Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ríkissaksóknari segir varðveislu gagna ekki hafa verið ábótavant í máli Roberts Downey

Sig­ríð­ur J. Frið­jóns­dótt­ir rík­is­sak­sókn­ari seg­ir til­kynn­ingu lög­reglu til Önnu Katrín­ar Snorra­dótt­ur, um að gögn­um í máli Roberts Dow­ney hafi ver­ið eytt, byggða á mis­skiln­ingi

Ríkissaksóknari segir varðveislu gagna ekki hafa verið ábótavant í máli Roberts Downey
Var að sagt að gögnunum hefði verið eytt Önnu Katrínu Snorradóttur var tilkynnt í síðasta mánuði að öllum gögnum í fyrra sakamáli Róberts Downey hefði verið eytt. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ekkert bendir til þess að gögn í máli Roberts Downey hafi týnst eða að þeim hafi verið eytt á skjön við verkferla. Þetta kom fram á opnum fundi í allsherjar- og menntamálanefndar um varðveislu sönnunargagna í sakamálum í dag, en þetta stangast á við það sem Önnu Katrínu Snorradóttur hafði verið greint frá af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sagði að um ákveðinn misskilning væri að ræða. 

Fulltrúi Pírata í nefndinni, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, óskaði eftir því að nefndin héldi opinn fund en tilefni fundarins er fréttaflutningur af málum er varða varðveislu sönnunargagna, meðal annars frétt þess efnis að öllum sönnunargöngum í máli Roberts Downey, þá Róberts Árna Hreiðarssonar, hafi verið eytt. Einnig var til umræðu hvarf verðmæta úr húsleitum tengdum kampavínsklúbbnum Strawberries og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku. Gestir fundarins voru Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari og Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri.

Misskilningur varðandi varðveislu gagnanna

Stundin greindi frá því þann 14. desember síðastliðinn að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði tilkynnt Önnu Katrínar Snorradóttur, sem kærði Robert fyrir kynferðisbrot í sumar, að lögreglan á Suðurnesjum hefði eytt öllum gögnum í málinu. Þegar hún lagði fram kæru í sumar treysti hún því að lögregla ætti enn afrit af myndum og tölvusamskiptum sem gerð voru upptæk við húsleit á heimili Roberts árið 2005, en hún taldi víst að þar væri að finna gögn sem styddu frásögn hennar. 

Við húsleit heima hjá Roberti fundust meðal annars tveir farsímar, fjögur símkort og minnisbók sem innihélt 335 kvenmannsnöfn með ýmist eða bæði símanúmerum eða netföngum. Athygli vakti að við umrædd kvenmannsnöfn mátti víða sjá skráðar tölur sem lögregla taldi vísa á aldur stúlknanna. Í tölvum Roberts fannst að auki töluvert magn af barnaklámi, alls 225 ljósmyndir sem lögregla flokkar sem barnaklám. Á heimili hans fundust einnig fimm myndbandsspólur sem sýna börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt.  

Þann 13. desember fékk hún hins vegar símtal frá Árna Þór Sigmundssyni yfirmanni hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem henni var tilkynnt að gögnunum hafi verið eytt. Eyðing gagnanna mun hafa verið bókfærð hjá Lögreglunni á Suðurnesjunum 24. febrúar 2015. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, þvertók hins vegar fyrir að gögnum hafi verið eytt í máli Roberts Downey hjá embættinu og sagði gögn í málinu hafi verið send til Reykjavíkur á sínum tíma.

Í máli Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara kom fram að um ákveðinn misskilning væri að ræða í málinu. Í sakamálinu gegn Róberti Árna Hreiðarssyni, eins og hann hét þá, hefðu sönnunargögnin fylgt málinu til dómsins á sínum tíma. Minnisbókin fylgdi málinu með gögnum málsins til Hæstaréttar og sömuleiðis sé til afrit af henni hjá Ríkissaksóknara. Hins vegar hafnaði dómurinn upptöku á tölvum sem voru haldlagðar í málinu og þeim bar því að eyða, hafi ekki verið gert tilkall til þeirra af hálfu eiganda, það er Róberti Árna. „Í sjálfu sér var ekkert þarna sem hafði misfarist,“ sagði Sigríður. 

Verklagsreglur brotnar

Varðandi Strawberries-málið svokallaða sagði Sigríður að eitthvað hafi augljóslega farið úrskeiðis í verklaginu þar, en svo virðist sem verðmæti sem haldlögð voru árið 2013 við húsleit sem tengdist kampavínsklúbbnum Strawberries hafi horfið úr vörslu lögreglu. Um var að ræða ýmsa skartgripi, hringi, Rolex-úr, hálskeðjur og bindisnælur sem fundust í svörtu veski í peningaskáp inni í bílskúr. Munirnir voru allir skráðir í munaskrá lögreglu en svo virðist sem þeir hafi aldrei skilað sér í munavörsluna sjálfa.

Héraðssaksóknari hefur hætt rannsókn í málinu og hefur kærandinn mánuð til að kæra þá ákvörðun. Málið getur því enn komið á borð ríkissaksóknara og gat Sigríður því ekki tjáð sig nánar um það. 

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, sagði málið litið mjög alvarlegum augum innan embættisins. „Munirnir hafa ekki komið í leitirnar þrátt fyrir ítarlega leit. Þetta hefur verið skoðað innan embættisins með eins nákvæmum hætti og mögulegt er. Það var settur starfsmaður í það þegar þetta kemur upp og við þá skoðun, sem fólst meðal annars í samtölum við þá sem koma að húsleitinni og haldlagningu munanna á sínum tíma, þarna 2013. Þá kemur í ljós að það hefur ekki verið fylgt verklagsreglum vegna þess að hlutirnir skila sér ekki inn í munavörsluna. Til stendur að endurskoða verkferla til að koma í veg fyrir að þetta geti komið fyrir aftur. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár