Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Samráð við almenning um stjórnarskrá „skoðað“

Aldrei áð­ur hafa nið­ur­stöð­ur ráð­gef­andi þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu, sem Al­þingi boð­aði til, ver­ið huns­að­ar. Katrín Jak­obs­dótt­ir boð­ar að „skoð­að verði“ hvort efnt verði til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um ein­staka hluta stjórn­ar­skrár­inn­ar, ann­að hvort ráð­gef­andi eða bind­andi.

Samráð við almenning um stjórnarskrá „skoðað“
Katrín Jakobsdóttir Forsætisráðherra heldur opnu í minnisblaði sínu að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um ákveðin atriði stjórnarskrárinnar. Niðurstöðum atkvæðagreiðslu frá 2012 hefur ekki verið fylgt. Mynd: Pressphotos

Í aðeins eitt skipti hefur niðurstöðum ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu sem Alþingi hefur stofnað til ekki verið fylgt. 

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðaði í síðasta mánuði að í skoðun yrði hvort almenningur fengi aðkomu að breytingum að stjórnarskrá íslenska lýðveldisins árið 2020. Það verði hugsanlega gert í kjölfar þess að stjórnmálaflokkarnir hafa mótað afstöðu til breytinga á stjórnarskránni.

„Allir flokkar sem sæti eiga á Alþingi vinni sameiginlega að því að fara skipulega og heildstætt yfir stjórnarskrá lýðveldisins og tillögur sem fram hafa komið á undanförnum árum með það fyrir augum að vinna að breytingartillögum sem lagðar yrðu fyrir Alþingi hverju sinni í breiðri sátt að undangengnu víðtæku samráði,“ segir í minnisblaði Katrínar til formanna flokkanna á Alþingi.

Samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 að frumvarp stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár yrði grunnur nýrrar stjórnarskrár. 66,9% kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslunni svöruðu spurningunni játandi: „Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?“ 

Það var fjórða ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslan í Íslandssögunni að frumkvæði Alþingis. Áður hafði Alþingi heimilað þjóðinni að taka afstöðu til innflutningsbanns á áfengi árið 1908, til þegnskylduvinnu karlmanna árið 1916 og til afnáms áfengisbanns árið 1933. Í öllum þeim tilvikum var farið eftir niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslna. Kosningaþátttakan 2012 var sambærileg við árið 1916, nokkuð minni en árið 1908, en meiri en 1933.

Af minnisblaði forsætisráðherra virðist óljóst með aðkomu almennings og hversu mikið tillit verði tekið til þeirra draga að stjórnarskrá sem almenningur samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu að yrði til grundvallar: „Hliðsjón verður höfð af þeirri miklu vinnu sem lögð hefur verið í endurskoðun á undanförnum árum, sbr. t.d. þjóðfund, stjórnlaganefnd og stjórnlagaráð auk starfa stjórnarskrárnefnda 2005–2007 og 2013–2016, þeirri miklu samfélagslegu umræðu sem átt hefur sér stað, umræðu og nefndavinnu á Alþingi auk afstöðu kjósenda að því marki sem hún hefur þegar komið fram,“ sagði í minnisblaðinu. „Eftir eðli málsins hverju sinni verður skoðað hvort efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um einstök frumvörp, annaðhvort í formi ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða alþingiskosningum eða í formi bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu í lok ferlis.“  

Í þjóðaratkvæðagreiðslunni í október 2012 samþykktu kjósendur meðal annars að öll atkvæði á landinu ættu að vega jafnt (66,5%), að persónukjör í þingkosningum yrði heimilað í auknum mæli (78,4%), að almenningur gæti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu (73,3%) og að náttúruauðlindir, sem ekki eru í einkaeigu, yrðu lýstar þjóðareign (82,9%). Skiptar skoðanir eru meðal flokkanna um þessi atriði, sérstaklega þegar við kemur jöfnu vægi atkvæða og persónukjöri, enda hafa þau áhrif á hagsmuni tiltekinna stjórnmálaflokka.

Fyrri stjórnarskrárnefnd

Árið 2005 var skipuð stjórnarskrárnefnd á Alþingi undir forystu Jóns Kristjánssonar, fyrrverandi heilbrigðisráðherra úr Framsóknarflokknum, í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

Í áfangaskýrslu nefndarinnar var meðal annars gagnrýnt að ekki hafi verið haft samráð við alla flokka áður en skipunarbréf var sent út. Þá stóð til að „kynna“ niðurstöður nefndarinnar fyrir almenningi til að ýta undir umræðu almennings um hugmyndir nefndarinnar. „Formaðurinn minnti á að nefndin ætti að hafa það að leiðarljósi að starfa fyrir opnum tjöldum og gefa almenningi kost á að leggja orð í belg. Til stæði að opna heimasíðu og óskaði hann eftir frekari hugmyndum frá nefndarmönnum um það hvernig best væri að standa að kynningarmálum. Nefndarmenn tóku undir að nauðsynlegt væri að stuðla að víðtækri og upplýstri umræðu í þjóðfélaginu um stjórnarskrána og endurskoðun hennar. Rætt var um að efna á einhverju stigi til funda víðs vegar um land til að kynna hugmyndir nefndarinnar. Þá kom fram sú hugmynd að efna á einhverju stigi til stjórnlagaþings,“ sagði í fundargerð fyrsta fundar þeirrar nefndar. 

Hugmyndir höfðu verið uppi um stjórnlagaþing allt frá samþykkt núverandi stjórnarskrár árið 1944. Haldinn var þjóðfundur árið 2010 og voru síðar almennar kosningar til stjórnlagaþings árið 2010. Framkvæmd kosningarinnar var dæmd ólögleg af Hæstarétti, og í kjölfarið valdi Alþingi hina kjörnu meðlimi í stjórnlagaráð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þegar kemur að viðkvæmum málum“
FréttirStjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þeg­ar kem­ur að við­kvæm­um mál­um“

Þor­steinn Pálm­ars­son, eig­andi Allt-af ehf, fyr­ir­tæk­is­ins sem fjar­lægði veggl­ista­verk­ið „Hvar er nýja stjórn­ar­skrá­in?“ seg­ist oft upp­lifa sig á milli steins og sleggju í deilu­mál­um milli þeirra sem mála á veggi og þeirra sem biðja um að verk­in verði fjar­lægð. Hann vann við að hreinsa til eft­ir mót­mæli í Búsáhalda­bylt­ing­unni.

Mest lesið

Meira undir en vilji til að slá eign sinni á herbergi
5
Allt af létta

Meira und­ir en vilji til að slá eign sinni á her­bergi

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði ein­hug inn­an þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins um setu­verk­fall hefði þeim ver­ið gert að skipta um þing­flokks­her­bergi. Sam­fylk­ing­in ósk­aði eft­ir því að fá stærsta þing­flokks­her­berg­ið sem Sjálf­stæð­is­menn hafa haft til um­ráða frá ár­inu 1941 en fékk það ekki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Orrustan um Hafnarfjörð
6
ÚttektCarbfix-málið

Orr­ust­an um Hafn­ar­fjörð

Íbú­ar í Hafnar­firði lýsa áhyggj­um af áætl­un­um Car­bfix vegna Coda Term­inal-verk­efn­is­ins, þar sem áætl­að er að dæla nið­ur kol­díoxí­óði í næsta ná­grenni við íbúa­byggð. Fyrstu kynn­ing­ar Car­bfix hafi ver­ið allt aðr­ar en síð­ar kom í ljós. Þá eru skipt­ar skoð­an­ir á verk­efn­inu inn­an bæj­ar­stjórn­ar en odd­viti VG furð­ar sig á með­vit­und­ar­leysi borg­ar­full­trúa í Reykja­vík.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár