Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

130 vagnstjórar á móti gæludýrum í Strætó

Strætó hef­ur feng­ið heim­ild frá um­hverf­is­ráðu­neyt­inu til að leyfa gælu­dýr í vögn­un­um. Um er að ræða til­rauna­verk­efni til eins árs. Fé­lag ábyrgra hunda­eig­enda seg­ir þetta gef­ast vel er­lend­is.

130 vagnstjórar á móti gæludýrum í Strætó

Umhverfisráðuneytið hefur veitt Strætó heimild til að leyfa gæludýr í strætisvögnum. Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs og þurfti Strætó undanþágu frá reglugerð um hollustuhætti vegna þess. Stjórn Strætó tekur ákvörðun um málið á morgun, en 130 vagnstjórar hjá Strætó hafa mótmælt hugmyndinni að sögn trúnaðarmanna.

„Við erum bara mjög glöð með ákvörðunina og að Strætó ætli að prófa þetta verkefni,“ segir Rakel Linda Kristjánsdóttir, formaður Félags ábyrgra hundaeigenda. „Það eru ákveðnir hlutir í hundamenningu sem hafa gefist vel annars staðar í heiminum, sem ættu að ganga vel hér líka. En við viljum beina því til hundaeigenda að þessu frelsi fylgir ábyrgð og við berum ábyrgð á okkur sjálfum og hundunum okkar.“

„Það eru ákveðnir hlutir í hundamenningu sem hafa gefist vel annars staðar í heiminum, sem ættu að ganga vel hér líka.“

Heimilt verður að taka hunda, ketti, nagdýr, fugla, kanínur, froska, skrautfiska, skriðdýr og skordýr í vagnana, að því gefnu að þau heimilt sé að halda þau dýr á Íslandi. Skilyrt er að þau verði í búrum aftast í vagninum. Hundar mega þó vera í ól eða beisli, svo framarlega að þeir fari ekki upp á sætin. Óheimilt verður að ferðast með gæludýr á háannatímum, frá 7:00-9:00 og 15:00-18:00. Allir vagnar sem notaðir verða í verkefnið skulu þrifnir vandlega í lok dags.

Mótfallnir gæludýrum í vögnunumTrúnaðarmenn vagnstjóra Strætó andmæla hugmyndum um að leyfa gæludýr í vögnunum.

Astma- og ofnæmisfélag Íslands skilaði inn umsögn í samvinnu við Öryrkjabandalag Íslands og mótmælti hugmyndinni. Veruleg áhætta sé tekin með heilsu fólks með ofnæmi og hætta sé á að margir sem áður nýttu sér Strætó muni ekki hafa þess kost á meðan tilraunaverkefninu standi. Embætti Landlæknis taldi ekki forsendur fyrir því að mótmæla verkefninu, þar sem ekki sé gert fyrir verulegum samgangi gæludýra við fólk í vögnunum og því minni hætta á alvarlegum ofnæmisviðbrögðum.

Í umsögn trúnaðarmanna hjá Strætó kemur fram að þeir geti ekki fallist á ákvörðunina, þar sem vagnarnir séu byggðir til að flytja fólk en ekki dýr. Trúnaðarmenn segjast hafa nöfn 130 vagnstjóra sem séu mótfallir hugmyndinni. Stjórn Strætó tekur ákvörðun um málið á morgun, en undanþáguheimild ráðuneytisins rennur út í lok mars 2019.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár