Hinn 1. nóvember 2014 settist Sindri Már Finnbogason niður við skrifborðið sitt að Grjótagötu 7 og leit í kringum sig. Þessi skrifstofa var alltof stór fyrir hann. Á víð og dreif lágu pappakassar og skrifstofuhúsgögnin höfðu enn ekki fengið sinn eigin samastað. Sindri hafði mánuði fyrr stofnað miðasöluvefinn Tix.is og var enn eini starfsmaðurinn. Og nú var hann kominn með skrifstofu og ætlaði í samkeppni við fyrirtækið sem hann stofnaði tíu árum fyrr, fyrirtæki sem hafði átt allan markaðinn undanfarin áratug. Hvað í fjandanum var hann að hugsa?
Á einungis þremur árum hefur miðasöluvefurinn Tix.is tekið yfir miðasölumarkaðinn á Íslandi, er kominn með yfir 90 prósent markaðshlutdeild og kominn í útrás í Skandinavíu. „Þetta gerðist ótrúlega hratt og var mjög erfitt á tímabili. Ég var í raun bara hér, allan sólarhringinn, að forrita og hamast.“
Blaðamaður Stundarinnar heimsótti Sindra og fékk að heyra söguna að baki Tix.is.
Athugasemdir