Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

130 vagnstjórar á móti gæludýrum í Strætó

Strætó hef­ur feng­ið heim­ild frá um­hverf­is­ráðu­neyt­inu til að leyfa gælu­dýr í vögn­un­um. Um er að ræða til­rauna­verk­efni til eins árs. Fé­lag ábyrgra hunda­eig­enda seg­ir þetta gef­ast vel er­lend­is.

130 vagnstjórar á móti gæludýrum í Strætó

Umhverfisráðuneytið hefur veitt Strætó heimild til að leyfa gæludýr í strætisvögnum. Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs og þurfti Strætó undanþágu frá reglugerð um hollustuhætti vegna þess. Stjórn Strætó tekur ákvörðun um málið á morgun, en 130 vagnstjórar hjá Strætó hafa mótmælt hugmyndinni að sögn trúnaðarmanna.

„Við erum bara mjög glöð með ákvörðunina og að Strætó ætli að prófa þetta verkefni,“ segir Rakel Linda Kristjánsdóttir, formaður Félags ábyrgra hundaeigenda. „Það eru ákveðnir hlutir í hundamenningu sem hafa gefist vel annars staðar í heiminum, sem ættu að ganga vel hér líka. En við viljum beina því til hundaeigenda að þessu frelsi fylgir ábyrgð og við berum ábyrgð á okkur sjálfum og hundunum okkar.“

„Það eru ákveðnir hlutir í hundamenningu sem hafa gefist vel annars staðar í heiminum, sem ættu að ganga vel hér líka.“

Heimilt verður að taka hunda, ketti, nagdýr, fugla, kanínur, froska, skrautfiska, skriðdýr og skordýr í vagnana, að því gefnu að þau heimilt sé að halda þau dýr á Íslandi. Skilyrt er að þau verði í búrum aftast í vagninum. Hundar mega þó vera í ól eða beisli, svo framarlega að þeir fari ekki upp á sætin. Óheimilt verður að ferðast með gæludýr á háannatímum, frá 7:00-9:00 og 15:00-18:00. Allir vagnar sem notaðir verða í verkefnið skulu þrifnir vandlega í lok dags.

Mótfallnir gæludýrum í vögnunumTrúnaðarmenn vagnstjóra Strætó andmæla hugmyndum um að leyfa gæludýr í vögnunum.

Astma- og ofnæmisfélag Íslands skilaði inn umsögn í samvinnu við Öryrkjabandalag Íslands og mótmælti hugmyndinni. Veruleg áhætta sé tekin með heilsu fólks með ofnæmi og hætta sé á að margir sem áður nýttu sér Strætó muni ekki hafa þess kost á meðan tilraunaverkefninu standi. Embætti Landlæknis taldi ekki forsendur fyrir því að mótmæla verkefninu, þar sem ekki sé gert fyrir verulegum samgangi gæludýra við fólk í vögnunum og því minni hætta á alvarlegum ofnæmisviðbrögðum.

Í umsögn trúnaðarmanna hjá Strætó kemur fram að þeir geti ekki fallist á ákvörðunina, þar sem vagnarnir séu byggðir til að flytja fólk en ekki dýr. Trúnaðarmenn segjast hafa nöfn 130 vagnstjóra sem séu mótfallir hugmyndinni. Stjórn Strætó tekur ákvörðun um málið á morgun, en undanþáguheimild ráðuneytisins rennur út í lok mars 2019.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár