Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ríkissaksóknari segir varðveislu gagna ekki hafa verið ábótavant í máli Roberts Downey

Sig­ríð­ur J. Frið­jóns­dótt­ir rík­is­sak­sókn­ari seg­ir til­kynn­ingu lög­reglu til Önnu Katrín­ar Snorra­dótt­ur, um að gögn­um í máli Roberts Dow­ney hafi ver­ið eytt, byggða á mis­skiln­ingi

Ríkissaksóknari segir varðveislu gagna ekki hafa verið ábótavant í máli Roberts Downey
Var að sagt að gögnunum hefði verið eytt Önnu Katrínu Snorradóttur var tilkynnt í síðasta mánuði að öllum gögnum í fyrra sakamáli Róberts Downey hefði verið eytt. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ekkert bendir til þess að gögn í máli Roberts Downey hafi týnst eða að þeim hafi verið eytt á skjön við verkferla. Þetta kom fram á opnum fundi í allsherjar- og menntamálanefndar um varðveislu sönnunargagna í sakamálum í dag, en þetta stangast á við það sem Önnu Katrínu Snorradóttur hafði verið greint frá af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sagði að um ákveðinn misskilning væri að ræða. 

Fulltrúi Pírata í nefndinni, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, óskaði eftir því að nefndin héldi opinn fund en tilefni fundarins er fréttaflutningur af málum er varða varðveislu sönnunargagna, meðal annars frétt þess efnis að öllum sönnunargöngum í máli Roberts Downey, þá Róberts Árna Hreiðarssonar, hafi verið eytt. Einnig var til umræðu hvarf verðmæta úr húsleitum tengdum kampavínsklúbbnum Strawberries og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku. Gestir fundarins voru Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari og Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri.

Misskilningur varðandi varðveislu gagnanna

Stundin greindi frá því þann 14. desember síðastliðinn að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði tilkynnt Önnu Katrínar Snorradóttur, sem kærði Robert fyrir kynferðisbrot í sumar, að lögreglan á Suðurnesjum hefði eytt öllum gögnum í málinu. Þegar hún lagði fram kæru í sumar treysti hún því að lögregla ætti enn afrit af myndum og tölvusamskiptum sem gerð voru upptæk við húsleit á heimili Roberts árið 2005, en hún taldi víst að þar væri að finna gögn sem styddu frásögn hennar. 

Við húsleit heima hjá Roberti fundust meðal annars tveir farsímar, fjögur símkort og minnisbók sem innihélt 335 kvenmannsnöfn með ýmist eða bæði símanúmerum eða netföngum. Athygli vakti að við umrædd kvenmannsnöfn mátti víða sjá skráðar tölur sem lögregla taldi vísa á aldur stúlknanna. Í tölvum Roberts fannst að auki töluvert magn af barnaklámi, alls 225 ljósmyndir sem lögregla flokkar sem barnaklám. Á heimili hans fundust einnig fimm myndbandsspólur sem sýna börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt.  

Þann 13. desember fékk hún hins vegar símtal frá Árna Þór Sigmundssyni yfirmanni hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem henni var tilkynnt að gögnunum hafi verið eytt. Eyðing gagnanna mun hafa verið bókfærð hjá Lögreglunni á Suðurnesjunum 24. febrúar 2015. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, þvertók hins vegar fyrir að gögnum hafi verið eytt í máli Roberts Downey hjá embættinu og sagði gögn í málinu hafi verið send til Reykjavíkur á sínum tíma.

Í máli Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara kom fram að um ákveðinn misskilning væri að ræða í málinu. Í sakamálinu gegn Róberti Árna Hreiðarssyni, eins og hann hét þá, hefðu sönnunargögnin fylgt málinu til dómsins á sínum tíma. Minnisbókin fylgdi málinu með gögnum málsins til Hæstaréttar og sömuleiðis sé til afrit af henni hjá Ríkissaksóknara. Hins vegar hafnaði dómurinn upptöku á tölvum sem voru haldlagðar í málinu og þeim bar því að eyða, hafi ekki verið gert tilkall til þeirra af hálfu eiganda, það er Róberti Árna. „Í sjálfu sér var ekkert þarna sem hafði misfarist,“ sagði Sigríður. 

Verklagsreglur brotnar

Varðandi Strawberries-málið svokallaða sagði Sigríður að eitthvað hafi augljóslega farið úrskeiðis í verklaginu þar, en svo virðist sem verðmæti sem haldlögð voru árið 2013 við húsleit sem tengdist kampavínsklúbbnum Strawberries hafi horfið úr vörslu lögreglu. Um var að ræða ýmsa skartgripi, hringi, Rolex-úr, hálskeðjur og bindisnælur sem fundust í svörtu veski í peningaskáp inni í bílskúr. Munirnir voru allir skráðir í munaskrá lögreglu en svo virðist sem þeir hafi aldrei skilað sér í munavörsluna sjálfa.

Héraðssaksóknari hefur hætt rannsókn í málinu og hefur kærandinn mánuð til að kæra þá ákvörðun. Málið getur því enn komið á borð ríkissaksóknara og gat Sigríður því ekki tjáð sig nánar um það. 

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, sagði málið litið mjög alvarlegum augum innan embættisins. „Munirnir hafa ekki komið í leitirnar þrátt fyrir ítarlega leit. Þetta hefur verið skoðað innan embættisins með eins nákvæmum hætti og mögulegt er. Það var settur starfsmaður í það þegar þetta kemur upp og við þá skoðun, sem fólst meðal annars í samtölum við þá sem koma að húsleitinni og haldlagningu munanna á sínum tíma, þarna 2013. Þá kemur í ljós að það hefur ekki verið fylgt verklagsreglum vegna þess að hlutirnir skila sér ekki inn í munavörsluna. Til stendur að endurskoða verkferla til að koma í veg fyrir að þetta geti komið fyrir aftur. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við erum að virkja fyrir peningana sem okkur langar í“
6
Viðtal

„Við er­um að virkja fyr­ir pen­ing­ana sem okk­ur lang­ar í“

Odd­ur Sig­urðs­son hlaut Nátt­úru­vernd­ar­við­ur­kenn­ingu Sig­ríð­ar í Bratt­holti. Hann spáði fyr­ir um enda­lok Ok­jök­uls og því að Skeið­ará myndi ekki ná að renna lengi í sín­um far­vegi, sem rætt­ist. Nú spá­ir hann því að Reykja­nesskagi og höf­uð­borg­ar­svæð­ið fari allt und­ir hraun á end­an­um. Og for­dæm­ir fram­kvæmdagleði Ís­lend­inga á kostn­að nátt­úru­vernd­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu