Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Óráðið hvort sett verði af stað rannsókn eða þingmenn látnir endurgreiða fjármuni

„Það sem ég mun leggja til mun ég leggja fram á fund­um nefnd­ar­inn­ar,“ seg­ir Stein­grím­ur J. Sig­fús­son í svari við fyr­ir­spurn Stund­ar­inn­ar um mál­ið.

Óráðið hvort sett verði af stað rannsókn eða þingmenn látnir endurgreiða fjármuni
CC BY-SA 3.0 / Wikimedia / Zinneke (CC license) D'Gebai vum Alþingi, dem islännesche Parlament Mynd: Wikimedia / Zinneke (CC license) D'Gebai vum Alþingi, dem islännesche Parlament

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, svarar því ekki að svo stöddu hvort hann telji rétt að setja af stað rannsókn á framkvæmd reglna um þingfararkostnað og ábyrgð einstakra þingmanna. 

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur viðurkennt að hafa látið Alþingi greiða aksturskostnað vegna prófkjörsbaráttu sinnar og dagskrárgerðar fyrir sjónvarpsstöðina ÍNN.

Þá liggur fyrir að nokkrir þingmenn hafa ekki fylgt reglu um notkun bílaleigubíls þegar keyrðir eru meira en 15 þúsund kílómetrar á ári né afdráttarlausum fyrirmælum í siðareglum þingmanna um að þingmenn eigi að tryggja að endurgreiðslur fyrir útgjöld sín séu í fullkomnu samræmi við reglur um þingfararkostnað. 

Stundin spurði Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, á föstudag hvort það kæmi til álita að hans mati að sett yrði af stað óháð athugun eða ransókn á framkvæmd reglna um þingfararkostnað og ábyrgð einstakra þingmanna. Einnig var hann spurður hvort þingmenn yrðu beðnir um að endurgreiða Alþingi fjármuni sem þeir fengu vegna óhóflegrar endurgreiðslu útgjalda eða óábyrgrar notkunar á endurgreiðslufyrirkomulaginu sem mælt er fyrir um í reglum um þingfararkostnað.

„Ég held ég verði nú einfaldlega að biðja menn að sýna þolinmæði og bíða eftir niðurstöðum forsætisnefndar hvað varðar þetta mál í heild. Það sem ég mun leggja til mun ég leggja fram á fundum nefndarinnar en ekki kynna í fjölmiðlum fyrirfram af skiljanlegum ástæðum (hitt myndi væntanlega ekki mælast vel fyrir),“ segir í svari Steingríms. 

Píratar hafa kallað eftir því að siðanefnd Alþingis kanni hvort framganga þingmanna hvað varðar endurgreiðslur aksturskostnaðar standist siðareglur þingsins og hvort lögbrot kunni að hafa verið framin. Fram kom í viðtali Fréttablaðsins við Jón Þór Ólason, lektor við Háskóla íslands og sérfræðing í refsirétti, í gær að vísvitandi rangar skráningar í akstursbókum þingmanna gætu talist fjársvik samkvæmt auðgunarbrotaákvæði almennra hegningarlaga. 

Forsætisnefnd Alþingis kemur saman á morgun og fjallar um akstursgreiðslumálið. Í forsætisnefnd sitja Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, Brynjar Níelsson og Bryndís Haraldsdóttir, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, Þórunn Egilsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Akstursgjöld

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
Úttekt

Lækk­an­ir akst­ur­greiðslna sýna fram á kosti gagn­sæ­is

Veru­leg­ar upp­hæð­ir spar­ast í akst­urs­kostn­aði þing­manna eft­ir að upp­lýs­ing­ar um end­ur­greiðsl­ur til þeirra voru gerð­ar op­in­ber­ar. Kostn­að­ur vegna akst­urs þing­manna nam alls 42,7 millj­ón­um króna ár­ið 2017, í fyrra hafði upp­hæð­in lækk­að nið­ur í 30,7 millj­ón­ir og í ár er reikn­að með því að kostn­að­ur­inn endi í 26 millj­ón­um.
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
Fréttir

Siðanefnd: Þór­hild­ur Sunna „skað­aði ímynd“ Al­þing­is með um­mæl­um um Ásmund

For­sæt­is­nefnd vildi ekki láta kanna hvort Ásmund­ur Frið­riks­son hefði brot­ið siða­regl­ur þeg­ar hann fékk end­ur­greidd­an akst­urs­kostn­að langt um­fram það sem regl­ur um þing­far­ar­kostn­að gera ráð fyr­ir. Hins veg­ar vís­aði for­sæt­is­nefnd kvört­un Ásmund­ar und­an Þór­hildi Sunnu og Birni Leví til siðanefnd­ar Al­þing­is – og nú hef­ur siðanefnd­in kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Þór­hild­ur Sunna hafi brot­ið siða­regl­ur.
Akstursgreiðslumál „ekki sambærileg“ Klaustursmáli og engin álitaefni um hæfi
Fréttir

Akst­urs­greiðslu­mál „ekki sam­bæri­leg“ Klaust­urs­máli og eng­in álita­efni um hæfi

Helgi Bernód­us­son, skrif­stofu­stjóri Al­þing­is, seg­ir að ekki hafi ver­ið tal­ið til­efni til að beina því til nefnd­ar­manna for­sæt­is­nefnd­ar að meta hæfi sitt með hlið­sjón af regl­um stjórn­sýslu­rétt­ar­ins þeg­ar er­indi Björns Levís Gunn­ars­son­ar um akst­urs­kostn­að þing­manna voru af­greidd. Er­indi Björns hafi ekki feng­ið „stöðu siða­reglu­máls“.
Túlkun forsætisnefndar: Þingmenn þurftu ekki að fylgja fyrirmælum um bílaleigubíla – skrifstofan enn að „innleiða“ reglurnar
Greining

Túlk­un for­sæt­is­nefnd­ar: Þing­menn þurftu ekki að fylgja fyr­ir­mæl­um um bíla­leigu­bíla – skrif­stof­an enn að „inn­leiða“ regl­urn­ar

Ákvæði siða­reglna al­þing­is­manna, um að þeir skuli sjá til þess að end­ur­greiðsla fyr­ir út­gjöld sé í full­komnu sam­ræmi við regl­ur um þing­far­ar­kostn­að, tók ekki til reglna um bíla­leigu­bíla þrátt fyr­ir að skrif­stofa þings­ins bæði þing­menn um að fylgja regl­unni.

Mest lesið

Veiktist í kjölfar morðhótana:„Ekki lengur óttalausa stúlkan með sterku röddina“
4
Viðtal

Veikt­ist í kjöl­far morð­hót­ana:„Ekki leng­ur ótta­lausa stúlk­an með sterku rödd­ina“

Najmo Fiya­sko Finn­boga­dótt­ir, ís­lensk-sómölsk bar­áttu­kona og fyrr­ver­andi sam­fé­lags­miðla­stjarna, hef­ur í kjöl­far ótal morð­hót­ana dreg­ið sig í hlé frá bar­átt­unni fyr­ir bætt­um rétt­ind­um stúlkna og kvenna í Sómal­íu. Najmo býr nú í Sómal­íu það­an sem hún flúði 13 ára göm­ul. Hún seg­ir að langvar­andi streita af völd­um ótta við hót­an­irn­ar hafi á end­an­um brot­ið hana nið­ur. „Ég tap­aði átt­um og vildi bara kom­ast heim til mömmu.“
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
5
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár