Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ungi hælisleitandinn sem var barinn á Litla-Hrauni skyndilega sendur úr landi

Houss­in Bsra­oi, ung­ur hæl­is­leit­andi frá Mar­okkó, hef­ur ver­ið flutt­ur úr landi. Hann varð fyr­ir al­var­legri lík­ams­árás á Litla-Hrauni í janú­ar.

Ungi hælisleitandinn sem var barinn á Litla-Hrauni skyndilega sendur úr landi
Houssin Bsraoi Mynd: Facebook

Houssin Bsraoi, ungi hælisleitandinn sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni fyrr á árinu, var fluttur úr landi í gær. RÚV greinir frá. Houssin kom hingað til lands sumarið 2016 ásamt öðrum ungum pilti, Yassine, en þeir földu sig um borð í Norrænu til þess að komast í landið. Báðir sóttu þeir um alþjóðlega vernd og sögðust þeir vera undir 18 ára aldri. Þeir voru því sendir í tannrannsókn til þess að skera úr um aldur þeirra og var Yassine metinn undir 18 ára aldri, en Houssin var metinn eldri en 18 ára. Yassine fékk vernd og býr nú hjá fósturfjölskyldu sinni í Bolungarvík og sækir nám við Menntaskólann á Ísafirði. Houssin var hins vegar synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi, þrátt fyrir að vera metinn í viðkvæmri stöðu. Hann var síðar úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir að hafa gert ítrekaðar tilraunir til að komast á skip á leið til Kanada og vistaður með fullorðnum föngum á Litla-Hrauni. Þar varð hann fyrir alvarlegri líkamsárás og voru tennurnar hans meðal annars brotnar. 

Í frétt RÚV er rætt við Guðríði Láru Þrastardóttur, talsmann hælisleitenda hjá Rauða krossi Íslands, en hún hefur sótt um endurupptöku á máli Houssin og verður þeirri beiðni haldið til streitu. „Þetta mál er auðvitað allt mjög sorglegt og íslensk stjórnvöld hefðu frá upphafi átt að fara með þetta mál á allt annan hátt. Það er mín skoðun,“ segir Guðrún Lára meðal annars. 

Vinir og velunnarar Houssins vissu ekki af brottflutningnum fyrirfram, og ekki heldur Rauði krossinn. 

Uppfært: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að Houssin hafi fengið ólíka málsmeðferð en Yassine vegna aldursgreiningarinnar. Samkvæmt tilkynningu frá Útlendingastofnun er þetta rangt, það sé ekki skilyrði fyrir því að hljóta alþjóðlega vernd að vera yngri en 18 ára.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár