Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sýslumenn vilja áfram geta sett lögbann á fjölmiðla án dómsúrskurðar

Sýslu­manna­fé­lag Ís­lands leggst gegn frum­varpi Pírata: „Vinn­ur þvert gegn til­gangi lag­anna um lög­bann.“

Sýslumenn vilja áfram geta sett lögbann á fjölmiðla án dómsúrskurðar
Þórólfur Halldórsson Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna lögbannsins í fyrra. Mynd: Pressphotos

Sýslumannafélag Ísland leggst eindregið gegn því að frumvarp Pírata um lögbann á fjölmiðla verði samþykkt, en með frumvarpinu eru lagðar til breytingar í þá veru að ekki verði unnt að leggja lögbann á upplýsingavinnslu og umfjöllun fjölmiðla án dómsúrskurðar.

Í umsögn Sýslumannafélagsins um frumvarpið, sem barst allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í síðustu viku, eru gerðar athugasemdir við ýmis atriði frumvarpsins og varað við réttaróvissu sem kunni að skapast ef það er samþykkt. 

Megingagnrýni félagsins er sú að með frumvarpinu sé dregið verulega úr gagnsemi lögbanns sem aðferðar til að vernda réttindi gerðarbeiðanda, það er þess aðila sem fer fram á að lögbanni sé beitt.

„Ef lögbann á að þjóna tilgangi sínum þá er eðli málsins samkvæmt mjög brýnt að krafa þar um fái skjóta málsmeðferð og er það tilgangur laga um lögbann að ekki þurfi að bíða eftir niðurstöðu dómstóls um efnið. Lögbanni er ætlað að tryggja óbreytt ástand á meðan leitað er álits dómstóla um lögmæti tiltekinnar athafnar,“ segir í umsögn Sýslumannafélagsins sem er undirrituð af Lárusi Bjarnasyni formanni þess.

„Sú tillaga sem lögð er fram í þessu frumvarpi vinnur þvert gegn tilgangi laganna um lögbann og skjóta málmeðferð lögbannsbeiðna. Tillagan stuðlar að mun lengri málsmeðferð og gerir það að verkum að sú réttarfarslega bráðabirgðavernd sem ákvæðum um lögbann er ætlað að tryggja er verulega skert ef ekki gagnslaus.“ 

Þannig telur Sýslumannafélag Íslands að frumvarpið leiði til lengri álsmeðferðar og vinni þvert gegn tilgangi lagaákvæða um lögbann. „Sýslumenn og löglærðir fulltrúar þeirra hafa farið með lögbannsgerðir frá því að dómsvald og umboðsvald í héraði var aðskilið árið 1992 og farist það vel úr hendi. f flestum tilvikum hefur ákvörðun sýslumanna verið staðfest fyrir dómstólum. Loks vakna spurningar um jafnréttissjónarmið í löggjöf þegar ákvæði í heildarlöggjöf eiga ekki að ná til ákveðinna aðila. Sýslumannafélag íslands telur ekki ástæðu til þess að breyta lögum um lögbann á þann hátt sem lagt er til í umræddu frumvarpi og mælir gegn því að frumvarpið verði samþykkt.“

Umsögn Sýslumannafélagsins er í takt við sjónarmið sem Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, viðraði í þingræðu þegar rætt var um frumvarp Pírata þann 21. desember síðastliðinn. 

„Það hefur enga þýðingu, eins og þetta frumvarp hér er, að dómstólar fari að ákveða lögbann eftir að hafa fjallað um stjórnarskrána og tekist á um hana í marga mánuði. Því að þá er tjónið orðið. Þá hefur lögbann enga þýðingu lengur,“ sagði Brynjar. „Þess vegna hefur þetta frumvarp enga þýðingu. Þegar tjáningarfrelsi er takmarkað í lögum gildir það um alla í samfélaginu, líka fjölmiðla.“

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, rakti í sömu umræðum að Mannréttindadómstóll Evrópu hefði gefið út tilmæli um skilyrði sem yrðu að vera fyrir hendi svo skerða mætti tjáningarfrelsi með lögmætum hætti. Augljóst væri að ekkert mat hefði farið fram af hálfu sýslumanns á því hvort skilyrðin væru uppfyllt.

„Ég held því hér fram að það sé ekki nauðsynlegt heldur beinlínis stórhættulegt lýðræðisþjóðfélagi að setja lögbann á umfjöllun fjölmiðla tveimur vikum fyrir kosningar um fjármálaviðskipti þá hæstráðanda framkvæmdarvalds þjóðarinnar,“ sagði hún. „Það er stórhættulegt lýðræðinu og langt frá því að vera nauðsynlegt í lýðræðisríki. Það er því augljóst að matið á hvort það skilyrði hafi verið uppfyllt þegar ákveðið var að setja lögbann á umfjöllun Stundarinnar um fjármálaviðskipti hæstvirts fjármálaráðherra Bjarna Benediktssonar í aðdraganda bankahrunsins 2008 fór ekki fram á skrifstofum sýslumannsembættisins.“

Fyrirvari: Fjölmiðillinn Stundin er aðili að lögbannsmáli sem nú er til meðferðar fyrir dómstólum og hefur verið stefnt af Glitni Holding fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem staðfestingarmál er enn yfirstandandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
3
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
4
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár