar 110 krón­ur á hvern kíló­metra til þess að sækja vinnu og heim­sækja kjós­end­ur.

Sjúklingar á leið til læknis fá aðeins þriðjung af því sem þingmenn fá í akstursstyrk

Akstursstyrkir sjúklinga og foreldra langveikra barna, sem þurfa að sækja læknisþjónustu fjarri heimabyggð, nema einungis 28,5 prósent af þeirri upphæð sem þingmenn, og aðrir ríkisstarfsmenn, fá í akstursstyrki vegna starfa sinna. Samkvæmt upplýsingum hjá Sjúkratryggingum Íslands nemur kílómetragjald vegna ferða til þess að sækja læknisaðstoð alls 31,34 krónum. Ríkisstarfsmenn og þar með þingmenn fá hins vegar 110 krónur fyrir hvern ekinn kílómetra fyrstu 10 þúsund kílómetrana, en frá 10 til 20 þúsund kílómetrum 99 krónur á kílómetra og allt um fram það 88 krónur á hvern ekinn kílómetra.

Erna Helgadóttir er móðir langveiks drengs. Fjölskyldan býr á Seyðisfirði en þarf alloft að sækja læknisaðstoð í Reykjavík. Ef Erna myndi kjósa að keyra með son sinn fram og til baka þá 713 kílómetra sem eru á milli Seyðisfjarðar og Reykjavíkur fengi hún rúmlega 44.690 krónur endurgreiddar vegna ferðakostnaðar. Færi þingmaður sömu vegalengd til þess að hitta kjósendur í kjördæminu fengi hann 156.860 krónur endurgreiddar í akstursstyrk.

Þar sem um rúmlega átta klukkustunda ferðalag er að ræða kýs Erna hins vegar að fljúga frá Egilsstöðum til Reykjavíkur og fær fargjaldið niðurgreitt að mestu leyti, en á vefsíðu Sjúkratrygginga Íslands segir að greiðsluhluti sjúklings skuli aldrei vera hærri en 1.500 krónur fyrir hverja ferð. Þá fær hún endurgreiddan ferðakostnað á milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða, sem eru 74 kílómetrar, tæplega 4.640 krónur. Þingmaður fengi 16.280 krónur fyrir sama ferðalag. Í tilvikum þar sem eigin bifreið er notuð endurgreiða Sjúkratryggingar Íslands tvo þriðju hluta kostnaðarins, miðað við 31,34 krónur á hvern ekinn kílómetra. Væri allur kostnaðurinn endurgreiddur væru því greiddar 47 krónur á hvern ekinn kílómetra, sem er enn töluvert lægra kílómetragjald en ríkisstarfsmenn fá. Þess má geta að kílómetragjald sjúklinga hækkar og lækkar í hlutfalli við akstursgjald ríkisstarfsmanna. 

„En það sem vex manni allra helst í augum er þegar maður kemur til Reykjavíkur,“ segir Erna í samtali við Stundina. „Maður skilur allt eftir heima hjá sér. Maður tekur ekki bílinn með, eða annan fararskjóta, þannig þá erum við svolítið á okkar vegum. Við þurfum bara að koma okkur á spítalann og gleypa þann kostnað. Eða hvort það sé hreinlega gert ráð fyrir að við löbbum.“ Erna hefur því þurft að greiða sjálf fyrir bílaleigubíl eða leigubíl til þess að komast frá flugvellinum og á sjúkrahúsið. Þá þarf hún einnig sjálf að útvega sér gistingu á höfuðborgarsvæðinu á meðan dvöl þeirra stendur. „Allur kostnaður leggst á okkur þegar við erum komin til Reykjavíkur,“ segir hún. 

Fær 77 þúsund í umönnunargreiðslur

Foreldrar langveikra barna eiga rétt á svokölluðum umönnunargreiðslum. Þegar umönnunarmat er gert er hvert barn metið í ákveðinn flokk umönnunargreiðslna, en um fimm flokka er að ræða. Umönnunarmat fer hins vegar eftir tegund sjúkdóms, en ekki er gert sjálfstætt mat á því hversu mikla umönnun hvert barn þarf. Barn með krabbamein, í umfangsmikilli meðferð og dvelur mikið á sjúkrahúsi, er þannig metið í fyrsta flokki, 100 prósent. Greiðslur í því tilviki nema þá tæplega 180 þúsund krónum á mánuði. Sonur Ernu er hins vegar með sjaldgæfan sjúkdóm, galla í ónæmiskerfi, og fær þrálátar sýkingar sem krefjast skurðaðgerða og mikillar umönnunar. „Ég er föst heima hjá mér, vinn að heiman, og er allan sólarhringinn í einhvers konar umönnun,“ segir Erna. „Hann fór í 18 aðgerðir í fyrra sem dæmi og við erum að fara í fjórðu aðgerðina á þessu ári.“

Sjúkdómurinn fellur hins vegar ekki að flokkunarkerfi Tryggingastofnunar og hefur Erna þurft að berjast fyrir því að fá einhverjar greiðslur. Nýlega var hún hins vegar hækkuð upp í annan flokk, 43 prósent og fær því rúmlega 77 þúsund krónur á mánuði. „Aftur á móti þurfti ég að minnka vinnuna mína niður í 75 prósent og þessar greiðslur nægja ekki upp í tapaðar tekjur,“ segir hún. 

Það munar því um hverja krónu í ferðakostnað og annan kostnað vegna ferðalaga sökum veikindanna. 

Leynd varðandi akstursstyrki þingmanna afnumin

Töluverð umræða skapaðist í samfélaginu eftir að í ljós kom að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk 4,6 milljóna króna aksturskostnað endurgreiddan frá Alþingi á síðasta ári eftir að hafa ekið tæplega 48 þúsund kílómetra um kjördæmi sitt. Ásmundur er í hópi átta þingmanna sem fengu meira en 15 þúsund kílómetra aksturskostnað endurgreiddan, en þrír af þessum átta óku meira en 30 þúsund kílómetra á eigin bifreið á síðasta ári og fengu meira en þrjár milljónir króna endurgreiddar. 

Leynd hefur verið yfir akstursgreiðslum þingmanna. Þegar Stundin fjallaði um málið á síðasta ári og óskaði eftir upplýsingum um endurgreiddan aksturskostnað þingmanna fengust þau svör frá skrifstofu Alþingis að ekki væru veittar upplýsingar um einstaka þingmenn. „Hins vegar hefur sú regla gilt – mjög lengi – að ekki eru veittar upplýsingar úr bókhaldinu um einstaklinga eða einstaka þingmenn – þannig að lesið verði í þær um þeirra einkahagi eða það hvernig þeir haga þingmannsstarfi sínu eða sambandi við kjósendur,“ sagði í svari frá skrifstofu Alþingis. 

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, spurðist síðan fyrir um málið á Alþingi í desember og fékk svar frá forseta Alþingis þann 8. febrúar síðastliðinn. Fékk hann sundurliðaðar upplýsingar um greiðslur til þeirra tíu þingmanna sem þegið hafa hæstu akstursstyrkina síðastliðin fimm ár, en ekki voru veittar upplýsingar um hvaða þingmenn ættu í hlut. Ásmundur viðurkenndi sjálfur að sennilega væri hann þarna efstur á lista. 

Í kjölfar umræðunnar ákvað forsætisnefnd Alþingis að opna sérstakan vef þar sem allar upplýsingar um greiðslur til þingmanna eru rekjanlegar, þar með talið akstursstyrkir. Þær upplýsingar ná hins vegar aðeins til 1. janúar 2018. Þess má geta að Ásmundur Friðriksson hefur þegar þegið tæplega 600 þúsund krónur í akstursstyrki það sem af er ári.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
4
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
6
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
4
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
6
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár