„Við erum að skoða hvað í ósköpunum hefur gerst þarna. Af hverju rörið er brotið er mér á þessari stundu hulin ráðgáta. Við áttum okkur ekki alveg á því hvað gerðist. Við höfum meðal annars tekið plastbút úr flotrörinu á kvínni og sent erlendis til greiningar,“ segir Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, í samtali við Stundina um eldiskví sem skemmdist hjá Arnarlaxi í Tálknafirði í síðustu viku og sökk niður í sjóinn að hluta til og maraði í hálfu kafi í óljósan tíma.
Stundin greindi frá slysinu í Tálknafirði á mánudaginn sem og þeirri staðreynd að Umhverfisstofnun fékk ekki tilkynningu um slysið en Arnarlax lét hins vegar Matvælastofnun og Fiskistofu vita um óhappið. Kjartan segir að líklega hafi þjónustubátur Arnarlax siglt á kvína með þeim afleiðingum að flotrör, sem heldur kvínni uppi og er fljótandi, hafi brotnað. „Það hefur komið í ljós að bátur fór utan í kvína en hversu harður …
Athugasemdir