Trúin á Landspítalanum

Sjúk­ling­ar og að­stand­end­ur á Land­spít­al­an­um hafa mun greið­ari að­gang að presti en sál­fræð­ingi. Teikn­ing­ar nýs með­ferð­ar­kjarna gera ráð fyr­ir nýrri kap­ellu og ný­lega var aug­lýst eft­ir guð­fræð­ingi í fullt starf við geðsvið spít­al­ans.

Trúin á Landspítalanum

Sjúklingar og hans nánustu vandamenn eiga, lögum samkvæmt, rétt á því að njóta andlegs, félagslegs og trúarlegs stuðnings. Í lögum um réttindi sjúklinga er hins vegar hvergi minnst á sálfræðiþjónustu, eða aðra geðheilbrigðisþjónustu. 

Á Landspítalanum er því auðveldara að fá þjónustu presta en sálfræðinga. Alls starfa átta prestar og einn djákni við Landspítalann í sex og hálfu stöðugildi. Þar að auki var nýlega auglýst eftir guðfræðingi í fullt starf á geðsviði Landspítala. Í auglýsingunni stóð að starfið fæli það í sér að sinna sálgæslu og helgihaldi og starfa í samvinnu og teymum með öðrum heilbrigðisstarfsmönnum að velferð sjúklinga og aðstandenda þeirra. „Markmið sálgæslunnar er að liðsinna þeim sem glíma við sárar tilfinningar og erfiðar tilvistarspurningar tengdar veikindum og alvarlegum áföllum“, sagði meðal annars í starfslýsingunni. 

Í bæklingi um sálgæslu presta og djákna, sem gefinn er út af Landspítala, segir að sjúkrahúsprestar og djákni á Landspítala sinni meðal annars sálgæslu og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár