Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Úrskurðarnefnd vísaði frá beiðni Stundarinnar um upplýsingar um akstursgjöld þingmanna

Stund­in kærði þá nið­ur­stöðu skrif­stofu Al­þing­is að veita Stund­inni ekki upp­lýs­ing­ar um akst­urs­gjöld þing­manna. Skrif­stofa Al­þing­is hafn­aði sams kon­ar beiðni frá Stund­inni og for­seti Al­þing­is, Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, sam­þykkti að veita upp­lýs­ing­ar um í síð­ustu viku á grund­velli spurn­ing­ar frá Birni Leví Gunn­ars­syni.

Úrskurðarnefnd vísaði frá beiðni Stundarinnar um upplýsingar um akstursgjöld þingmanna
„Duglegur“ að keyra Ásmundur Friðriksson svaraði því til að hann væri „ duglegur að heimsækja fólkið í kjördæminu“ þegar Stundin spurði hann um akstur hans á kostnað Alþingis fyrir tæpu hálfu ári. Stundin hafði heimildir fyrir því að hann keyrði mikið í vinunni og hefur nú komið í ljós að hann keyrir mest þingmanna.

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur hafnað beiðni Stundarinnar um að skrifstofu Alþingis verði gert skylt að afhenda blaðinu upplýsingar um akstursgjöld þingmanna. Þetta kemur fram í úrskurði sem nefndin kvað upp á föstudaginn 9. febrúar og Stundin fékk sendan í gær. Í úrskurðinum kemur fram að nefndin vísi kæru Stundarinnar vegna synjunar skrifstofu Alþingis frá sökum þess að upplýsingalög ná ekki yfir starfsemi Alþingis. „Að framansögðu er ljóst að starfsemi Alþingis og stofnana þess fellur utan gildissviðs upplýsingalaga. [...] Með vísan til framangreinds ber að vísa þessu máli frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.“ 

Kærunni vísað fráVegna þess að upplýsingalög ná ekki yfir starfsemi Alþingis, meðal annars greiðslur eins og akstursgjöld þingmanna, var kæru Stundarinnar vísað frá.

Aksturskostnaður „einkamál“ þingmanna

Í ágúst og september síðastliðnum gerði Stundin árangurslausar tilraunir til að fá lista yfir þá þingmenn sem keyrðu mest í vinnu sinni á kostnað ríkisins. Akstursgjöldin sem þingmennirnir innheimta eru skilgreind sem endurgreiddur kostnaður og eru skattfrjáls. Þá hafði Alþingi endurgreitt þingmönnum 171 milljón króna vegna aksturs þeirra á eigin bifreiðum á kjörtímabilinu þar á undan og á þeim tíma sem liðin var af því síðasta. En Stundin fékk bara þessa heildarupplýsingar. Stundin fékk hins vegar ekki frekari upplýsingar, hvorki lista með nöfnum þingmanna né lista með þeim þingmönnum sem keyra mest þar sem búið væri að fjarlægja nöfn þeirrra. Báðum beiðnum Stundarinnar var hafnað. 

Í svari frá Helga Bernódussyni, skrifstofustjóra Alþingis, sagði meðal annars að skrifstofan liti svo á að akstur þingmanna væri „einkamál“ þeirra.  „Skrifstofa Alþingis verður því jafnan við beiðnum um upplýsingar um málefni Alþingis í samræmi við upplýsingalög, þó að ákvæði þeirra taki ekki til Alþingis. Hefur verið leitast við að taka saman og útbúa upplýsingar eftir því sem tök eru á. Skrifstofan hefur litið svo á að akstur þingmanna og samband þeirra við kjósendur séu einkamál þeirra og að einkahagsmunir þingmanna geti leitt til þess að takmarka verði upplýsingagjöf eins og gert er skv. 9. gr. upplýsingalaga. Hvernig og með hvaða hætti þingmenn sinna sínum kjördæmum hefur sem sagt verið talið til einkamálefna þeirra. Skrifstofan hefur því ekki látið vinna sérstaklega úr bókhaldi sínu yfirlit yfir akstur hvers og eins þingmanns til birtingar, heldur aðeins látið taka saman hver sé heildarkostnaður af akstri þingmanna skv. endurgreiddum reikningum. En hver og einn þingmaður getur að sjálfsögðu samþykkt að veittar verði upplýsingar um akstursgreiðslur til hans eða veitt þær sjálfur, sbr. 9. gr. upplýsingalaga.“

Bent skal á að Helgi sagði að einungis væri hægt að nálgast þessar upplýsingar ef einstaka þingmenn myndu ákveða að gefa þær upp þrátt fyrir að Stundin hafi einnig beðið um ópersónugreinanlegar upplýsingar

Stundin kærði þessa synjun skrifstofu Alþingis til úrskurðarnefndar um upplýsingamál í byrjun þessa árs og kom niðurstaða nefndarinnar á föstudaginn. 

„Ég hef veitt þær upplýsingar sem ég hef heimild til.“

Forsetinn svaraði en ekki skrifstofustjórinnSteingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, veitti meiri upplýsingar um akstursgjöldin en skrifstofustjóri Alþingis.

Þingmaður fær svör en ekki fjölmiðill

Daginn áður, þann 8. febrúar 2018, svaraði forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, hins vegar fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata, um akstursgjöldin og veitti þá þær upplýsingar sem skrifstofa Alþingis vildi ekki veita Stundinni í ágúst, september 2017 og í janúar 2018. Steingrímur veitti þá upplýsingar - án nafna - um þá 10 þingmenn sem hafa fengið hæstu endurgreiðslurnar vegna akstursgjalda á árunum 2013 til 2017. 

Efstur á listanum er Ásmundur Friðriksson sem fékk 4,6 milljóna króna endurgreiðslur í fyrra vegna aksturs á eigin bifreið eða sem nemur 385 þúsund krónur á mánuði.  Þegar Stundin spurði Ásmund um innheimt akstursgjöld hans í september í fyrra neitaði hann að gefa þau upp en sagði: „Ég er duglegur að heimsækja fólkið í kjördæminu.“

Það sem vekur mikla athygli í þessum svörum skrifstofu Alþingis í fyrra og í janúar í ár, og eins í svörum forseta Alþingis, er að skrifstofan neitaði að veita fjölmiðli sömu upplýsingar og forseti þingsins hefur nú ákveðið að sé í lagi að veita þingmanni. Helgi Bernódusson sagði meðal annars í september um málið: „Ég hef veitt þær upplýsingar sem ég hef heimild til.“ 

Lítill áhugi á málinu á Alþingi

Meðal annars vegna þessara svara, eða skorts á svörum, ákvað Stundin að spyrja alla þingmenn landsins að því hvort þeim hugnaðist að lögum og reglum um upplýsingagjöf um Alþingi yrði breytt þannig að upplýsingalög myndu einnig ná yfir Alþingi. Takmarkaður áhugi var hjá þingmönnum um að svara þessari spurningu. Í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra kom samt fram að hún teldi að upplýsingalög ættu einnig að ná yfir starfsemi Alþingis sem og dómstóla. 

Einungis sjö þingmenn Vinstri grænna svöruðu spurningunum auk þess sem þingflokkur Samfylkingarinnar sendi sameiginlegt svar í gegnum Oddnýju Harðardóttur þingflokksformann. 

Til þess að upplýsingalög geti náð yfir starfsemi Alþingis, meðal annars vegna greiðslna til þingmanna eins og umræddra akstursgjalda, þarf hins vegar að breyta lögum og reglum um upplýsingagjöf þingsins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál getur ekkert annað gert en að vísa frá kærum sem snúa að upplýsingagjöf um starfsemi Alþingis þar sem lögin sem starfsemi nefndarinnar byggjast á ná ekki yfir þessa stofnun. Þar af leiðandi getur fólk ekki heldur komist að því eftir opinberum leiðum hverjir aðrir það eru sem hafa keyrt mest á Alþingi Íslendinga ásamt Ásmundi Friðrikssyni. 

Þetta mun ekki breytast nema að löggjafinn, Alþingi, breyti þess og þá þurfa þingmenn að taka sig saman um það að mikilvægt sé að breyta þessu til að gagnsæi verði meira á Alþingi og setja í kjölfarið ný lög sem myndu láta upplýsingalögin ná yfir starsemi þingsins.  Miðað við svör þingmanna til Stundarinnar nú í janúar er hins vegar afar takmarkaður áhugi á málinu og væntanlega þar af leiðandi slíkum breytingum á lögum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Akstursgjöld

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
Úttekt

Lækk­an­ir akst­ur­greiðslna sýna fram á kosti gagn­sæ­is

Veru­leg­ar upp­hæð­ir spar­ast í akst­urs­kostn­aði þing­manna eft­ir að upp­lýs­ing­ar um end­ur­greiðsl­ur til þeirra voru gerð­ar op­in­ber­ar. Kostn­að­ur vegna akst­urs þing­manna nam alls 42,7 millj­ón­um króna ár­ið 2017, í fyrra hafði upp­hæð­in lækk­að nið­ur í 30,7 millj­ón­ir og í ár er reikn­að með því að kostn­að­ur­inn endi í 26 millj­ón­um.
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
Fréttir

Siðanefnd: Þór­hild­ur Sunna „skað­aði ímynd“ Al­þing­is með um­mæl­um um Ásmund

For­sæt­is­nefnd vildi ekki láta kanna hvort Ásmund­ur Frið­riks­son hefði brot­ið siða­regl­ur þeg­ar hann fékk end­ur­greidd­an akst­urs­kostn­að langt um­fram það sem regl­ur um þing­far­ar­kostn­að gera ráð fyr­ir. Hins veg­ar vís­aði for­sæt­is­nefnd kvört­un Ásmund­ar und­an Þór­hildi Sunnu og Birni Leví til siðanefnd­ar Al­þing­is – og nú hef­ur siðanefnd­in kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Þór­hild­ur Sunna hafi brot­ið siða­regl­ur.
Akstursgreiðslumál „ekki sambærileg“ Klaustursmáli og engin álitaefni um hæfi
Fréttir

Akst­urs­greiðslu­mál „ekki sam­bæri­leg“ Klaust­urs­máli og eng­in álita­efni um hæfi

Helgi Bernód­us­son, skrif­stofu­stjóri Al­þing­is, seg­ir að ekki hafi ver­ið tal­ið til­efni til að beina því til nefnd­ar­manna for­sæt­is­nefnd­ar að meta hæfi sitt með hlið­sjón af regl­um stjórn­sýslu­rétt­ar­ins þeg­ar er­indi Björns Levís Gunn­ars­son­ar um akst­urs­kostn­að þing­manna voru af­greidd. Er­indi Björns hafi ekki feng­ið „stöðu siða­reglu­máls“.
Túlkun forsætisnefndar: Þingmenn þurftu ekki að fylgja fyrirmælum um bílaleigubíla – skrifstofan enn að „innleiða“ reglurnar
Greining

Túlk­un for­sæt­is­nefnd­ar: Þing­menn þurftu ekki að fylgja fyr­ir­mæl­um um bíla­leigu­bíla – skrif­stof­an enn að „inn­leiða“ regl­urn­ar

Ákvæði siða­reglna al­þing­is­manna, um að þeir skuli sjá til þess að end­ur­greiðsla fyr­ir út­gjöld sé í full­komnu sam­ræmi við regl­ur um þing­far­ar­kostn­að, tók ekki til reglna um bíla­leigu­bíla þrátt fyr­ir að skrif­stofa þings­ins bæði þing­menn um að fylgja regl­unni.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár