Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fjölskylda Hauks segir getuleysi utanríkisþjónustunnar æpandi

Fjöl­skylda Hauks Hilm­ars­son­ar seg­ir að ís­lenska ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið hafi enga til­raun gert til að setja sig í beint sam­band við tyrk­nesk yf­ir­völd. Far­ið sé með leit að líki Hauks eins og um óskilamun sé að ræða.

Fjölskylda Hauks segir getuleysi utanríkisþjónustunnar æpandi
Gagnrýna aðgerðarleysi Aðstandendur Hauks Hilmarssonar, sem talið er að hafi fallið í Sýrlandi í febrúar, gagnrýna aðgerðarleysi íslenska utanríkisráðuneytisins varðandi upplýsingaöflun harðlega.

Utanríkisráðuneytið hefur enga tilraun gert til að setja sig í samband við ráðuneyti, lögreglu eða hernaðaryfirvöld í Tyrklandi vegna fregna af láti Hauks Hilmarssonar. Þess í stað hefur ráðuneytið sett sig í samband við sendiráð Íslands og ræðismenn um vítt og breitt og æskt þess að þau grennslist fyrir um afdrif Hauks. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá aðstandendum Hauks sem send var út nú fyrir skemmstu. „Getuleysið er æpandi og ekki að sjá að neinn beri ábyrgð á upplýsingaöflun um málið.“

Líkt og Stundin hefur greint frá er talið að Haukur Hilmarsson hafi fallið í skot- og sprengjuárás Tyrkja á sjálfstjórnarsvæði Kúrda í Sýrlandi í febrúar síðasliðnum. Fall Hauks var staðfest af fulltrúum Kúrda á fundi sem þeir áttu með aðstandendum í Glasgow í fyrri viku. Enn hafa aðstandendur hans þó ekki fengið í hendur dánarvottorð og óvíst er hvar lík Hauks er niður komið.

Aðstandendur Hauks hafa sjálfir grafið upp upplýsingar um málið með því að setja sig í samband við kúrdískar og grískar hreyfingar sem Haukur tengdist. Þeir telja hins vegar ekki æskilegt að þau standi í samskiptum við Tyrknesk yfirvöld og fóru fram á það við Borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins á fundi 8. mars síðastliðinn að ráðuneytið beitti sér í málinu, fái staðfestingu á að tyrknesk yfirvöld séu með lík Hauks og reyna að fá það sent heim til Íslands.

Það fékk mjög á fjölskyldu og vini Hauks, að sjá stjórnvöld fara með leitina að líki hans eins og um venjulegan óskilamun væri að ræða.

Farið með leitina að líki Hauks eins og um venjulegan óskilamun væri að ræða

Eva Hauksdóttir, móðir Hauks, hafi samband við Borgarþjónustuna fyrir hádegi í gær, 12. mars, og fékk þá upplýsingar um að búið væri að hafa samband við ræðismenn og sendiráð Íslands víðs vegar. Engin svör hafi fengist með þeim leiðum. Ekki hefðu hins vegar verið gerðar tilraunir til að ná beinu sambandi við Tyrknesk yfirvöld.

„Það fékk mjög á fjölskyldu og vini Hauks, að sjá stjórnvöld fara með leitina að líki hans eins og um venjulegan óskilamun væri að ræða, sérstaklega í ljósi þess að þá höfðu komið fram sögur sem gáfu vonarglætu um að Haukur kynni að vera á lífi. Þær upplýsingar reyndust rangar en það gátu starfsmenn Utanríkisráðuneytisins ekki vitað.“

Ráðherra hefur enn ekki fundað með aðstandendum

Eva HauksdóttirMóðir Hauks Hilmarssonar krafðist þess í gær að fá fund með utanríkisráðherra, án árangurs. Ráðherra mun þó funda með fjölskyldu Hauks í dag.

Eva móðir Hauks reyndi að ná tali af Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra rétt fyrir hádegi í gær en hann svaraði þá ekki síma. Um miðjan dag sendi hún því ráðherra tölvupóst þar sem hún krafðist þess að hann beitti sér í málinu og hefði samband við sig. Engin svör fengust hins vegar frá ráðherranum.

Síðdegis í gær fundaði fjölskylda Hauks síðan aftur með ráðuneytinu og lögreglu. Stjórnvöld höfðu þá haft fjóra daga til þess að spyrja Tyrki hvort þeir séu með líkið eða geti gefið aðrar upplýsingar um afdrif Hauks en ekki gert neina alvöru tilraun til þess.“ Á fundinum mun hafa komið fram að fyrirspurn utanríkisráðuneytsins um afdrif Hauks til sendiráðs Tyrklands í Osló hafi ekki fylgt neinar myndir eða lýsingar sem gagnast gætu til að bera kennsl á líkið. Þá væru ekki uppi áform um að hafa beint samband við Tyrknesk yfirvöld og ekki gæti ráðuneytið útvegað aðstandendum Hauks símanúmer eða netföng ráðamanna í Tyrklandi svo þau gætu haldið áfram að leita upplýsinga með þeim hætti.

Sem fyrr segir hefur utanríkisráðherra ekki enn séð ástæðu til að hitta aðstendendur Hauks, og neitaði raunar að mæta á fundinn sem haldinn var í gær. Hann mun hins vegar eiga fund með þeim klukkan þrjú í dag. „Markmið fundarins í dag er það að gera Utanríkisráðherra grein fyrir því að þegar ríki sem er í hernaðarsamstarfi við Ísland drepur íslenskan ríkisborgara, þá geti Utanríkisráðherra ekki hegðað sér eins og hernaðaryfirvöld þess ríkis hafi skotið flækingshund. Við krefjumst þess að Utanríkisráðherra sjái tafarlaust til þess að haft verði beint samband við yfirvöld í Tyrklandi og Nató og upplýsinga aflað um það hvort Haukur er lífs eða liðinn. Enn fremur að ef Tyrkir eru með líkamsleifar Hauks, sjái Utanríkisráðherra til þess að þær verði sendar til Íslands.“

 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
1
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
6
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár