Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

130 vagnstjórar á móti gæludýrum í Strætó

Strætó hef­ur feng­ið heim­ild frá um­hverf­is­ráðu­neyt­inu til að leyfa gælu­dýr í vögn­un­um. Um er að ræða til­rauna­verk­efni til eins árs. Fé­lag ábyrgra hunda­eig­enda seg­ir þetta gef­ast vel er­lend­is.

130 vagnstjórar á móti gæludýrum í Strætó

Umhverfisráðuneytið hefur veitt Strætó heimild til að leyfa gæludýr í strætisvögnum. Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs og þurfti Strætó undanþágu frá reglugerð um hollustuhætti vegna þess. Stjórn Strætó tekur ákvörðun um málið á morgun, en 130 vagnstjórar hjá Strætó hafa mótmælt hugmyndinni að sögn trúnaðarmanna.

„Við erum bara mjög glöð með ákvörðunina og að Strætó ætli að prófa þetta verkefni,“ segir Rakel Linda Kristjánsdóttir, formaður Félags ábyrgra hundaeigenda. „Það eru ákveðnir hlutir í hundamenningu sem hafa gefist vel annars staðar í heiminum, sem ættu að ganga vel hér líka. En við viljum beina því til hundaeigenda að þessu frelsi fylgir ábyrgð og við berum ábyrgð á okkur sjálfum og hundunum okkar.“

„Það eru ákveðnir hlutir í hundamenningu sem hafa gefist vel annars staðar í heiminum, sem ættu að ganga vel hér líka.“

Heimilt verður að taka hunda, ketti, nagdýr, fugla, kanínur, froska, skrautfiska, skriðdýr og skordýr í vagnana, að því gefnu að þau heimilt sé að halda þau dýr á Íslandi. Skilyrt er að þau verði í búrum aftast í vagninum. Hundar mega þó vera í ól eða beisli, svo framarlega að þeir fari ekki upp á sætin. Óheimilt verður að ferðast með gæludýr á háannatímum, frá 7:00-9:00 og 15:00-18:00. Allir vagnar sem notaðir verða í verkefnið skulu þrifnir vandlega í lok dags.

Mótfallnir gæludýrum í vögnunumTrúnaðarmenn vagnstjóra Strætó andmæla hugmyndum um að leyfa gæludýr í vögnunum.

Astma- og ofnæmisfélag Íslands skilaði inn umsögn í samvinnu við Öryrkjabandalag Íslands og mótmælti hugmyndinni. Veruleg áhætta sé tekin með heilsu fólks með ofnæmi og hætta sé á að margir sem áður nýttu sér Strætó muni ekki hafa þess kost á meðan tilraunaverkefninu standi. Embætti Landlæknis taldi ekki forsendur fyrir því að mótmæla verkefninu, þar sem ekki sé gert fyrir verulegum samgangi gæludýra við fólk í vögnunum og því minni hætta á alvarlegum ofnæmisviðbrögðum.

Í umsögn trúnaðarmanna hjá Strætó kemur fram að þeir geti ekki fallist á ákvörðunina, þar sem vagnarnir séu byggðir til að flytja fólk en ekki dýr. Trúnaðarmenn segjast hafa nöfn 130 vagnstjóra sem séu mótfallir hugmyndinni. Stjórn Strætó tekur ákvörðun um málið á morgun, en undanþáguheimild ráðuneytisins rennur út í lok mars 2019.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár