Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Stöðvuð við dreifingu kynningarefnis í Valhöll

Áslaug Frið­riks­dótt­ir, fram­bjóð­andi í leið­toga­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins, mátti ekki dreifa bæk­ling­um á fundi Hvat­ar í Val­höll því at­kvæða­greiðsla ut­an kjör­fund­ar var þeg­ar haf­in í sömu bygg­ingu.

Stöðvuð við dreifingu kynningarefnis í Valhöll

Starfsfólk Sjálfstæðisflokksins hafði afskipti af dreifingu kynningarefnis fyrir framboð Áslaugar Friðriksdóttur í leiðtogaprófkjörinu í Reykjavík á hádegisfundi Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna, í Valhöll í gær.

Ástæðan er sú að utankjörfundaratkvæðagreiðsla var í gangi í sömu byggingu meðan á fundinum stóð og áróður er bannaður á kjörstað. 

Áslaug segir í samtali við Stundina að sér hafi komið á óvart að hún mætti ekki kynna framboðið sitt á fundinum, enda hafi atkvæðagreiðslan farið fram á annarri hæð í byggingunni. 

Hún tekur fram að venjulega hafi Hvöt staðið að sérstökum fundi fyrir kvenframbjóðendur í Reykjavík, en nú hafi hún verið eina konan sem var í framboði.

Haldinn hafi verið hádegisfundur um nýsköpun í opinberri þjónustu og sér verið boðið að halda erindi ásamt fleiri sjálfstæðiskonum. 

„Kannski eru menn eitthvað að fara á taugum. Ef svo er ég þá lít ég á þetta sem styrkleikamerki fyrir mitt framboð,“ sagði Áslaug í gær þegar Stundin og Vísir.is greindu frá því að hann hefði verið meinað að halda erindi á fundinum á þeim grundvelli að áróður á kjörstað væri bannaður. 

„Það er langt síðan fundurinn var auglýstur og það hefði þá átt að gera athugasemd við þetta fyrr,“ segir Áslaug í samtali við Stundina og staðfestir að höfð hafi verið afskipti af dreifingu hennar á kynningarefni. Hún segist hafa talið sig vera í fullum rétti til að dreifa slíku efni á fundinum, enda væri kjörstaður ekki á þeirri hæð sem fundurinn fór fram heldur á annarri hæð í byggingunni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sveitarstjórnarkosningar 2018

Laun íslenskra bæjarstjóra hærri en í erlendum stórborgum
ÚttektSveitarstjórnarkosningar 2018

Laun ís­lenskra bæj­ar­stjóra hærri en í er­lend­um stór­borg­um

Árs­laun bæj­ar­stjóra Garða­bæj­ar og Kópa­vogs eru hærri en borg­ar­stjóra New York og London. Báð­ir bæj­ar­stjór­ar eru á hærri laun­um en for­sæt­is­ráð­herra. Laun bæj­ar­stjóra Kópa­vogs hækk­uðu um tæp 58% á kjör­tíma­bil­inu og laun bæj­ar­stjóra Reykja­nes­bæj­ar um 36%. „Allt órétt­læti mun kalla á meiri óánægju,“ seg­ir formað­ur stétt­ar­fé­lags­ins BSRB.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár