Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Hef meiri áhyggjur af hundrað daga hömlum á tjáningarfrelsi en einhverri virðisaukaskattsprósentu“

Fjöldi þing­manna tel­ur Rík­is­út­varp­ið vera rót vand­ans í ís­lensku fjöl­miðlaum­hverfi. Andrés Ingi Jóns­son, þing­mað­ur Vinstri grænna, beindi sjón­um að lög­bann­inu á um­fjöll­un um fjár­mál vald­hafa og tregðu hins op­in­bera til að svara fjöl­miðl­um.

„Hef meiri áhyggjur af hundrað daga hömlum á tjáningarfrelsi en einhverri virðisaukaskattsprósentu“

Sérstök umræða um stöðu einkarekinna fjölmiðla sem fram fór á Alþingi í hádeginu hverfðist að verulegu leyti um Ríkisútvarpið og stöðu þess á auglýsingamarkaði.

„Það er bara staðreynd að miðað við það fyrirkomulag sem við höfum haft, þá er búið að skekkja stöðuna með þeim hætti að það verður ekki við unað. Fíllinn í stofunni heitir Ríkisútvarpið,“ sagði Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem átti frumkvæði að umræðunni. 

Nefnd sem skipuð var af Illuga Gunnarssyni, þáverandi menntamálaráðherra, árið 2016 lauk störfum og afhenti skýrslu um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla í dag. Þar er meðal annars hvatt til þess að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði og að áfengis- og tóbaksauglýsingar verði heimilaðar. Viðskiptaráð hefur sent út fréttatilkynningu þar sem tillögunum er fagnað og var málflutningur margra þingmanna í takt við áherslur nefndarinnar.  

Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, furðaði sig á málflutningi málshefjanda um Ríkisútvarpið og taldi vegið að stofnun sem hefði gegnt ómissandi hlutverki fyrir íslenskt samfélag í gegnum tíðina. 

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, var hins vegar að miklu leyti sammála Óla Birni um að staða RÚV væri rót vandans á íslenskum fjölmiðlamarkaði.

„Ástæðan fyrir skakkri samkeppnisstöðu á íslenskum fjölmiðlamarkaði er inngrip ríkisins í þennan markað, gríðarlega mikill stuðningur við einn tiltekinn fjölmiðil, Ríkisútvarpið,“ sagði Þorsteinn og velti því upp hvort aðkoma ríkisins að því að skaffa hágæða íslenskt dagskrárefni ætti ef til vill frekar að vera í gegnum samkeppnissjóði heldur en rekstur fjölmiðils. 

Una Hildardóttir, varaþingkona Vinstri grænna, sagði mikilvægt að standa við bakið á rannsóknarblaðamennsku. „Því beini ég því til hæstvirts mennta- og menningarmálaráðherra að skoða möguleikann á sérstökum sjóði fyrir rannsóknarblaðamennsku sem hægt væri að starfrækja á svipaðan hátt og launasjóð listamanna,“ sagði hún. 

Sagði hið opinbera þurfa að horfa í eigin barm

Andés Ingi Jónsson, þingmaður sama flokks, benti á að það væri fleira en fjárhagslegar áhyggjur sem gerðu fjölmiðlum lífið leitt á Íslandi.

„Þar getur hið opinbera litið nokkuð í eigin barm þegar kemur að því að svara upplýsingabeiðnum. Þá er ég ekki bara að tala um ráðuneytin sem oft draga lappirnar fram úr öllu hófi með að svara sjálfsögðum einföldum beiðnum fjölmiðla, heldur líka okkur hér á Alþingi sem virðumst eiga mjög erfitt með að svara greinargott þeim fyrirspurnum sem að okkur er beint varðandi rekstur þingsins,“ sagði Andrés. 

„Svo verð ég að nefna það sem enginn hefur nefnt og kemur mér nokkuð á óvart, sem er lögbannið á Stundina. Við erum í þeirri stöðu að fulltrúi framkvæmdavaldsins, fyrir hundrað dögum, setti lögbann á umfjöllun um hagsmunatengsl æðstu valdhafa. Ég, frú forseti, hef meiri áhyggjur af hundrað daga hömlum á tjáningarfrelsi en einhverri virðisaukaskattsprósentu.“ 

Fyrirvari: Fjölmiðillinn Stundin er aðili að lögbannsmálinu, sem hér er fjallað um, og hefur verið stefnt af Glitni Holding fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem staðfestingarmál er enn yfirstandandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár