Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Gerði ráðherra enga kröfu um að aðstoðarmaðurinn færi ekki að vinna fyrir sömu kröfuhafa og hann var að kljást við?“

Odd­ný G. Harð­ar­dótt­ir, þing­kona Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir hneyksli að sami mað­ur og vann að stöð­ug­leika­skil­yrð­um gagn­vart kröfu­höf­um fyr­ir Bjarna Bene­dikts­son vinni nú fyr­ir að­il­ana sem stöð­ug­leika­skil­yrð­in voru snið­in að.

„Gerði ráðherra enga kröfu um að aðstoðarmaðurinn færi ekki að vinna fyrir sömu kröfuhafa og hann var að kljást við?“

Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir hneyksli að Benedikt Gíslason, sami maður og vann að gerð stöðugleikaskilyrða, samningsmarkmiða og annarra útfærslna gagnvart kröfuhöfum sem aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, vinni nú fyrir Kaupþing og stærstu eigendur Arion banka, þá aðila sem stöðugleikaskilyrðin voru sniðin að.

Benedikt Gíslasonfyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar sem nú stafar í fjármálageiranum.

Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun, en Oddný benti á að Benedikt hefði hafið störf fyrir umrædda aðila aðeins nokkrum vikum eftir að hann hætti störfum sem aðstoðarmaður fjármálaráðherra.

„Við erum fámenn hér á landi. En erum við virkilega svo fámenn að sú staða hafi verið óumflýjanleg?“ sagði Oddný og spurði Bjarna hvort hann teldi eðlilegt að fyrrverandi aðstoðarmaður hans gæti eina stundina unnið með viðkvæmar trúnaðarupplýsingar fyrir hið opinbera en stuttu seinna farið að vinna fyrir þá aðila sem hafa augljóslega mikla hagsmuni af því að sýsla með þær sömu upplýsingar. „Gerði hæstvirtur ráðherra enga kröfu um að aðstoðarmaðurinn sem starfaði í umboði hans færi ekki að vinna fyrir sömu kröfuhafa og hann var að kljást við fyrir hæstvirtan ráðherra? Telur hæstvirtur ráðherra ekki augljóslega að starfsmaður sem býr yfir slíkum upplýsingum sé afskaplega verðmætur starfsmaður fyrir Kaupþing? Hvað gerði hæstvirtur ráðherra til að koma í veg fyrir að mögulegir hagsmunaárekstrar ættu sér stað?“

Bjarni sakaði Oddnýju um dylgjur og sagði hana gefa í skyn að farið hefði verið illa með trúnaðarupplýsingar sem mönnum var treyst fyrir. „Ég verð bara að biðja háttvirtan þingmann um að færa einhver rök fyrir máli sínu ef svo er,“ sagði hann og bætti við: „Það sem var verkefni umrædds starfsmanns eru opinberar upplýsingar í dag. Það er ekkert sem leiddi af störfum hans eða þeirra sem tóku þátt í þeirri vinnu, og það voru fjölmargir aðilar — það er allt saman bundið í samninga sem m.a. voru lagðir fyrir í efnahags- og viðskiptanefnd í vikunni. En um hvað hv. þingmaður er að dylgja átta ég mig ekki á, hún verður að gera betur grein fyrir því hér.“

Oddný svaraði á þá leið að hún væri ekki að dylgja um nokkurn skapaðan hlut. „Ég var að spyrja hæstvirtan ráðherra spurningar sem hann svaraði ekki. En svona atriði skipta máli. Afstaða hæstvirts fjármálaráðherra skiptir mjög miklu máli. Ef honum finnst ekkert óeðlilegt við þessa stöðu, sem flestum öðrum finnst, er það eitt og sér sannarlega áhyggjuefni.“ Hún benti á að sú ákvörðun að fara aðra leið með Arion banka en Íslandsbanka hefði verið tekin að kröfu sjálfstæðismanna að sögn fyrrum samstarfsmanns Bjarna í ríkisstjórn, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

„Sporin hræða þegar kemur að fjármálakerfinu og aðkomu Sjálfstæðismanna. Allt ferlið þarf að vera gegnsætt og opið. En það er það ekki. Söluferli Arion banka er óljóst. Samningar við ríkið hafa ekki allir verið gerðir opinberir. Við vitum ekki hverjir eiga vogunarsjóðina. Er ekki kominn tími til að við hættum þessu pukri og fúski og viðurkennum að það vinnur gegn hagsmunum almennings? Getur hæstvirtur fjármála- og efnahagsráðherra að minnsta kosti ekki verið sammála mér um það?“

Bjarni svaraði: „Þetta eru algjörlega innihaldslaus orð sem falla hér úr ræðustól. Pukur og fúsk. Það er ekkert pukur og það er ekkert fúsk. Háttvirtur þingmaður sat í ríkisstjórninni sem gerði kaupréttinn við Kaupþing á sínum tíma, hún kannast bara ekki við það. Hún sat í ríkisstjórninni sem gerði kaupréttinn sem nú er verið að virkja en kemur hér upp og talar um pukur og fúsk. Kannast ekki einu sinni við eigin verk.“ 

Bjarni sagði stöðugleikasamninga og niðurstöður þeirra sýna að allt hefði gengið fullkomlega upp. „Þrýstingur á krónuna var enginn. Verkefnið var til þess ætlað að draga úr gjaldeyrisójöfnuði sem hætta var á að myndaðist við uppgjör gömlu slitabúanna. Það tókst 100%. Og stöðugleikaframlögin, sem metin hafa verið á sínum tíma upp á rétt um 380 milljarða, eru í dag metin á um 74 milljarða umfram það sem þá var.“

Oddný hefur áður gert hagsmunaárekstra við gerð stöðugleikaskilyrða að umtalsefni á Alþingi. Hún átti orðaskipti við Bjarna um málið fyrir tæpu ári, sjá hér, og nýlega birti hún svo eftirfarandi hugleiðingu á Facebook:

„Benedikt Gíslason, fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar þegar Bjarni var fjármála- og efnahagsráðherra í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, var einn helsti ráðgjafi þeirrar ríkisstjórnar um losun gjaldeyrishafta. Eitt af því sem fólst í vinnu Benedikts var að koma að gerð stöðugleikaskilyrðanna. Benedikt hefur síðan því lauk, unnið fyrir kröfuhafa Kaupþings sem eru stærstu eigendur Arion banka og hafa verið að kaupa hlut í sjálfum sér, að því er virðist eingöngu svo að ríkið fái ekki sinn hlut greiddan á raunvirði bankans. Hvers vegna var ekki komið í veg fyrir þetta með stöðugleikasamkomulaginu? Ráðlagði Benedikt Gíslason Bjarna eitthvað í þessum efnum? Og hvað ætli Benedikt hafi svo ráðlagt Kaupþingi um þetta? Þessi staða Benedikts beggja vegna borðsins er sannarlega tortryggileg þó ómögulegt sé að fullyrða um afleiðingar hennar. Samkvæmt svari Bjarna við fyrirspurn minni frá því í fyrra hafði hann ekki miklar áhyggjur af þessum tengslum fyrrum aðstoðarmanns hans. En ætli aðstoðarmaðurinn fyrrverandi verði samt ekki einn af þeim sem fær háar bónusgreiðslur þegar að fléttunni sem nú gengur yfir með Arion banka verður lokið?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár