Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Stafrænt kynferðisofbeldi úr íslenskum raunveruleika

Ný ís­lensk stutt­mynd, í fjór­um hlut­um, er byggð á raun­veru­leg­um sög­um af sta­f­rænu kyn­ferð­isof­beldi á Ís­landi. Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir, leik­stjóri mynd­ar­inn­ar, seg­ir sam­skipti á net­inu geta ver­ið fal­leg og inni­leg, en traust og trún­að­ur sé lyk­il­at­riði.

Stafrænt kynferðisofbeldi úr íslenskum raunveruleika
Hluti af leikarahóp myndarinnar Standandi: Magnús Thorlacius, Magnús E. Halldórsson og Þuríður Birna Björnsdottir Debes. Sitjandi: Erna Mist og Erna Kanema Mashikila.

„Það er ekkert að því að senda nektarmyndir, svo lengi sem viðkomandi vill fá myndina,“ segir Brynhildur Björnsdóttir, leikstjóri nýrrar stuttmyndar, „Myndin af mér“, sem fjallar um stafrænt kynferðisofbeldi, það þegar nektarmyndum er dreift án leyfis þess sem er á myndinni. Dreifing slíkra mynda getur valdið miklum sálrænum og félagslegum skaða og dæmi eru um að slíkt hafi kostað mannslíf.

„Tilhugalífið hefur alltaf gengið út á eitthvað sjónrænt, hvort sem það er að rista stafina sína í tré, senda ástarbréf eða skiptast á myndum,“ heldur Brynhildur áfram. „Með internetinu og snjallsímunum kom nýr möguleiki inn í þau samskipti. Netið getur verið mjög gott tæki fyrir kærustupör sem eru aðskilin, eins og á við um eitt parið í myndinni. En sá sem dreifir myndinni er ábyrgðaraðilinn, hvort sem honum var treyst fyrir myndinni eða myndin varð á vegi hans. Ef þú ert þriðji eða fjórði aðili sem færð myndina, þá berð þú ábyrgð á því að stoppa dreifinguna. Netið getur verið vettvangur mjög fallegra og innilegra samskipta á milli fólks, en þar eins og í öðru er traust og trúnaður lykilatriði.“

Raunverulegar sögur

Sögurnar í myndinni eru allar sannar og byggja á íslenskum raunveruleika. „Þórdís Elva, sem skrifar handritið, fór með fyrirlestraröð um landið árið 2015 sem hét „Ber það sem eftir er“ þar sem hún fjallaði um stafrænt kynferðisofbeldi og fræddi alls um 16 þúsund krakka um allt land. Eftir fyrirlestrana komu alltaf einhverjir krakkar til hennar sem þurftu að létta á sér og það eru sögurnar þeirra, og ýmsar aðrar sögur sem hafa komið til hennar í gegnum tíðina, sem eru undirstaða myndarinnar. Þó svo að sögurnar séu settar í ákveðinn búning, þær eru látnar gerast í sama skóla á sama tíma, þá er ekkert af þessu skáldað eða búið til, heldur er þetta íslenskur raunveruleiki.“

„Ekkert af þessu skáldað eða búið til, heldur er þetta íslenskur raunveruleiki.“

Sögur af ofbeldiSamskiptamiðlar, símar og netsamskipti koma mikið við sögu í myndinni. Hér er Erna Mist í hlutverki Ylfu.

Tvær aðalpersónur eru í myndinni. Annars vegar stelpa sem er nýbyrjuð í skólanum og hins vegar strákur sem er svokölluð Snap-stjarna og þannig með ákveðna yfirburðastöðu í skólanum. Myndin er tekin upp í Borgarholtsskóla og leikararnir koma úr leikfélögum framhaldsskólanna. „Við reyndum að hafa þetta eins raunverulegt og nálægt okkar samtíma og við gátum,“ segir Brynhildur. „Við fengum til dæmis mjög mikla aðstoð og ráðgjöf frá krökkunum, bæði hvað varðaði málfar og ýmsa tækni. Þetta gerist svo hratt að maður er sjálfur orðinn úreltur. Mér leið stundum eins og risaeðlu, en þau voru mjög góð við mig.“

Sækja í smiðju SKAM

Þetta er í þriðja sinn sem Brynhildur og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir taka höndum saman og búa til fræðslustuttmyndir fyrir börn og unglinga um ýmislegt sem tengist kynferðislegum samskiptum. Fyrsta myndin „Fáðu já“ fjallar um samþykki og er ætlað að skýra mörkin á milli kynlífs og ofbeldis, vega upp á móti áhrifum klámvæðingar, brjóta ranghugmyndir á bak aftur og innræta sjálfsvirðingu í nánum samskiptum. Næsta mynd, „Stattu með þér“, er ætluð börnum á miðstigi í grunnskóla og er ætlað að spyrna gegn kynferðisofbeldi og klámvæðingu með sjálfsvirðingu og jákvæðni að leiðarljósi. 

„Í báðum þessum tilfellum beittum við þeirri aðferð að reyna að búa til myndefni sem höfðar til krakkanna,“ segir Brynhildur. „Í þetta skipti erum við að gera mynd um stafrænt kynferðisofbeldi og ákváðum að sækja í smiðju SKAM-þáttanna, sem er formúla sem er „tried and tested“ í Noregi og virkar rosalega vel. Við gerðum hálftíma mynd og henni verður skipt niður í fjóra hluta, þannig að úr verður stutt þáttaröð.“

Hinum tveimur myndunum var einnig skipt niður í hluta og þeim fylgdi kennsluefni, eða nokkurs konar leiðarvísir, fyrir kennara og foreldra sem hægt væri að nota sem umræðugrundvöll. „Það er til dæmis miklu þægilegra fyrir kennslustund að efnið sé afmarkað,“ útskýrir Brynhildur. „Þá er hægt að sýna sjö mínútna mynd og vinna síðan afganginn af kennslustundinni með það sem gerðist í myndinni, frekar en að sýna mynd í hálftíma og hafa síðan tíu mínútna umræður. Þannig við bjóðum upp á ýmsa möguleika, því okkur er svo mikið í mun að koma þessari fræðslu á framfæri.“

Vodafone er styrktaraðili verkefnisins en þættirnir verða meðal annars sýndir á Facebook-síðu Vodafone þriðjudaginn 16. janúar til og með föstudagsins 19. janúar. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Forðast ólgu svo það sé áfram gaman í Samfylkingunni
2
Greining

Forð­ast ólgu svo það sé áfram gam­an í Sam­fylk­ing­unni

Sam­fylk­ing­ar­fólki hef­ur tek­ist að halda aft­ur af ólgu og upp­gjöri inn­an eig­in raða því flokks­fé­lag­ar vilja öðru frem­ur að flokk­ur­inn við­haldi góðu gengi. Fyrr­ver­andi ráð­herra lík­ir tök­um Kristrún­ar Frosta­dótt­ur á stjórn flokks­ins við stöðu Dav­íðs Odds­son­ar á síð­ustu öld. Flokks­menn eru þó mis­sátt­ir við stöðu Dags B. Eggerts­son­ar, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
5
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Indriði Þorláksson
6
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár