Sjúklingar og hans nánustu vandamenn eiga, lögum samkvæmt, rétt á því að njóta andlegs, félagslegs og trúarlegs stuðnings. Í lögum um réttindi sjúklinga er hins vegar hvergi minnst á sálfræðiþjónustu, eða aðra geðheilbrigðisþjónustu.
Á Landspítalanum er því auðveldara að fá þjónustu presta en sálfræðinga. Alls starfa átta prestar og einn djákni við Landspítalann í sex og hálfu stöðugildi. Þar að auki var nýlega auglýst eftir guðfræðingi í fullt starf á geðsviði Landspítala. Í auglýsingunni stóð að starfið fæli það í sér að sinna sálgæslu og helgihaldi og starfa í samvinnu og teymum með öðrum heilbrigðisstarfsmönnum að velferð sjúklinga og aðstandenda þeirra. „Markmið sálgæslunnar er að liðsinna þeim sem glíma við sárar tilfinningar og erfiðar tilvistarspurningar tengdar veikindum og alvarlegum áföllum“, sagði meðal annars í starfslýsingunni.
Í bæklingi um sálgæslu presta og djákna, sem gefinn er út af Landspítala, segir að sjúkrahúsprestar og djákni á Landspítala sinni meðal annars sálgæslu og …
Athugasemdir