„Líkur eru hverfandi. Við metum það sem svo að engar líkur séu á slysasleppingum. […] Vegna þess að götin eru á yfirborðinu og stóru götin koma þegar við hífum og litlu götin er svo lítil að það kemst ekki lax í gegnum þau. Við metum þetta út frá líkum,“ segir Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax aðspurður um hvernig hann geti fullyrt að engir laxar hafi sloppið úr eldiskví fyrirtækisins í Arnarfirði en myndir af götunum eru birtar í skýrslu eldisfyrirtækisins til Matvælastofnunar sem finna má á vefsvæði stofnunarinnar. Kjartan undirstrikar að þetta sé metið út frá líkum og sé því ekki fullyrðing að enginn lax hafi sloppið.
Hluti gata komu við hífingu
„Þetta eru tvenns konar göt. Annars vegar …
Athugasemdir