Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Stjórnarflokkarnir skammta sér hátt í 200 milljónir í viðbót úr ríkissjóði

Meiri­hluti fjár­laga­nefnd­ar Al­þing­is vill að fram­lög hins op­in­bera til stjórn­mála­flokka verði hækk­uð um 362 millj­ón­ir króna, en ekk­ert ligg­ur fyr­ir um auk­ið eft­ir­lit með fjár­mál­um stjórn­mála­sam­taka.

Stjórnarflokkarnir skammta sér hátt í 200 milljónir í viðbót úr ríkissjóði

Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis vill að framlög hins opinbera til stjórnmálaflokka verði hækkuð um 362 milljónir króna. Hugmyndir Pírata um að samhliða yrði veitt aukaframlag til Ríkisendurskoðunar til að efla eftirlit með fjármálum stjórnmálaflokka fengu hins vegar ekki hljómgrunn að sögn Björns Levís Gunnarssonar, fulltrúa flokksins í fjárlaganefnd. 

Uppfært kl. 20:05: Björn Leví segir að misskilnings hafi gætt og ekki hafi verið sanngjarnt að kenna öðrum flokkum um að hugmyndir Pírata um viðbótarframlag til Ríkisendurskoðunar fengu ekki brautargengi, enda hafi aldrei verið tekin formleg afstaða til málsins.

Sveitarstjórnarkosningar fara fram á næsta ári og er fjárhagsstaða Vinstri grænna og Framsóknarflokksins slæm, enda skuldsettu báðir flokkar sig umtalsvert í aðdraganda Alþingiskosninga. 

Eins og Stundin greindi nýlega frá fóru fulltrúar allra stjórnmálaflokka á Alþingi nema Pírata og Flokks fólksins fram á það við fjárlaganefnd að útgjöld ríkisins vegna starfsemi stjórnmálaflokka yrðu um 362 milljónum meiri á fjárlagaárinu 2018 heldur en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu sem Bjarni Benediktsson lagði fram þann 14. desember. Þetta er um helmingur þess sem stjórnendur Landspítalins telja að vanti upp á til að geta haldið sjó í rekstri spítalans og tryggt sjúklingum viðeigandi þjónustu. 

Í dag lagði meirihluti fjárlaganefndar, sem samanstendur af fulltrúum Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, fram breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið þar sem komið er að fullu til móts við kröfur stjórnmálaflokkanna. Hins vegar er ekki að neinu leyti komið til móts við óskir Landspítalans um aukin framlög.

Ef sú aukning sem lögð er til í breytingartillögu meirihlutans verður að veruleika má gera ráð fyrir, samkvæmt lauslegum útreikningum, að í kringum 90 milljónir renni aukalega til Sjálfstæðisflokksins á árinu 2018, um 60 milljónir til Vinstri grænna og um 40 milljónir til Framsóknarflokksins. Samtals eru þetta hátt í 200 milljónir.

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í morgun að skipuð yrði nefnd um endurskoðun laga um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi frá áformum um skipun nefndarinnar á þriðjudag í svari við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, um nafnlausan kosningaáróður.

„Ég hef í hyggju að óska eftir því við framkvæmdastjóra stjórnmálaflokkanna að þeir setjist sjálfir, eða tilnefni aðila til þess, saman í nefnd til að fara yfir lögin um fjárreiður stjórnmálaflokka. Hluti af því sem þar þarf að vera undir er auðvitað hvernig eigi að fara með pólitískar auglýsingar eða pólitísk skilaboð sem eru nafnlaus og fjármögnun þeirra,“ sagði Katrín og bætti við að hugsanlega yrði óskð eftir aðkomu Ríkisendurskoðunar að málinu. Það væri hagsmunamál allra að stjórnmálaflokkar væru reknir „með sem gagnsæjustum hætti“. 

Þrátt fyrir að nefndin hafi ekki verið skipuð og engum aðgerðum hafi verið hrint í framkvæmd til að stuðla að auknu gagnsæi stjórnmálastarfsemi vill meirihluti fjárlaganefndar stórauka framlög hins opinbera til stjórnmálaflokkanna í takt við tillöguna frá fulltrúum allra flokka nema Pírata og Flokks fólksins. 

Uppfært kl. 20:10: Ummælin hér að neðan voru höfð eftir í dag, en eru að hluta til sprottin af misskilningi og verða að skoðast í því ljósi:

Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í fjárlaganefnd, segir að öllum tillögum flokksins í tengslum við fjármál stjórnmálasamtaka hafi verið hafnað. 

„Píratar lögðu til nokkrar breytingar á fjármögnun stjórnmálaflokkanna sem var öllum hafnað, til dæmis að bætt yrði í hjá Ríkisendurskoðun til þess að hægt væri að fylgjast betur með fjármálum stjórnmálaflokkanna sem og sérstöku framlagi sem myndi dreifast jafnt á alla flokka. Markmiðið með því var að jafna rekstrarstöðu flokka sem allir þurfa að standa undir ákveðnum grunnkostnaði óháð stærð,“ segir hann í samtali við Stundina. 

„Fjárlaganefnd fékk afar skamman tíma til þess að fjalla um fjárlagafrumvarpið. Til að mynda var velferðarhluti frumvarpsins kynnntur á hálftíma. Fjórðungur fjárlaga fékk hálftíma kynningu á meðan 362 milljóna tillaga stjórnmálaflokkanna fékk jafn langan tíma, tillaga stjórnmálaflokkanna um aukin framlög til þeirra sjálfra. Niðurstaðan eftir breytingatillögur meiri hlutans er að stjórnin mun skila heilbrigðiskerfinu í tapi í lok árs.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármál stjórnmálaflokka

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár