„Við biðjumst velvirðingar á að tilkynning var ekki send á alla aðila. Í framhaldi af þessu atviki höfum við skerpt á og farið yfir verklag okkar. Framvegis verður passað upp á að UST [Umhverfisstofnun], MAST [Matvælastofnun] og Fiskistofa (ef við á) fái tilkynningar um óhöpp í rekstrinum,“ segir í tölvupósti frá Þóru Dögg Jörundsdóttur, gæðastjóra Arnarlax, til Umhverfisstofnunar um slysið sem átti sér stað hjá Arnarlaxi í Tálknafirði fyrr í mánuðinum þar sem flotholt eldiskvíar brotnaði með þeim afleiðingum að hluti hennar sökk í sæ.
Stundin greindi frá slysinu síðastliðinn mánudag sem og þeirri staðreynd að Umhverfisstofnun fékk ekki tilkynningu um málið, líkt og Stundin greindi frá. „Get nú staðfest að við höfum ekki fengið tilkynningu um rifna kví í Tálknafirði,“ sagði í svari frá Birni Þorlákssyni, upplýsingafulltrúa Umhverfisstofnunar, við spurningu Stundarinnar um hvort tilkynning um málið hafi borist til stofnunarinnar.
Möguleg mengunarslys, þar sem möguleiki er að eldislax sleppi …
Athugasemdir