Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sýslumenn vilja áfram geta sett lögbann á fjölmiðla án dómsúrskurðar

Sýslu­manna­fé­lag Ís­lands leggst gegn frum­varpi Pírata: „Vinn­ur þvert gegn til­gangi lag­anna um lög­bann.“

Sýslumenn vilja áfram geta sett lögbann á fjölmiðla án dómsúrskurðar
Þórólfur Halldórsson Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna lögbannsins í fyrra. Mynd: Pressphotos

Sýslumannafélag Ísland leggst eindregið gegn því að frumvarp Pírata um lögbann á fjölmiðla verði samþykkt, en með frumvarpinu eru lagðar til breytingar í þá veru að ekki verði unnt að leggja lögbann á upplýsingavinnslu og umfjöllun fjölmiðla án dómsúrskurðar.

Í umsögn Sýslumannafélagsins um frumvarpið, sem barst allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í síðustu viku, eru gerðar athugasemdir við ýmis atriði frumvarpsins og varað við réttaróvissu sem kunni að skapast ef það er samþykkt. 

Megingagnrýni félagsins er sú að með frumvarpinu sé dregið verulega úr gagnsemi lögbanns sem aðferðar til að vernda réttindi gerðarbeiðanda, það er þess aðila sem fer fram á að lögbanni sé beitt.

„Ef lögbann á að þjóna tilgangi sínum þá er eðli málsins samkvæmt mjög brýnt að krafa þar um fái skjóta málsmeðferð og er það tilgangur laga um lögbann að ekki þurfi að bíða eftir niðurstöðu dómstóls um efnið. Lögbanni er ætlað að tryggja óbreytt ástand á meðan leitað er álits dómstóla um lögmæti tiltekinnar athafnar,“ segir í umsögn Sýslumannafélagsins sem er undirrituð af Lárusi Bjarnasyni formanni þess.

„Sú tillaga sem lögð er fram í þessu frumvarpi vinnur þvert gegn tilgangi laganna um lögbann og skjóta málmeðferð lögbannsbeiðna. Tillagan stuðlar að mun lengri málsmeðferð og gerir það að verkum að sú réttarfarslega bráðabirgðavernd sem ákvæðum um lögbann er ætlað að tryggja er verulega skert ef ekki gagnslaus.“ 

Þannig telur Sýslumannafélag Íslands að frumvarpið leiði til lengri álsmeðferðar og vinni þvert gegn tilgangi lagaákvæða um lögbann. „Sýslumenn og löglærðir fulltrúar þeirra hafa farið með lögbannsgerðir frá því að dómsvald og umboðsvald í héraði var aðskilið árið 1992 og farist það vel úr hendi. f flestum tilvikum hefur ákvörðun sýslumanna verið staðfest fyrir dómstólum. Loks vakna spurningar um jafnréttissjónarmið í löggjöf þegar ákvæði í heildarlöggjöf eiga ekki að ná til ákveðinna aðila. Sýslumannafélag íslands telur ekki ástæðu til þess að breyta lögum um lögbann á þann hátt sem lagt er til í umræddu frumvarpi og mælir gegn því að frumvarpið verði samþykkt.“

Umsögn Sýslumannafélagsins er í takt við sjónarmið sem Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, viðraði í þingræðu þegar rætt var um frumvarp Pírata þann 21. desember síðastliðinn. 

„Það hefur enga þýðingu, eins og þetta frumvarp hér er, að dómstólar fari að ákveða lögbann eftir að hafa fjallað um stjórnarskrána og tekist á um hana í marga mánuði. Því að þá er tjónið orðið. Þá hefur lögbann enga þýðingu lengur,“ sagði Brynjar. „Þess vegna hefur þetta frumvarp enga þýðingu. Þegar tjáningarfrelsi er takmarkað í lögum gildir það um alla í samfélaginu, líka fjölmiðla.“

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, rakti í sömu umræðum að Mannréttindadómstóll Evrópu hefði gefið út tilmæli um skilyrði sem yrðu að vera fyrir hendi svo skerða mætti tjáningarfrelsi með lögmætum hætti. Augljóst væri að ekkert mat hefði farið fram af hálfu sýslumanns á því hvort skilyrðin væru uppfyllt.

„Ég held því hér fram að það sé ekki nauðsynlegt heldur beinlínis stórhættulegt lýðræðisþjóðfélagi að setja lögbann á umfjöllun fjölmiðla tveimur vikum fyrir kosningar um fjármálaviðskipti þá hæstráðanda framkvæmdarvalds þjóðarinnar,“ sagði hún. „Það er stórhættulegt lýðræðinu og langt frá því að vera nauðsynlegt í lýðræðisríki. Það er því augljóst að matið á hvort það skilyrði hafi verið uppfyllt þegar ákveðið var að setja lögbann á umfjöllun Stundarinnar um fjármálaviðskipti hæstvirts fjármálaráðherra Bjarna Benediktssonar í aðdraganda bankahrunsins 2008 fór ekki fram á skrifstofum sýslumannsembættisins.“

Fyrirvari: Fjölmiðillinn Stundin er aðili að lögbannsmáli sem nú er til meðferðar fyrir dómstólum og hefur verið stefnt af Glitni Holding fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem staðfestingarmál er enn yfirstandandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég hef að góðu að hverfa aftur“
7
Allt af létta

„Ég hef að góðu að hverfa aft­ur“

Guð­mund­ur Karl Brynj­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Linda­kirkju, laut í lægra haldi í bisk­ups­kjöri sem fram fór síðaslið­inn þriðju­dag. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist Guð­mund­ur ganga sátt­ur frá borði. Bisk­ups­kjör­ið hafi ver­ið ánægju­leg og lær­dóms­rík reynsla sem hann sé þakk­lát­ur fyr­ir. Hann seg­ist nú snúa sér aft­ur að sókn­ar­starf­inu í Linda­kirkju. Þar bíði hans mörg verk­efni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
4
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
6
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
6
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár