Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sýslumenn vilja áfram geta sett lögbann á fjölmiðla án dómsúrskurðar

Sýslu­manna­fé­lag Ís­lands leggst gegn frum­varpi Pírata: „Vinn­ur þvert gegn til­gangi lag­anna um lög­bann.“

Sýslumenn vilja áfram geta sett lögbann á fjölmiðla án dómsúrskurðar
Þórólfur Halldórsson Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna lögbannsins í fyrra. Mynd: Pressphotos

Sýslumannafélag Ísland leggst eindregið gegn því að frumvarp Pírata um lögbann á fjölmiðla verði samþykkt, en með frumvarpinu eru lagðar til breytingar í þá veru að ekki verði unnt að leggja lögbann á upplýsingavinnslu og umfjöllun fjölmiðla án dómsúrskurðar.

Í umsögn Sýslumannafélagsins um frumvarpið, sem barst allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í síðustu viku, eru gerðar athugasemdir við ýmis atriði frumvarpsins og varað við réttaróvissu sem kunni að skapast ef það er samþykkt. 

Megingagnrýni félagsins er sú að með frumvarpinu sé dregið verulega úr gagnsemi lögbanns sem aðferðar til að vernda réttindi gerðarbeiðanda, það er þess aðila sem fer fram á að lögbanni sé beitt.

„Ef lögbann á að þjóna tilgangi sínum þá er eðli málsins samkvæmt mjög brýnt að krafa þar um fái skjóta málsmeðferð og er það tilgangur laga um lögbann að ekki þurfi að bíða eftir niðurstöðu dómstóls um efnið. Lögbanni er ætlað að tryggja óbreytt ástand á meðan leitað er álits dómstóla um lögmæti tiltekinnar athafnar,“ segir í umsögn Sýslumannafélagsins sem er undirrituð af Lárusi Bjarnasyni formanni þess.

„Sú tillaga sem lögð er fram í þessu frumvarpi vinnur þvert gegn tilgangi laganna um lögbann og skjóta málmeðferð lögbannsbeiðna. Tillagan stuðlar að mun lengri málsmeðferð og gerir það að verkum að sú réttarfarslega bráðabirgðavernd sem ákvæðum um lögbann er ætlað að tryggja er verulega skert ef ekki gagnslaus.“ 

Þannig telur Sýslumannafélag Íslands að frumvarpið leiði til lengri álsmeðferðar og vinni þvert gegn tilgangi lagaákvæða um lögbann. „Sýslumenn og löglærðir fulltrúar þeirra hafa farið með lögbannsgerðir frá því að dómsvald og umboðsvald í héraði var aðskilið árið 1992 og farist það vel úr hendi. f flestum tilvikum hefur ákvörðun sýslumanna verið staðfest fyrir dómstólum. Loks vakna spurningar um jafnréttissjónarmið í löggjöf þegar ákvæði í heildarlöggjöf eiga ekki að ná til ákveðinna aðila. Sýslumannafélag íslands telur ekki ástæðu til þess að breyta lögum um lögbann á þann hátt sem lagt er til í umræddu frumvarpi og mælir gegn því að frumvarpið verði samþykkt.“

Umsögn Sýslumannafélagsins er í takt við sjónarmið sem Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, viðraði í þingræðu þegar rætt var um frumvarp Pírata þann 21. desember síðastliðinn. 

„Það hefur enga þýðingu, eins og þetta frumvarp hér er, að dómstólar fari að ákveða lögbann eftir að hafa fjallað um stjórnarskrána og tekist á um hana í marga mánuði. Því að þá er tjónið orðið. Þá hefur lögbann enga þýðingu lengur,“ sagði Brynjar. „Þess vegna hefur þetta frumvarp enga þýðingu. Þegar tjáningarfrelsi er takmarkað í lögum gildir það um alla í samfélaginu, líka fjölmiðla.“

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, rakti í sömu umræðum að Mannréttindadómstóll Evrópu hefði gefið út tilmæli um skilyrði sem yrðu að vera fyrir hendi svo skerða mætti tjáningarfrelsi með lögmætum hætti. Augljóst væri að ekkert mat hefði farið fram af hálfu sýslumanns á því hvort skilyrðin væru uppfyllt.

„Ég held því hér fram að það sé ekki nauðsynlegt heldur beinlínis stórhættulegt lýðræðisþjóðfélagi að setja lögbann á umfjöllun fjölmiðla tveimur vikum fyrir kosningar um fjármálaviðskipti þá hæstráðanda framkvæmdarvalds þjóðarinnar,“ sagði hún. „Það er stórhættulegt lýðræðinu og langt frá því að vera nauðsynlegt í lýðræðisríki. Það er því augljóst að matið á hvort það skilyrði hafi verið uppfyllt þegar ákveðið var að setja lögbann á umfjöllun Stundarinnar um fjármálaviðskipti hæstvirts fjármálaráðherra Bjarna Benediktssonar í aðdraganda bankahrunsins 2008 fór ekki fram á skrifstofum sýslumannsembættisins.“

Fyrirvari: Fjölmiðillinn Stundin er aðili að lögbannsmáli sem nú er til meðferðar fyrir dómstólum og hefur verið stefnt af Glitni Holding fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem staðfestingarmál er enn yfirstandandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár