Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Dósent fullyrðir að skattstofnar séu „að mestu fullnýttir“

Ás­geir Jóns­son tel­ur að færa megi rök fyr­ir því að „öll besta al­manna­þjón­ust­an á Ís­landi“ sé skipu­lögð af frjáls­um fé­laga­sam­tök­um. Óger­legt sé að afla auk­inna tekna með skatta­hækk­un­um.

Dósent fullyrðir að skattstofnar séu „að mestu fullnýttir“
Ásgeir Jónsson Segir það staðreynd að ekki sé hægt að sækja fé með nýjum sköttum. Mynd: Af vef Háskóla Íslands

Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, fullyrðir að íslenskir skattstofnar séu „að mestu fullnýttir“ og að það sé beinlínis „staðreynd“ að stjórnvöld framtíðar geti ekki sótt nýtt fjármagn með nýjum sköttum til þess að standast vaxandi kröfur um velferðarþjónustu. 

Þessar staðhæfingar setur Ásgeir fram í pistli sem birtist í nýútkomnu tímariti hagfræðinema við Háskóla Íslands. Bendir hann á að skattar á borð við hátekjuskatta og auðlegðarskatt skili „takmörkuðum tekjum“ en jafnframt megi færa rök fyrir því að þeir dragi úr hvata til vinnu og sparnaðar og leiði til fjármagnsflótta. 

Fullyrðingar Ásgeirs um nær fullnýtta skattstofna, og um að auðlegðarskattur og hátekjuskattur skili litlu, eru umdeilanlegar. Auðlegðarskatturinn skilaði um 12 milljarða tekjum á ári í ríkissjóð þegar mest lét. Til að setja töluna í samhengi má til dæmis nefna að öll útgjöld hins opinbera til menningar, lista, æskulýðs- og íþróttamála námu rúmum 12 milljörðum á fjárlögum ársins 2017. Samkvæmt svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn sem lögð var fram á Alþingi í fyrra má ætla að tekjur hins opinbera árið 2016 hefðu aukist um um það bil 4 milljarða ef fjármagnstekjur umfram tvær milljónir króna hefðu verið skattlagðar um 25 prósent í stað 20 prósenta. Þá hefði mátt auka tekjur af skattinum um 7 milljarða með því að leggja 30 prósenta skatt á fjármagnstekjur umfram 4 milljarða. Það er álíka mikið og kostar að reka Sjúkrahúsið á Akureyri á ársgrundvelli. 

Gagnrýnir ákall Kára

Ásgeir Jónsson gagnrýnir ákall Kára Stefánssonar og tugþúsunda Íslendinga um að 11 prósentum af vergri landsframleiðslu verði varið til heilbrigðismála. Varhugavert sé að nota útgjöld en ekki afköst sem viðmið í þessum efnum. Þá verði velferðarþjónusta á Íslandi aðeins betrumbætt til framtíðar með kerfisbreytingum, aukinni skilvirkni og nýjum fjármögnunarleiðum. 

Ásgeir segir ómögulegt fyrir ríkisvaldið að ætla eitt og sér að standa straum af þeim innviðafjárfestingum sem nauðsynlegar eru á Íslandi. Því skipti höfuðmáli að finna nýja farvegi til þess að fjármagna uppbygginguna. „Af hverju þarf ríkið að eiga og fjármagna flugvelli og veitukerfi þegar lífeyrissjóðina – úttroðnir af langtímafjármagni – vantar fjárfestingarkosti?“ skrifar hann. 

Besta þjónustan ekki frá hinu opinbera

Þá telur Ásgeir að færa megi rök fyrir því að „öll besta almannaþjónustan á Íslandi sé skipulögð af frjálsum félagasamtökum – eða grasrótarsamtökum“ og nefnir í því samhengi SÁÁ, Krabbameinsfélagið, hjálparsveitirnar og Læknavaktina. Það sé heldur ekki ýkja langt síðan stór hluti heilbrigðisþjónustunnar var skipulagður af kaþólsku kirkjunni. „Í því ljósi er mjög undarlegt að Íslendingar virðast vera svo forstokkaðir þegar rætt er um aðkomu annarra aðila en hins opinbera að veitingu almannaþjónustu.“ 

Ásgeir Jónsson var skipaður formaður starfshóps um endurskoðun peningastefnu Íslands á síðasta kjörtímabili. Aðspurður um vinnu hópsins segir Ásgeir að hann sé enn að störfum og geri ráð fyrir því að skila niðurstöðum í maí á þessu ári. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár