Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vill yfirlýsingu frá forsætisráðherra um fundinn á Höfða

Hall­dór Auð­ar Svans­son, borg­ar­full­trúi Pírata, fer fram á op­in­bera af­sök­un­ar­beiðni frá Guð­laugi Þór Þórð­ar­syni ut­an­rík­is­ráð­herra fyr­ir að bjóða Ey­þóri Arn­alds á fund­inn á Höfða, og vill að Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu vegna máls­ins.

Vill yfirlýsingu frá forsætisráðherra um fundinn á Höfða
Halldór Auðar Svansson sendi borgarfulltrúum og þingmönnum Reykjavíkur harðort bréf í dag vegna fundarins á Höfða. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ég hef verið að melta þetta út vikuna og fylgjast með hvernig þetta hefur þróast og mér finnst eiginlega standa upp úr að það eru þarna uppi mjög ósanngjarnar ásakanir um að það hafi verið eitthvað óeðlilegt við þá ákvörðun að vísa Eyþóri frá. Mér finnst það bara ótækt að það sé látið liggja í loftinu,“ segir Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, um ástæður þess að hann sendi öllum borgarfulltrúum Reykjavíkurborgar og þingmönnum Reykjavíkurkjördæmanna ansi harðort bréf fyrr í dag. Í bréfinu fer hann meðal annars fram á að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sendi frá sér opinberlega afsökunarbeiðni og að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sendir frá sér yfirlýsingu um málið. „Öðrum kosti mun ég ekki mæta á frekari fundi með fulltrúum ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna í mótmælaskyni, þar sem ég sé engan tilgang í að eyða dýrmætum tíma mínum í fundi þar sem ég tel ekkert traust ríkja,“ segir Halldór í bréfinu. 

UtanríkisráðherraHalldór vill að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra biðjist opinberlega afsökunar á því að hafa farið fram úr sér með því að bjóða Eyþóri Arnalds á fund sem var ætlaður borgarfulltrúum Reykjavíkur og þingmönnum Reykjavíkurkjördæmanna.

Eins og kunnugt er vísaði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, af fundi sem haldinn var í Höfða á mánudag. Í Morgunblaðinu, sem er meðal annars í eigu Eyþórs, hefur Dagur verið harðlega gagnrýndur fyrir að vísa Eyþóri af fundinum. Halldór segir í bréfinu að fundur sem eigi að vera samráðsvettvangur borgarstjórnar og þingmanna um hagsmuni borgarbúa hafi snúist upp í fjölmiðlaskrípaleik um persónur í kosningaslag.

„Að það sé gert eitthvað tortryggilegt og blandað í einhvern kosningaslag, það finnst mér fullkomlega óeðlilegt og óviðeigandi.“

Ekkert heyrst frá forsætisráðherraKatrín Jakobsdóttir hefur enn ekkert tjáð sig um fundinn á Höfða. Halldór vill að hún sendi frá sér yfirlýsingu um hennar skilning á þessum fundi.

„Þessir fundir eru árlegir og eru alltaf með því formi að þetta eru borgarfulltrúar og þingmenn Reykjavíkurkjördæmanna og þetta er eitthvað sem allir vita að er fundarformið, sérstaklega það fólk sem hefur setið þessa fundi oft. Það er aldrei á nokkrum tímapunkti nefndur sá möguleiki að það sé verið að draga eitthvað utanaðkomandi fólk inn í hópinn. Þannig mér finnst það fullkomlega eðlileg viðbrögð að þegar það dúkkar allt í einu upp, þegar fundur er að hefjar, að það sé bara áréttað hverjum er boðið og viðkomandi bara vísað frá. Ef ég hefði til dæmis vitað af þeim möguleika að taka fleira fólk með mér þá hefði ég kannski sent einhvern í minn stað til dæmis, því ég gat ekki setið nema hálfan fundinn. Þannig þetta er spurning um jafnræði og eðlilegt vinnulag. Að það sé gert eitthvað tortryggilegt og blandað í einhvern kosningaslag, það finnst mér fullkomlega óeðlilegt og óviðeigandi,“ segir Halldór. 

Um ástæðu þess að hann krefst yfirlýsingar frá forsætisráðherra segir Halldór að þau þrjú hafi skipulagt fundinn, borgarstjóri, utanríkisráðherra og forsætisráðherra. „Og hún hefur ekki sagt neitt ennþá um hennar skilning á þessum fundi,“ segir hann. „Þannig mér finnst bara mjög mikilvægt að allir sem koma að þessu og bera ábyrgð á fundarforminu, og að það fari eðlilega fram, árétti bara einfaldlega hverjar reglurnar eru og að allt hafi farið þarna eðlilega fram.“

Hér er bréf Halldórs í heild:

Sæl öll,

Á meðan ég þakka fyrir góðan fund vil ég gera alvarlega athugasemd við framferði utanríkisráðherra, sem samkvæmt neðangreindu fundarboði var í samráði við þann sem boðaði fundinn, borgarstjóra, um upplegg fundarins og fundartíma. Slík skeytasending er nokkuð sem ég vildi ekki þurfa að verja tíma mínum og ykkar í en ég tel það nauðsynlegt í ljósi stöðunnar.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur utanríkisráðherra kosið að taka þátt í opinberu upphlaupi í kringum þá staðreynd að manni sem hann ákvað að taka með sér á fundinn, að öðrum fundargestum algjörlega forspurðum, hafi verið vísað á dyr, þar sem honum var einfaldlega ekki boðið. Þetta hefur sá maður, auk utanríkisráðherra, kosið að útmála sem afskaplega ósanngjarna ákvörðun af hálfu fundarstjórans, borgarstjóra.

Þannig hefur fundur sem ætlað er að vera samráðsvettvangur borgarstjórnar og þingmanna um hagsmuni borgarbúa farinn að snúast upp í fjölmiðlaskrípaleik um persónur í kosningaslag.

Ég hef engar áhyggjur af því að þetta muni verða Sjálfstæðisflokknum til nokkurs framdráttar í kosningabaráttunni í borginni en ég hef hins vegar miklar áhyggjur af hvað þetta þýðir fyrir fundarformið, að þarna sé því vísvitandi rænt í þágu annarlegra hagsmuna. Tel ég að þetta framferði hafi stórskaðað trúverðugleika fundarins og að í því felist hrein og klár vanvirðing í garð annarra fundargesta, sem og borgarbúa. Traustið hefur verið eyðilagt og tíma fólks sóað í að eltast við eitthvað sem það bjóst alls ekki við að þurfa að eltast við, ómálefnaleg aukaatriði og kjánalæti. Þetta framferði sæmir einfaldlega ekki fullorðnu fólki - og alls ekki fólki sem gegnir ábyrgðarstöðum.

Ég mætti sjálfur í seinna fallinu á fundinn þar sem ég var að klára annan fund - en ég hefði sjálfur gert athugasemd við það ef maður hefði fengið að sitja fundinn einungis vegna þess að einn fundargesta var svo ósvífinn að láta sér detta það í hug að taka gest með sér án þess að spyrja kóng né prest. Það er enn alvarlega þegar umræddur gestur er einn þeirra sem er í samráði við þann sem boðar fundinn um form hans. Er treyst fyrir því en kýs að bregðast því trausti algjörlega með því að koma í bakið á öðrum fundargestum. 

Ef opna á form fundarins þannig að fólki sé leyft að taka með sér gesti þarf það einfaldlega að gerast með formlegum hætti þar sem jafnræðis er gætt og öllum gefinn kostur á því með réttum fyrirvara. Það sem á hins vegar alls ekki að gera er að verðlauna fólk fyrir ósvífni og yfirgang. Það er fullkomlega eðlilegt að fólki séu þá frekar sett skýr og heilbrigð mörk og það er hlutverk fundarstjóra. Þarna var farið yfir mörk, það er kjarni málsins, og það þarf að viðurkennast opinberlega. Eitt er að fara fram úr sér en annað er að útmála sig sem fórnarlamb þegar manni eru sett eðlileg mörk. Það er fyrst þá sem maður er að stimpla sig inn sem yfirgangssegg. Tel ég þar mál að linni. Heiður okkar allra og traust okkar á milli er að veði en skömmin er utanríkisráðherra og þeirra sem meðvirkir eru með óboðlegu framferði hans.

Fer ég fram á að utanríkisráðherra biðjist opinberlega afsökunar á þessu framferði sínu og viðurkenni að hann hafi farið fram úr sér.

Einnig fer ég fram á að að forsætisráðherra, sem verkstjóri ríkisstjórnarinnar og þriðji skipuleggjandi fundarins, tjái sig opinberlega um málavöxtu og standi með formi fundarins í því skyni að endurreisa trúverðugleika hans.

Öðrum kosti mun ég ekki mæta á frekari fundi með fulltrúum ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna í mótmælaskyni, þar sem ég sé engan tilgang í að eyða dýrmætum tíma mínum í fundi þar sem ég tel ekkert traust ríkja.

Kær kveðja,
Halldór 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
6
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár