Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Í eldhúsi óperustjórans

Stein­unn Birna Ragn­ars­dótt­ir, óperu­stjóri Ís­lensku óper­unn­ar, hef­ur bú­ið er­lend­is og það hef­ur áhrif á elda­mennsk­una. Hún seg­ir hér frá upp­skrift­um sem hún teng­ir við góð­ar minn­ing­ar og fugla­söng, en fyrst vor­ið er að læða sér inn valdi hún rétti sem henta vel í hlýj­unni sem hlýt­ur að bíða okk­ar eft­ir erf­ið­an og krefj­andi vet­ur.

Í eldhúsi óperustjórans

 

Gazpacho Hefðbundin köld súpa frá Spáni.

Gazpacho frá Katalóníu

Ég bjó um tíma í Barcelona þar sem ég kynntist mörgu skemmtilegu fólki og á meðal þeirra var háöldruð kona af aðalsættum sem deildi með mér ættaruppskrift að þessari þjóðlegu súpu. Spánverjar eiga mjög gjarnan Gazpacho í ísskápnum og hafa tröllatrú á lækningamætti hennar og telja hana meðal annars hið besta ráð við timburmönnum. Gamla konan var aðeins farin að missa úr og ég man alltaf þegar hún sagði hneyksluð yfir dánarfregnum í dagblaðinu: „Ég skil þetta bara ekki, það er fólk að deyja sem hefur aldrei dáið áður.“ Svona setningar eru auðvitað óborganlegar en hér kemur uppskriftin.

Hráefnið er sett beint í blandarann, fyrst þarf að skera 10 tómata gróft niður, síðan hálfa rauða papriku og hálfa græna. Afhýðið síðan 2 hvítlauskrif og bætið við ásamt 1/2 teskeið af grófu sjávarsalti og svörtum pipar. Þrjár brauðsneiðar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár