Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vill yfirlýsingu frá forsætisráðherra um fundinn á Höfða

Hall­dór Auð­ar Svans­son, borg­ar­full­trúi Pírata, fer fram á op­in­bera af­sök­un­ar­beiðni frá Guð­laugi Þór Þórð­ar­syni ut­an­rík­is­ráð­herra fyr­ir að bjóða Ey­þóri Arn­alds á fund­inn á Höfða, og vill að Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu vegna máls­ins.

Vill yfirlýsingu frá forsætisráðherra um fundinn á Höfða
Halldór Auðar Svansson sendi borgarfulltrúum og þingmönnum Reykjavíkur harðort bréf í dag vegna fundarins á Höfða. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ég hef verið að melta þetta út vikuna og fylgjast með hvernig þetta hefur þróast og mér finnst eiginlega standa upp úr að það eru þarna uppi mjög ósanngjarnar ásakanir um að það hafi verið eitthvað óeðlilegt við þá ákvörðun að vísa Eyþóri frá. Mér finnst það bara ótækt að það sé látið liggja í loftinu,“ segir Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, um ástæður þess að hann sendi öllum borgarfulltrúum Reykjavíkurborgar og þingmönnum Reykjavíkurkjördæmanna ansi harðort bréf fyrr í dag. Í bréfinu fer hann meðal annars fram á að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sendi frá sér opinberlega afsökunarbeiðni og að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sendir frá sér yfirlýsingu um málið. „Öðrum kosti mun ég ekki mæta á frekari fundi með fulltrúum ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna í mótmælaskyni, þar sem ég sé engan tilgang í að eyða dýrmætum tíma mínum í fundi þar sem ég tel ekkert traust ríkja,“ segir Halldór í bréfinu. 

UtanríkisráðherraHalldór vill að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra biðjist opinberlega afsökunar á því að hafa farið fram úr sér með því að bjóða Eyþóri Arnalds á fund sem var ætlaður borgarfulltrúum Reykjavíkur og þingmönnum Reykjavíkurkjördæmanna.

Eins og kunnugt er vísaði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, af fundi sem haldinn var í Höfða á mánudag. Í Morgunblaðinu, sem er meðal annars í eigu Eyþórs, hefur Dagur verið harðlega gagnrýndur fyrir að vísa Eyþóri af fundinum. Halldór segir í bréfinu að fundur sem eigi að vera samráðsvettvangur borgarstjórnar og þingmanna um hagsmuni borgarbúa hafi snúist upp í fjölmiðlaskrípaleik um persónur í kosningaslag.

„Að það sé gert eitthvað tortryggilegt og blandað í einhvern kosningaslag, það finnst mér fullkomlega óeðlilegt og óviðeigandi.“

Ekkert heyrst frá forsætisráðherraKatrín Jakobsdóttir hefur enn ekkert tjáð sig um fundinn á Höfða. Halldór vill að hún sendi frá sér yfirlýsingu um hennar skilning á þessum fundi.

„Þessir fundir eru árlegir og eru alltaf með því formi að þetta eru borgarfulltrúar og þingmenn Reykjavíkurkjördæmanna og þetta er eitthvað sem allir vita að er fundarformið, sérstaklega það fólk sem hefur setið þessa fundi oft. Það er aldrei á nokkrum tímapunkti nefndur sá möguleiki að það sé verið að draga eitthvað utanaðkomandi fólk inn í hópinn. Þannig mér finnst það fullkomlega eðlileg viðbrögð að þegar það dúkkar allt í einu upp, þegar fundur er að hefjar, að það sé bara áréttað hverjum er boðið og viðkomandi bara vísað frá. Ef ég hefði til dæmis vitað af þeim möguleika að taka fleira fólk með mér þá hefði ég kannski sent einhvern í minn stað til dæmis, því ég gat ekki setið nema hálfan fundinn. Þannig þetta er spurning um jafnræði og eðlilegt vinnulag. Að það sé gert eitthvað tortryggilegt og blandað í einhvern kosningaslag, það finnst mér fullkomlega óeðlilegt og óviðeigandi,“ segir Halldór. 

Um ástæðu þess að hann krefst yfirlýsingar frá forsætisráðherra segir Halldór að þau þrjú hafi skipulagt fundinn, borgarstjóri, utanríkisráðherra og forsætisráðherra. „Og hún hefur ekki sagt neitt ennþá um hennar skilning á þessum fundi,“ segir hann. „Þannig mér finnst bara mjög mikilvægt að allir sem koma að þessu og bera ábyrgð á fundarforminu, og að það fari eðlilega fram, árétti bara einfaldlega hverjar reglurnar eru og að allt hafi farið þarna eðlilega fram.“

Hér er bréf Halldórs í heild:

Sæl öll,

Á meðan ég þakka fyrir góðan fund vil ég gera alvarlega athugasemd við framferði utanríkisráðherra, sem samkvæmt neðangreindu fundarboði var í samráði við þann sem boðaði fundinn, borgarstjóra, um upplegg fundarins og fundartíma. Slík skeytasending er nokkuð sem ég vildi ekki þurfa að verja tíma mínum og ykkar í en ég tel það nauðsynlegt í ljósi stöðunnar.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur utanríkisráðherra kosið að taka þátt í opinberu upphlaupi í kringum þá staðreynd að manni sem hann ákvað að taka með sér á fundinn, að öðrum fundargestum algjörlega forspurðum, hafi verið vísað á dyr, þar sem honum var einfaldlega ekki boðið. Þetta hefur sá maður, auk utanríkisráðherra, kosið að útmála sem afskaplega ósanngjarna ákvörðun af hálfu fundarstjórans, borgarstjóra.

Þannig hefur fundur sem ætlað er að vera samráðsvettvangur borgarstjórnar og þingmanna um hagsmuni borgarbúa farinn að snúast upp í fjölmiðlaskrípaleik um persónur í kosningaslag.

Ég hef engar áhyggjur af því að þetta muni verða Sjálfstæðisflokknum til nokkurs framdráttar í kosningabaráttunni í borginni en ég hef hins vegar miklar áhyggjur af hvað þetta þýðir fyrir fundarformið, að þarna sé því vísvitandi rænt í þágu annarlegra hagsmuna. Tel ég að þetta framferði hafi stórskaðað trúverðugleika fundarins og að í því felist hrein og klár vanvirðing í garð annarra fundargesta, sem og borgarbúa. Traustið hefur verið eyðilagt og tíma fólks sóað í að eltast við eitthvað sem það bjóst alls ekki við að þurfa að eltast við, ómálefnaleg aukaatriði og kjánalæti. Þetta framferði sæmir einfaldlega ekki fullorðnu fólki - og alls ekki fólki sem gegnir ábyrgðarstöðum.

Ég mætti sjálfur í seinna fallinu á fundinn þar sem ég var að klára annan fund - en ég hefði sjálfur gert athugasemd við það ef maður hefði fengið að sitja fundinn einungis vegna þess að einn fundargesta var svo ósvífinn að láta sér detta það í hug að taka gest með sér án þess að spyrja kóng né prest. Það er enn alvarlega þegar umræddur gestur er einn þeirra sem er í samráði við þann sem boðar fundinn um form hans. Er treyst fyrir því en kýs að bregðast því trausti algjörlega með því að koma í bakið á öðrum fundargestum. 

Ef opna á form fundarins þannig að fólki sé leyft að taka með sér gesti þarf það einfaldlega að gerast með formlegum hætti þar sem jafnræðis er gætt og öllum gefinn kostur á því með réttum fyrirvara. Það sem á hins vegar alls ekki að gera er að verðlauna fólk fyrir ósvífni og yfirgang. Það er fullkomlega eðlilegt að fólki séu þá frekar sett skýr og heilbrigð mörk og það er hlutverk fundarstjóra. Þarna var farið yfir mörk, það er kjarni málsins, og það þarf að viðurkennast opinberlega. Eitt er að fara fram úr sér en annað er að útmála sig sem fórnarlamb þegar manni eru sett eðlileg mörk. Það er fyrst þá sem maður er að stimpla sig inn sem yfirgangssegg. Tel ég þar mál að linni. Heiður okkar allra og traust okkar á milli er að veði en skömmin er utanríkisráðherra og þeirra sem meðvirkir eru með óboðlegu framferði hans.

Fer ég fram á að utanríkisráðherra biðjist opinberlega afsökunar á þessu framferði sínu og viðurkenni að hann hafi farið fram úr sér.

Einnig fer ég fram á að að forsætisráðherra, sem verkstjóri ríkisstjórnarinnar og þriðji skipuleggjandi fundarins, tjái sig opinberlega um málavöxtu og standi með formi fundarins í því skyni að endurreisa trúverðugleika hans.

Öðrum kosti mun ég ekki mæta á frekari fundi með fulltrúum ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna í mótmælaskyni, þar sem ég sé engan tilgang í að eyða dýrmætum tíma mínum í fundi þar sem ég tel ekkert traust ríkja.

Kær kveðja,
Halldór 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár