Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

130 vagnstjórar á móti gæludýrum í Strætó

Strætó hef­ur feng­ið heim­ild frá um­hverf­is­ráðu­neyt­inu til að leyfa gælu­dýr í vögn­un­um. Um er að ræða til­rauna­verk­efni til eins árs. Fé­lag ábyrgra hunda­eig­enda seg­ir þetta gef­ast vel er­lend­is.

130 vagnstjórar á móti gæludýrum í Strætó

Umhverfisráðuneytið hefur veitt Strætó heimild til að leyfa gæludýr í strætisvögnum. Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs og þurfti Strætó undanþágu frá reglugerð um hollustuhætti vegna þess. Stjórn Strætó tekur ákvörðun um málið á morgun, en 130 vagnstjórar hjá Strætó hafa mótmælt hugmyndinni að sögn trúnaðarmanna.

„Við erum bara mjög glöð með ákvörðunina og að Strætó ætli að prófa þetta verkefni,“ segir Rakel Linda Kristjánsdóttir, formaður Félags ábyrgra hundaeigenda. „Það eru ákveðnir hlutir í hundamenningu sem hafa gefist vel annars staðar í heiminum, sem ættu að ganga vel hér líka. En við viljum beina því til hundaeigenda að þessu frelsi fylgir ábyrgð og við berum ábyrgð á okkur sjálfum og hundunum okkar.“

„Það eru ákveðnir hlutir í hundamenningu sem hafa gefist vel annars staðar í heiminum, sem ættu að ganga vel hér líka.“

Heimilt verður að taka hunda, ketti, nagdýr, fugla, kanínur, froska, skrautfiska, skriðdýr og skordýr í vagnana, að því gefnu að þau heimilt sé að halda þau dýr á Íslandi. Skilyrt er að þau verði í búrum aftast í vagninum. Hundar mega þó vera í ól eða beisli, svo framarlega að þeir fari ekki upp á sætin. Óheimilt verður að ferðast með gæludýr á háannatímum, frá 7:00-9:00 og 15:00-18:00. Allir vagnar sem notaðir verða í verkefnið skulu þrifnir vandlega í lok dags.

Mótfallnir gæludýrum í vögnunumTrúnaðarmenn vagnstjóra Strætó andmæla hugmyndum um að leyfa gæludýr í vögnunum.

Astma- og ofnæmisfélag Íslands skilaði inn umsögn í samvinnu við Öryrkjabandalag Íslands og mótmælti hugmyndinni. Veruleg áhætta sé tekin með heilsu fólks með ofnæmi og hætta sé á að margir sem áður nýttu sér Strætó muni ekki hafa þess kost á meðan tilraunaverkefninu standi. Embætti Landlæknis taldi ekki forsendur fyrir því að mótmæla verkefninu, þar sem ekki sé gert fyrir verulegum samgangi gæludýra við fólk í vögnunum og því minni hætta á alvarlegum ofnæmisviðbrögðum.

Í umsögn trúnaðarmanna hjá Strætó kemur fram að þeir geti ekki fallist á ákvörðunina, þar sem vagnarnir séu byggðir til að flytja fólk en ekki dýr. Trúnaðarmenn segjast hafa nöfn 130 vagnstjóra sem séu mótfallir hugmyndinni. Stjórn Strætó tekur ákvörðun um málið á morgun, en undanþáguheimild ráðuneytisins rennur út í lok mars 2019.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár