Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Stjórnarflokkarnir skammta sér hátt í 200 milljónir í viðbót úr ríkissjóði

Meiri­hluti fjár­laga­nefnd­ar Al­þing­is vill að fram­lög hins op­in­bera til stjórn­mála­flokka verði hækk­uð um 362 millj­ón­ir króna, en ekk­ert ligg­ur fyr­ir um auk­ið eft­ir­lit með fjár­mál­um stjórn­mála­sam­taka.

Stjórnarflokkarnir skammta sér hátt í 200 milljónir í viðbót úr ríkissjóði

Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis vill að framlög hins opinbera til stjórnmálaflokka verði hækkuð um 362 milljónir króna. Hugmyndir Pírata um að samhliða yrði veitt aukaframlag til Ríkisendurskoðunar til að efla eftirlit með fjármálum stjórnmálaflokka fengu hins vegar ekki hljómgrunn að sögn Björns Levís Gunnarssonar, fulltrúa flokksins í fjárlaganefnd. 

Uppfært kl. 20:05: Björn Leví segir að misskilnings hafi gætt og ekki hafi verið sanngjarnt að kenna öðrum flokkum um að hugmyndir Pírata um viðbótarframlag til Ríkisendurskoðunar fengu ekki brautargengi, enda hafi aldrei verið tekin formleg afstaða til málsins.

Sveitarstjórnarkosningar fara fram á næsta ári og er fjárhagsstaða Vinstri grænna og Framsóknarflokksins slæm, enda skuldsettu báðir flokkar sig umtalsvert í aðdraganda Alþingiskosninga. 

Eins og Stundin greindi nýlega frá fóru fulltrúar allra stjórnmálaflokka á Alþingi nema Pírata og Flokks fólksins fram á það við fjárlaganefnd að útgjöld ríkisins vegna starfsemi stjórnmálaflokka yrðu um 362 milljónum meiri á fjárlagaárinu 2018 heldur en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu sem Bjarni Benediktsson lagði fram þann 14. desember. Þetta er um helmingur þess sem stjórnendur Landspítalins telja að vanti upp á til að geta haldið sjó í rekstri spítalans og tryggt sjúklingum viðeigandi þjónustu. 

Í dag lagði meirihluti fjárlaganefndar, sem samanstendur af fulltrúum Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, fram breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið þar sem komið er að fullu til móts við kröfur stjórnmálaflokkanna. Hins vegar er ekki að neinu leyti komið til móts við óskir Landspítalans um aukin framlög.

Ef sú aukning sem lögð er til í breytingartillögu meirihlutans verður að veruleika má gera ráð fyrir, samkvæmt lauslegum útreikningum, að í kringum 90 milljónir renni aukalega til Sjálfstæðisflokksins á árinu 2018, um 60 milljónir til Vinstri grænna og um 40 milljónir til Framsóknarflokksins. Samtals eru þetta hátt í 200 milljónir.

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í morgun að skipuð yrði nefnd um endurskoðun laga um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi frá áformum um skipun nefndarinnar á þriðjudag í svari við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, um nafnlausan kosningaáróður.

„Ég hef í hyggju að óska eftir því við framkvæmdastjóra stjórnmálaflokkanna að þeir setjist sjálfir, eða tilnefni aðila til þess, saman í nefnd til að fara yfir lögin um fjárreiður stjórnmálaflokka. Hluti af því sem þar þarf að vera undir er auðvitað hvernig eigi að fara með pólitískar auglýsingar eða pólitísk skilaboð sem eru nafnlaus og fjármögnun þeirra,“ sagði Katrín og bætti við að hugsanlega yrði óskð eftir aðkomu Ríkisendurskoðunar að málinu. Það væri hagsmunamál allra að stjórnmálaflokkar væru reknir „með sem gagnsæjustum hætti“. 

Þrátt fyrir að nefndin hafi ekki verið skipuð og engum aðgerðum hafi verið hrint í framkvæmd til að stuðla að auknu gagnsæi stjórnmálastarfsemi vill meirihluti fjárlaganefndar stórauka framlög hins opinbera til stjórnmálaflokkanna í takt við tillöguna frá fulltrúum allra flokka nema Pírata og Flokks fólksins. 

Uppfært kl. 20:10: Ummælin hér að neðan voru höfð eftir í dag, en eru að hluta til sprottin af misskilningi og verða að skoðast í því ljósi:

Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í fjárlaganefnd, segir að öllum tillögum flokksins í tengslum við fjármál stjórnmálasamtaka hafi verið hafnað. 

„Píratar lögðu til nokkrar breytingar á fjármögnun stjórnmálaflokkanna sem var öllum hafnað, til dæmis að bætt yrði í hjá Ríkisendurskoðun til þess að hægt væri að fylgjast betur með fjármálum stjórnmálaflokkanna sem og sérstöku framlagi sem myndi dreifast jafnt á alla flokka. Markmiðið með því var að jafna rekstrarstöðu flokka sem allir þurfa að standa undir ákveðnum grunnkostnaði óháð stærð,“ segir hann í samtali við Stundina. 

„Fjárlaganefnd fékk afar skamman tíma til þess að fjalla um fjárlagafrumvarpið. Til að mynda var velferðarhluti frumvarpsins kynnntur á hálftíma. Fjórðungur fjárlaga fékk hálftíma kynningu á meðan 362 milljóna tillaga stjórnmálaflokkanna fékk jafn langan tíma, tillaga stjórnmálaflokkanna um aukin framlög til þeirra sjálfra. Niðurstaðan eftir breytingatillögur meiri hlutans er að stjórnin mun skila heilbrigðiskerfinu í tapi í lok árs.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármál stjórnmálaflokka

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
3
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár