Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Í eldhúsi óperustjórans

Stein­unn Birna Ragn­ars­dótt­ir, óperu­stjóri Ís­lensku óper­unn­ar, hef­ur bú­ið er­lend­is og það hef­ur áhrif á elda­mennsk­una. Hún seg­ir hér frá upp­skrift­um sem hún teng­ir við góð­ar minn­ing­ar og fugla­söng, en fyrst vor­ið er að læða sér inn valdi hún rétti sem henta vel í hlýj­unni sem hlýt­ur að bíða okk­ar eft­ir erf­ið­an og krefj­andi vet­ur.

Í eldhúsi óperustjórans

 

Gazpacho Hefðbundin köld súpa frá Spáni.

Gazpacho frá Katalóníu

Ég bjó um tíma í Barcelona þar sem ég kynntist mörgu skemmtilegu fólki og á meðal þeirra var háöldruð kona af aðalsættum sem deildi með mér ættaruppskrift að þessari þjóðlegu súpu. Spánverjar eiga mjög gjarnan Gazpacho í ísskápnum og hafa tröllatrú á lækningamætti hennar og telja hana meðal annars hið besta ráð við timburmönnum. Gamla konan var aðeins farin að missa úr og ég man alltaf þegar hún sagði hneyksluð yfir dánarfregnum í dagblaðinu: „Ég skil þetta bara ekki, það er fólk að deyja sem hefur aldrei dáið áður.“ Svona setningar eru auðvitað óborganlegar en hér kemur uppskriftin.

Hráefnið er sett beint í blandarann, fyrst þarf að skera 10 tómata gróft niður, síðan hálfa rauða papriku og hálfa græna. Afhýðið síðan 2 hvítlauskrif og bætið við ásamt 1/2 teskeið af grófu sjávarsalti og svörtum pipar. Þrjár brauðsneiðar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár