Regína Ólafsdóttir brást við erfiðleikum vegna krabbameins með því að byrja að hjálpa öðrum.
„Ég vann um árabil í prentsmiðju en greindist með brjóstakrabbamein árið 2013 og hætti þá að vinna,“ segir Regína Ólafsdóttir.
„Ég hef síðan staðið í veikindum og eftirköstum þeirra en ég er bún að fara í brjóstnám, lyfjagjöf og geisla og svo hefur þolið síðan ekki verið nógu gott. Svo greindist ég eftir það með gigt og gömul meiðsli tóku sig upp þannig að skrokkurinn er ekki góður.
Lífið varð erfitt eftir að ég greindist með krabbamein. Maður tók þetta svolítið á hnefanum. Ég hef í rauninni síðan verið að byggja mig upp hægt og rólega. Ég var í batameðferð í Ljósinu í eitt og hálft ár og svo fór ég að mæta í Hjálpræðisherinn. Það hefur hjálpað mér rosalega mikið að mæta þar á opið hús. Fólkið þar hefur stutt mig svo í gegnum veikindin. …
Athugasemdir