Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Logi: „Er ekki allt í lagi þótt eitthvað af útgerðarfyrirtækjum fari á hausinn?“

Loga Ein­ars­syni, for­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, finnst skjóta skökku við að Óli Björn Kára­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, boði frjáls­hyggju en vilji um leið hlífa út­gerð­ar­fyr­ir­tækj­um við járnaga mark­að­ar­ins.

Logi: „Er ekki allt í lagi þótt eitthvað af útgerðarfyrirtækjum fari á hausinn?“

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir lykilatriði í umræðum um veiðigjöld og fiskveiðistjórnunarkerfið á Íslandi að þjóðin fái aukna hlutdeild í arðinum af sameiginlegum auðlindum og að byggðunum í landinu blæði ekki. 

Í stjórnmálaumræðum á Alþingi rétt í þessu gagnrýndi hann Óla Björn Kárason, þingmann Sjálfstæðisflokksins, fyrir að að vera frjálshyggjumaður í orði en tala um leið fyrir því að útgerðarfyrirtækjum væri hlíft við aga markaðarins. 

„Með veiðigjöldin þá viljum við fyrst og fremst að þjóðin fái hærri afgjöld af sameiginlegum auðlindum sínum, hvort sem um er að ræða í sjó eða orku eða annað slíkt. Auðvitað getur slíkt kerfi leitt til mikillar samþjöppunar, en það eru líka til aðrar leiðir til að halda uppi byggðum í landinu en að þvinga menn til að standa í útgerð og atvinnuháttum sem í rauninni kannski bera sig ekki lengur,“ sagði Logi og spurði: „Af hverju bjóðum við ekki út eitthvað af þessum kvóta, af hverju tökum við ekki byggðakvótann og látum byggðirnar fá peningana í staðinn fyrir að vera með þetta kerfi sem við erum með í dag og gera þeim kannski kleift að byggja upp á nýjum atvinnuvegum, ferðaþjónustu, nýsköpun og öðru slíku?“

„Aðalatriðið er að byggðunum blæði ekki“

Þá sagði hann ótrúlegt að hlusta á málflutning Óla Björns Kárasonar, „fulltrúa frjálshyggjunnar“, í umræðum um útgerðina. „Á hún að lúta allt öðrum lögmálum, öðrum en verkfræðistofur, rakarastofur eða nuddstofur? Er ekki allt í lagi þótt eitthvað af útgerðarfyrirtækjum fari á hausinn og við leitum í hagkvæmasta reksturinn, þannig að þjóðin fái á endanum afgjaldið? Aðalatriðið er að byggðunum blæði ekki, en ef að háttvirtur þingmaður getur fullvissað mig um að í núverandi kerfi hafi byggðunum ekki blætt, þá skal ég bara biðjast afsökunar.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fiskveiðar

Mest lesið

Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
2
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Yfir 40% stuðningsmanna Miðflokksins kusu Sjálfstæðisflokkinn síðast
6
GreiningAlþingiskosningar 2024

Yf­ir 40% stuðn­ings­manna Mið­flokks­ins kusu Sjálf­stæð­is­flokk­inn síð­ast

Könn­un­ar­fyr­ir­tæk­ið Maskína hef­ur op­in­ber­að nið­ur­stöð­ur sem gefa nýja inn­sýn í það hvernig kjör­fylg­ið frá 2021 dreif­ist á flokka nú. Fylg­ið sem skóp kosn­inga­sig­ur Fram­sókn­ar ár­ið 2021 virð­ist hafa tvístr­ast í all­ar átt­ir og helm­ing­ur kjós­enda Pírata hyggst nú kjósa Sam­fylk­ingu eða Við­reisn. Einn af hverj­um fjór­um kjós­end­um Sjálf­stæð­is­flokks ár­ið 2021 gef­ur sig upp á Mið­flokk­inn, sam­kvæmt nið­ur­stöð­um Maskínu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár