Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sigmundur Davíð þiggur húsnæðisgreiðslur þrátt fyrir tilvitnuð orð hans um annað

Nýbirt­ar upp­lýs­ing­ar um greiðsl­ur til þing­manna stang­ast á við svör Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, for­manns Mið­flokks­ins, sem birt voru í DV. Sagð­ist hann aldrei hafa þeg­ið hús­næð­is- og dval­ar­greiðsl­ur. Al­þingi hef­ur birt á vef sín­um upp­lýs­ing­ar um fast­an kostn­að þing­manna auk þing­far­ar­kaups. Til stend­ur að birta óreglu­leg­an kostn­að, þar með tal­ið end­ur­greiðsl­ur vegn ferða­kostn­að­ar, og upp­lýs­ing­ar tíu ár aft­ur í tím­ann.

Sigmundur Davíð þiggur húsnæðisgreiðslur þrátt fyrir tilvitnuð orð hans um annað
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Sagðist árið 2013 ekki þiggja dreifbýlisstyrk, ekki frekar en „ýmsar starfstengdar greiðslur sem ég hef ekki sótt um þótt þær standi þingmönnum til boða“. Hann þiggur hins vegar dvalar- og húsnæðiskostnað. Mynd: Pressphotos

Samkvæmt nýbirtum upplýsingum á vef Alþingis þiggur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, alls 134.401 kr. á mánuði vegna húsnæðis- og dvalarkostnaðar sem ætlaður er þingmönnum utan kjördæma höfuðborgarsvæðisins.

Haft var eftir Sigmundur Davíð í viðtali við DV fyrr í mánuðinum að hann hafi aldrei þegið greiðslur vegna húsnæðiskostnaðar frá Alþingi, þó hann eigi rétt á þeim. 

Frétt DVSagt var frá því í DV fyrr í mánuðinum að Sigmundur afsalaði sér réttinum til að þiggja greiðslur vegna húsnæðis, en hann býr í Garðabæ og er með falskt lögheimili á Akureyri.

Alþingi hefur nú birt upplýsingar um laun og fastan kostnað þingmanna á vef sínum, til að bregðast við umræðu undanfarinna mánaða um endurgreiddan kostnað þingmanna. Til stendur að bæta inn á síðuna upplýsingum um breytilegan kostnað í næstu viku, þar með talið endugreiðslur fyrir útlagðan ferðakostnað frá 1. janúar 2018. Síðar verða birt gögn frá liðnum tíma og miðast sá undirbúningur við að farið verði um áratug aftur í tímann.

Birt var frétt í DV 16. febrúar síðastliðinn þess efnis að Sigmundur Davíð segðist aldrei hafa þegið greiðslur vegna húsnæðis- og dvalarkostnaðar, eins og aðrir þingmenn landsbyggðarinnar, þrátt fyrir að hafa átt rétt á þeim. Lögheimili Sigmundar hefur verið nokkuð til umræðu en hann flutti lögheimili sitt nýverið til Akureyrar eftir að lögheimilisskráning hans á eyðibýlinu Hrafnabjörgum III í Jökulsárhlíð var kærð skömmu eftir kosningar. Þegar Stundin kannaði málið kom í ljós að námsmenn eru búsettir á lögheimili hans á Akureyri. Sigmundur Davíð sjálfur býr í Garðabæ. 

Flutti sig um kjördæmi

Á árunum 2009 til 2013 var Sigmundur Davíð þingmaður í Reykjavík en bauð sig fram í Norðausturkjördæmi árið 2013. Við þá tilfærslu fékk Sigmundur rétt á ríflega 134 þúsund króna skattfrjálsum greiðslum á mánuði í húsnæðis- og dvalarstyrk.

Ekki náðist í Sigmund Davíð við gerð fréttarinnar, en símanúmer hans sem birt er á vef Alþingis er ótengt. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar, vildi ekki láta hafa neitt eftir sér vegna málsins.

Í viðtali við DV vorið 2013, þegar Sigmundur Davíð flutti lögheimili sitt á Jökulsárhlíð, sagðist hann ekki ætla að taka við „ýmsum greiðslum“ og þar á meðal það sem hann nefndi „dreifbýlisstyrk“.  „Dreifbýlisstyrkur þessi, sem ég kann ekki einu sinni skil á, kom ekkert við sögu við ákvörðunartökuna og ég hafði engin áform um að innheimta þann styrk frekar en ýmsar starfstengdar greiðslur sem ég hef ekki sótt um þótt þær standi þingmönnum til boða,“ sagði hann í viðtalinu.

Samkvæmt 2. gr. reglna um þingfararkostnað á alþingismaður fyrir kjördæmi utan Reykjavíkurkjördæma og Suðvesturkjördæmis rétt á 134.041 kr. greiðslu mánaðarlega í húsnæðis- og dvalarkostnað.  Fjárhæðin er ætluð til að standa undir húsnæðis- og dvalarkostnaði (gistingu, fæði) á höfuðborgarsvæði eða í kjördæminu ef þingmaður á heimili á höfuðborgarsvæði. Þingmenn eiga einnig rétt á 40% álagsgreiðslu, ef þeir halda úti „aðalheimili“ fjarri höfuðborgarsvæðinu.

DV gerði sérstaka frétt um að Steingrímur J. Sigfússon, forseti alþingis og fyrrverandi formaður Vinstri grænna, fengi greiðslur vegna húsnæðis- og dvalarkostnaðar. Steingrímur J. þiggur hins vegar í heild nokkuð lægri fastar greiðslur frá Alþingi en Sigmundur Davíð, eða 174 þúsund krónur á mánuði, en Sigmundur þiggur 204 þúsund krónur á mánuði í fastar greiðslur, þrátt fyrir orð hans um að afþakka „ýmsar starfstengdar greiðslur“. Tíu þingmenn á Alþingi, af 63, þiggja hærri fastar greiðslur en Sigmundur Davíð, sem er í 11. til 17. sæti af 63 yfir hæstu föstu greiðslurnar.

Samkvæmt upplýsingum sem Stundin fékk frá skrifstofu Alþingis fá þingmenn úr landsbyggðarkjördæmum sem hafa búsetu á höfuðborgarsvæðinu en eiga lögheimili annars staðar sjálfkrafa greidda húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslu. Þá geta þeir sótt sérstaklega um álag á húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslu. Það hefur Sigmundur Davíð ekki gert.

Talar nú um álagsgreiðslur

Á Facebook síðu sinni í gær, daginn áður en Alþingi birti upplýsingarnar, skrifaði Sigmundur Davíð  pistil um kostnaðargreiðslur frá þinginu. Þar segist hann ekki þiggja sérstaka 40% álagsgreiðslu sem þingmönnum er heimilt að óska eftir, haldi þeir aðalheimili utan höfuðborgarsvæðis og annað heimili í Reykjavík. Með „aðalheimili“ þingmanns er átt við skráð íbúðarhúsnæði sem er aðsetur þingmannsins í kjördæminu og hann á eða hefur á leigu, hefur kostnað af allt árið og nýtir til búsetu.

„Eins og áður hefur komið fram hef ég ekki farið fram á greiðslur fyrir að eiga lögheimili í kjördæminu og heimili á höfuðborgarsvæðinu (53.161 kr. á mánuði) né fer ég fram á að fá endurgreiddan ferðakostnað milli heimilis og Reykjavíkur,“ skrifaði Sigmundur Davíð.

Þetta er hins vegar önnur heimild en sú sem hann sagðist hafa engin áform um að innheimta í viðtalinu við DV 2013 og nær eingöngu til þeirra sem halda heimili í kjördæminu. Eins og fram kom í umfjöllun Stundarinnar eru námsmenn búsettir á lögheimili Sigmundur á Akureyri og hann sjálfur búsettur í Garðabæ.

Andrés fékk lægstu upphæðina

Hæstu greiðslur í heild hlýtur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, alls 2.061.825 kr. á mánuði, en hún þiggur aðeins 40 þúsund krónur á mánuði í „fastar mánaðarlegar kostnaðargreiðslur“, líkt og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.

Þar á eftir fylgja ráðherrar og formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi. Lægstar greiðslur hlýtur Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, sem samkvæmt þessum upplýsingum þiggur ekki fastan starfskostnað upp á 40.000 kr. sem þingmenn eiga rétt á mánaðarlega ofan á þingfararkaup, heldur eingöngu fastan ferðakostnað í kjördæmi, sem er Reykjavík norður.

Starfskostnaðargreiðslu er ætlað að standa undir ýmsum starfstengdum útgjöldum, svo sem vegna ráðstefna, námskeiða og leigubíla. Þingmönnum er gefinn kostur á að þiggja ekki föstu greiðsluna, heldur skila upplýsingum um slíkan kostnað sérstaklega.

Laun og fastar greiðslur þingmanna í heild sinni

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Aksturskostnaður þingmanna

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
Úttekt

Lækk­an­ir akst­ur­greiðslna sýna fram á kosti gagn­sæ­is

Veru­leg­ar upp­hæð­ir spar­ast í akst­urs­kostn­aði þing­manna eft­ir að upp­lýs­ing­ar um end­ur­greiðsl­ur til þeirra voru gerð­ar op­in­ber­ar. Kostn­að­ur vegna akst­urs þing­manna nam alls 42,7 millj­ón­um króna ár­ið 2017, í fyrra hafði upp­hæð­in lækk­að nið­ur í 30,7 millj­ón­ir og í ár er reikn­að með því að kostn­að­ur­inn endi í 26 millj­ón­um.

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár