Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Forstjóri Landspítalans hafnar hugmyndum þingmanns Sjálfstæðisflokksins: „Aldrei til umræðu“

Pál Matth­ías­son, for­stjóri Land­spít­ala, gagn­rýn­ir hug­mynd­ir sem Óli Björn Kára­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, setti fram fyrr í vik­unni. „Það sem Óli Björn virð­ist sjá sem tæki­færi í þess­um samn­ingi Land­spít­ala og Sjúkra­trygg­inga er að færa fé frá Land­spít­ala yf­ir til einka­að­ila.“

Forstjóri Landspítalans hafnar hugmyndum þingmanns Sjálfstæðisflokksins: „Aldrei til umræðu“
Hafnar einkavæðingu Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala Íslands, segir að aldrei hafi staðið til að lögbundin þjónusta spítalans yrði færð í hendur einkaaðila þegar gerður var samningur við Sjúkratryggingar Íslands. Hann hafnar hugmyndum Óla Bjarnar Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, þar um og því að spítalinn verði tekinn út af fjárlögum. Mynd: Kristinn Magnússon

Forstjóri Landspítalans, Páll Matthíasson, hafnar algjörlega öllum hugmyndum um að spítalinn verði tekinn út af reglulegum fjárlögum. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, flaggaði slíkum hugmyndum í blaðagrein í vikunni og vísaði til skýrslu Ríkisendurskoðunar um Sjúkratryggingar Íslands, þar sem meðal annars er fjallað um samninga við Landspítalann um framleiðslutengda fjármögnun. Páll segist í svari til Stundarinnar fullkomlega ósammála því. „Það sem nú hefur komið fram í grein Óla Bjarnar Kárasonar er að að minnsta kosti sumir þingmenn sjá í þessum samningi tækifæri til einkavæðingar með því að færa lögbundna þjónustu spítalans í hendur einkaaðila. Það stóð aldrei til og var aldrei til umræðu, eins og fram kemur í samningi um framleiðslutengda fjármögnun, eða ásetningur Landspítala enda er starfsemi sjúkrahússins bundin í lögum og verður ekki breytt nema þá með lagabreytingu.“

Óli Björn vill frekari einkarekstur

Í umræddri blaðagrein lýsti Óli Björn því að hann teldi rétt að Landspítalinn yrði tekinn út af reglulegum fjárlögum og fjármögnun klínískrar þjónustu hans yrði „framleiðslutengd“. Jafnframt lýsti Óli Björn því að nýta ætti einkarekstur í mun meira mæli í heilbrigðisþjónustunni.

Gerður var samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Landspítala um framleiðslutengda fjármögnun, fyrst árið 2016 og svo aftur árið 2017. Með fyrri samningnum átti að leiða í ljós þau áhrif sem breytt fjármögnunaraðferð myndi hafa. Breytt fjármögnun átti að auka gagnsæi þar sem þjónustan yrði kostnaðargreind. Seinni samningurinn, sem gildir út árið 2019, byggir á sömu forsendum og er markmið hans að tengja saman fjármögnun spítalans og umfang þjónustu til að tryggja árangursríka heilbrigðisþjónustu og hagkvæma nýtingu fjármuna. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að hafa beri í huga að samningurinn hafi ekki áhrif á umfang fjármögnunarinnar, heldur einungis form og fjármagn sé ákvarðað á fjárlögum hvers árs.

„Afstaða Óla Bjarnar er ekki síður einkennileg í ljósi þess að í umræddri skýrslu Ríkisendurskoðunar er sérstaklega ítrekað að samningar Sjúkratrygginga Íslands við einkaaðila hafi hvorki leitt til hagræðingar né annars ávinnings“ 

Stundin setti sig í samband við Pál Matthíasson vegna skrifa Óla Bjarnar. Í svörum Páls kemur fram að Landspítalinn hafi lengi bent á að aðlaga þurfi fjárveitingar til spítalans að þeirri eftirspurn sem sé eftir þjónustu hans, hvort sem um er að ræða klíníska þjónustu, vísindastörf eða menntun.  „Það sem aðrar þjóðir hafa gert er að nota þessar raunmælingar á framleiðslu til að ákvarða fjárframlög til einstakra sjúkrahúsa. Við höfum ítrekað kallað eftir því að hið sama væri gert hér hvað varðar Landspítala, að fjárframlög taki mið af eftirspurn. Eftirspurn eftir þjónustu hefur aukist geysilega síðustu ár, vegna mannfjölgunar og öldrunar þjóðarinnar en líka vegna aukinnar byrði langvinnra sjúkdóma og annarra þátta. Þetta hefur alls ekki endurspeglast í fjárlögum og það er auðvitað óásættanlegt fyrir sjúklinga og leiðir til þess að ekki er alltaf hægt að mæta eftirspurn.“  

„Nei, alls ekki“

Páll segist hins vegar alls ekki telja að taka beri Landspítala út af reglulegum fjárlögum, hvorki varðandi klíníska þáttinn né aðra þætti. „Nei, alls ekki. Það sem við þurfum að hafa í huga er að samkvæmt lögum ber ríkinu að sjá til þess að almenningur eigi rétt á bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni. Landspítali er opinber stofnun og starfsemi hans er skilgreind í lögum. Það er því eðlilegt að fjármögnun hans sé sömuleiðis ákvörðuð með lögum og það  kemur beinlínis fram í samningnum, að ákvörðun fjárframlaga til spítalans kemur fram á fjárlögum. Það er hins vegar bæði nauðsynlegt og æskilegt að geta stuðst við raunmælingar á framleiðslu þegar fjárframlög eru ákveðin. Það er hægt að gera með samningum, eða það sem einfaldara væri, að reikna fjárframlögin út frá slíkum raunmælingum þegar fjárlög eru smíðuð“. 

Samningar við einkaaðila hafi einkaaðila hafi „hvorki leitt til hagræðingar né annars ávinnings“ 

Páll segir jafnframt að Landspítalinn hafi undirritað umræddan samning við Sjúkratryggingar í þeirri trú að aðilar hafi verið sammála um að með honum gæfist tækifæri til að tengja betur saman fjárveitingar og framleiðslu, sjúklingum til hagsbóta. Hins vegar hafi aldrei staðið til að færa lögbundna þjónustu í hendur einkaaðila. „Það sem nú hefur komið fram í grein Óla Bjarnar er að að minnta kosti sumir þingmenn sjá í þessum samningi tækifæri til einkavæðingar með því að færa lögbundna þjónustu spítalans í hendur einkaaðila. Það stóð aldrei til og var aldrei til umræðu. Það sem Óli Björn virðist sjá sem tækifæri í þessum samningi Landspítala og Sjúkratrygginga er að færa fé frá Landspítala yfir til einkaaðila og að með því fáist fram einhver hagræðing sem er þvert á ráðleggingar Ríkisendurskoðunar. Afstaða Óla Bjarnar er ekki síður einkennileg í ljósi þess að í umræddri skýrslu ríkisendurskoðunar er sérstaklega ítrekað að samningar Sjúkratrygginga Íslands við einkaaðila hafi hvorki leitt til hagræðingar né annars ávinnings.“ 






 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Heilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“
FréttirHeilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“

78 sjúk­ling­ar liggja á göng­um Land­spít­al­ans því ekki er pláss fyr­ir þá ann­ars stað­ar og spít­al­inn hef­ur ver­ið á efsta við­bragðs­stigi í tæp­an mán­uð. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem hafa skipt yf­ir í tækni­geir­ann sakna þess stund­um að vinna á „á gólf­inu“ en á með­an álag­ið og streit­an í heil­brigðis­kerf­inu held­ur áfram að aukast er það ekki mögu­leiki.
Bandarískt fjárfestingarfélag eignast eina glasafrjóvgunarfyrirtæki Íslands
FréttirHeilbrigðismál

Banda­rískt fjár­fest­ing­ar­fé­lag eign­ast eina gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki Ís­lands

Sænskt fyr­ir­tæki sem á 64 pró­senta hlut í gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Li­vio hef­ur ver­ið selt. Kaup­and­inn er fyr­ir­tæk­ið GeneralLi­fe sem hef­ur keypt upp mörg gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki í Evr­ópu. End­an­leg­ur eig­andi er fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­un­um sem með­al ann­ars er í eigu vog­un­ar­sjóða.
Svandís leggur niður læknaráð: „Hún þarf ekki að óttast að vera skömmuð af læknaráði í framtíðinni“
FréttirHeilbrigðismál

Svandís legg­ur nið­ur lækna­ráð: „Hún þarf ekki að ótt­ast að vera skömm­uð af lækna­ráði í fram­tíð­inni“

Lækna­ráð og hjúkr­un­ar­ráð hafa ver­ið lögð nið­ur með lög­um. Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra hafði beð­ið lækna­ráð um stuðn­ing. Formað­ur lækna­ráðs seg­ir að­hald minnka með breyt­ing­unni og að for­stjóri Land­spít­al­ans verði „býsna ein­ráð­ur“.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár