Gazpacho frá Katalóníu
Ég bjó um tíma í Barcelona þar sem ég kynntist mörgu skemmtilegu fólki og á meðal þeirra var háöldruð kona af aðalsættum sem deildi með mér ættaruppskrift að þessari þjóðlegu súpu. Spánverjar eiga mjög gjarnan Gazpacho í ísskápnum og hafa tröllatrú á lækningamætti hennar og telja hana meðal annars hið besta ráð við timburmönnum. Gamla konan var aðeins farin að missa úr og ég man alltaf þegar hún sagði hneyksluð yfir dánarfregnum í dagblaðinu: „Ég skil þetta bara ekki, það er fólk að deyja sem hefur aldrei dáið áður.“ Svona setningar eru auðvitað óborganlegar en hér kemur uppskriftin.
Hráefnið er sett beint í blandarann, fyrst þarf að skera 10 tómata gróft niður, síðan hálfa rauða papriku og hálfa græna. Afhýðið síðan 2 hvítlauskrif og bætið við ásamt 1/2 teskeið af grófu sjávarsalti og svörtum pipar. Þrjár brauðsneiðar …
Athugasemdir