Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sjónarmið ráðherra á skjön við lögskýringargögn og mat Hæstaréttar

Sig­ríð­ur Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra full­yrti að dóm­nefnd sem met­ur hæfni um­sækj­enda um embætti hér­aðs­dóm­ara hefði „ekk­ert með sjálf­stæði dóm­stóla að gera“.

Sjónarmið ráðherra á skjön við lögskýringargögn og mat Hæstaréttar

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra lítur svo á að dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti og störf hennar hafi ekkert með sjálfstæði dómstóla að gera. 

„Sjálfstæði dómstólanna varðar ekki vinnu nefndarinnar. Þessi nefnd er sjálfstæð stjórnsýslunefnd og hún hefur ekkert með sjálfstæði dómstóla að gera. Sjálfstæði dómstólanna er tryggt með öðrum hætti, eins og í stjórnarskrá með því t.d. að það er ekki hægt að víkja dómurum frá störfum, ráðherrar getur ekki veitt nein fyrirmæli til dómara og dómarar eiga bara að dæma eftir lögunum. Þannig er sjálfstæði dómara tryggt,“ sagði ráðherra í Kastljósi í gærkvöldi.

Sjónarmiðin sem Sigríður lýsti ríma illa við álit Héraðsdóms Reykjavíkur og Hæstaréttar Íslands sem fram koma meðal annars í nýlegum dómum um lögbrot dómsmálaráðherra og Alþingis við skipun dómara við Landsrétt. Þá hafði verið gengið framhjá mati dómnefndar og einstaklingar skipaðir við dómstólinn með ólögmætum hætti, án fullnægjandi rannsóknar í samræmi við ákvæði 10. gr. stjórnsýslulaga.

Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp þann 15. september 2017 er bent á að löggjöf um tilvist og störf dómnefnda til að meta hæfni umsækjanda um dómaraembætti hafi, allt frá því að ákvæði um slíkar dómnefndir voru fyrst lögfest árið 1989, helgast af því markmiði að „styrkja sjálfstæði dómstólanna og auka traust almennings á því að dómarar séu óháðir handhöfum framkvæmdarvaldsins“. 

Að sama skapi benti Hæstiréttur Íslands á, þann 19. desember 2017, að reglur um dómnefnd til að meta hæfni umsækjenda um dómarastöður eiga rætur að rekja til lagasetningar sem hafði að markmiði að „styrkja sjálfstæði dómstóla og auka traust almennings á því að dómarar væru óháðir handhöfum framkvæmdavalds“.

Loks má nefna að í greinargerð sem fylgir frumvarpi Rögnu Árnadóttur, fyrrverandi dómsmála- og mannréttindaráðherra, til laga um breytingar á dómstólalögum sem samþykkt voru á Alþingi þann 19. maí 2010 og fólu í sér breytta skipun dómnefndar og aukið vægi hennar, er lögð sérstök áhersla á að „styrkja [þurfi] stöðu og sjálfstæði dómstólanna og tryggja sem best að þeir verði óháðir hinum tveimur þáttum ríkisvaldsins sem þeir hafa eftirlit með“. 

Í viðtalinu í Kastljósi var rætt um aðdraganda og skipun dómara við Landsrétt. Áréttaði Sigríður Andersen að hún væri ósammála þeirri niðurstöðu Hæstaréttar að hún hefði brotið stjórnsýslulög með því að víkja frá mati dómnefndar og skipa dómara án fullnægjandi rannsóknar. „Að mínu mati gerði ég ekki annað síðasta sumar en að starfa samkvæmt gildandi lögum,“ sagði Sigríður sem þó tók fram að dómurinn hefði verið sér áfall.

Eins og Stundin fjallaði ítarlega um í gær á Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra, nú í deilum við dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómarastöður. Símon Sigvaldason, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, sagði í samtali við Stundina í vikunni að frekari tafir á skipun dómara gætu valdið verulegri röskun á starfsemi réttarins.

Uppfært kl. 21:30

Nokkrum klukkustundum eftir að frétt Stundarinnar birtist steig Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands, fram í kvöldfréttum RÚV og sagðist hafa hrokkið við þegar hún heyrði Sigríði halda því fram að dómnefndin hefði ekkert með sjálfstæði dómstóla að gera, enda væri fullyrðingin kolröng. „Henni er ætlað að tryggja það að valið fari fram á faglegum forsendum og ég trúi því varla að ráðherra sé þessarar skoðunar,“ sagði Ingibjörg sem jafnframt gagnrýndi framgöngu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar setts dómsmálaráðherra gagnvart dómnefndinni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Bjarni gerði ekki „nokkra tilraun“ til sátta
2
GreiningVirkjanir

Bjarni gerði ekki „nokkra til­raun“ til sátta

Ráð­herra orku- og um­hverf­is­mála ætl­aði ekki að ganga gegn til­lög­um verk­efn­is­stjórn­ar ramm­a­áætl­un­ar í þings­álykt­un­ar­til­lögu sinni að flokk­un átta virkj­un­ar­kosta. Til­lag­an var ekki af­greidd úr rík­is­stjórn þar sem ráð­herr­ar Vinstri grænna töldu að af­marka þyrfti virkj­ana­kosti sem lagt var til að vernda. Í stað þess að leiða ráð­herra flokk­anna til sam­ráðs um mál­ið sleit for­sæt­is­ráð­herra rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu.
Lýsir viðbrögðum Jóns sem „skólabókardæmi um þöggunartilburði“
3
Fréttir

Lýs­ir við­brögð­um Jóns sem „skóla­bók­ar­dæmi um þögg­un­ar­til­burði“

Fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, lýsti því yf­ir í dag að um­fjöll­un um hann væri „vænt­an­lega lög­reglu­mál.“„Það hef­ur áð­ur gef­ist vel að fá lög­regl­una til að­stoð­ar við að beita kæl­ingaráhrif­um í óþægi­leg­um mál­um með til­hæfu­laus­um rann­sókn­um,“ seg­ir formað­ur Blaða­manna­fé­lags­ins.
Tók fimm daga að skera úr um hæfi en fimm mánuði að svara fyrir skipunina
4
Fréttir

Tók fimm daga að skera úr um hæfi en fimm mán­uði að svara fyr­ir skip­un­ina

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata sem sit­ur í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd, fór hörð­um orð­um um ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið fyr­ir að hafa ekki enn orð­ið við beiðni nefnd­ar­inn­ar um að upp­lýsa um skip­un sendi­herra Banda­ríkj­anna. Fimm mán­uð­ir eru síð­an beiðn­in var mót­tek­in en sam­kvæmt lög­um ber stjórn­völd­um að svara beiðn­um nefnd­ar­inn­ar eigi síð­ar en viku eft­ir að hún hef­ur ver­ið mót­tek­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
2
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár