Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Hef meiri áhyggjur af hundrað daga hömlum á tjáningarfrelsi en einhverri virðisaukaskattsprósentu“

Fjöldi þing­manna tel­ur Rík­is­út­varp­ið vera rót vand­ans í ís­lensku fjöl­miðlaum­hverfi. Andrés Ingi Jóns­son, þing­mað­ur Vinstri grænna, beindi sjón­um að lög­bann­inu á um­fjöll­un um fjár­mál vald­hafa og tregðu hins op­in­bera til að svara fjöl­miðl­um.

„Hef meiri áhyggjur af hundrað daga hömlum á tjáningarfrelsi en einhverri virðisaukaskattsprósentu“

Sérstök umræða um stöðu einkarekinna fjölmiðla sem fram fór á Alþingi í hádeginu hverfðist að verulegu leyti um Ríkisútvarpið og stöðu þess á auglýsingamarkaði.

„Það er bara staðreynd að miðað við það fyrirkomulag sem við höfum haft, þá er búið að skekkja stöðuna með þeim hætti að það verður ekki við unað. Fíllinn í stofunni heitir Ríkisútvarpið,“ sagði Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem átti frumkvæði að umræðunni. 

Nefnd sem skipuð var af Illuga Gunnarssyni, þáverandi menntamálaráðherra, árið 2016 lauk störfum og afhenti skýrslu um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla í dag. Þar er meðal annars hvatt til þess að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði og að áfengis- og tóbaksauglýsingar verði heimilaðar. Viðskiptaráð hefur sent út fréttatilkynningu þar sem tillögunum er fagnað og var málflutningur margra þingmanna í takt við áherslur nefndarinnar.  

Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, furðaði sig á málflutningi málshefjanda um Ríkisútvarpið og taldi vegið að stofnun sem hefði gegnt ómissandi hlutverki fyrir íslenskt samfélag í gegnum tíðina. 

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, var hins vegar að miklu leyti sammála Óla Birni um að staða RÚV væri rót vandans á íslenskum fjölmiðlamarkaði.

„Ástæðan fyrir skakkri samkeppnisstöðu á íslenskum fjölmiðlamarkaði er inngrip ríkisins í þennan markað, gríðarlega mikill stuðningur við einn tiltekinn fjölmiðil, Ríkisútvarpið,“ sagði Þorsteinn og velti því upp hvort aðkoma ríkisins að því að skaffa hágæða íslenskt dagskrárefni ætti ef til vill frekar að vera í gegnum samkeppnissjóði heldur en rekstur fjölmiðils. 

Una Hildardóttir, varaþingkona Vinstri grænna, sagði mikilvægt að standa við bakið á rannsóknarblaðamennsku. „Því beini ég því til hæstvirts mennta- og menningarmálaráðherra að skoða möguleikann á sérstökum sjóði fyrir rannsóknarblaðamennsku sem hægt væri að starfrækja á svipaðan hátt og launasjóð listamanna,“ sagði hún. 

Sagði hið opinbera þurfa að horfa í eigin barm

Andés Ingi Jónsson, þingmaður sama flokks, benti á að það væri fleira en fjárhagslegar áhyggjur sem gerðu fjölmiðlum lífið leitt á Íslandi.

„Þar getur hið opinbera litið nokkuð í eigin barm þegar kemur að því að svara upplýsingabeiðnum. Þá er ég ekki bara að tala um ráðuneytin sem oft draga lappirnar fram úr öllu hófi með að svara sjálfsögðum einföldum beiðnum fjölmiðla, heldur líka okkur hér á Alþingi sem virðumst eiga mjög erfitt með að svara greinargott þeim fyrirspurnum sem að okkur er beint varðandi rekstur þingsins,“ sagði Andrés. 

„Svo verð ég að nefna það sem enginn hefur nefnt og kemur mér nokkuð á óvart, sem er lögbannið á Stundina. Við erum í þeirri stöðu að fulltrúi framkvæmdavaldsins, fyrir hundrað dögum, setti lögbann á umfjöllun um hagsmunatengsl æðstu valdhafa. Ég, frú forseti, hef meiri áhyggjur af hundrað daga hömlum á tjáningarfrelsi en einhverri virðisaukaskattsprósentu.“ 

Fyrirvari: Fjölmiðillinn Stundin er aðili að lögbannsmálinu, sem hér er fjallað um, og hefur verið stefnt af Glitni Holding fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem staðfestingarmál er enn yfirstandandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár