Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Stjórnarflokkarnir skammta sér hátt í 200 milljónir í viðbót úr ríkissjóði

Meiri­hluti fjár­laga­nefnd­ar Al­þing­is vill að fram­lög hins op­in­bera til stjórn­mála­flokka verði hækk­uð um 362 millj­ón­ir króna, en ekk­ert ligg­ur fyr­ir um auk­ið eft­ir­lit með fjár­mál­um stjórn­mála­sam­taka.

Stjórnarflokkarnir skammta sér hátt í 200 milljónir í viðbót úr ríkissjóði

Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis vill að framlög hins opinbera til stjórnmálaflokka verði hækkuð um 362 milljónir króna. Hugmyndir Pírata um að samhliða yrði veitt aukaframlag til Ríkisendurskoðunar til að efla eftirlit með fjármálum stjórnmálaflokka fengu hins vegar ekki hljómgrunn að sögn Björns Levís Gunnarssonar, fulltrúa flokksins í fjárlaganefnd. 

Uppfært kl. 20:05: Björn Leví segir að misskilnings hafi gætt og ekki hafi verið sanngjarnt að kenna öðrum flokkum um að hugmyndir Pírata um viðbótarframlag til Ríkisendurskoðunar fengu ekki brautargengi, enda hafi aldrei verið tekin formleg afstaða til málsins.

Sveitarstjórnarkosningar fara fram á næsta ári og er fjárhagsstaða Vinstri grænna og Framsóknarflokksins slæm, enda skuldsettu báðir flokkar sig umtalsvert í aðdraganda Alþingiskosninga. 

Eins og Stundin greindi nýlega frá fóru fulltrúar allra stjórnmálaflokka á Alþingi nema Pírata og Flokks fólksins fram á það við fjárlaganefnd að útgjöld ríkisins vegna starfsemi stjórnmálaflokka yrðu um 362 milljónum meiri á fjárlagaárinu 2018 heldur en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu sem Bjarni Benediktsson lagði fram þann 14. desember. Þetta er um helmingur þess sem stjórnendur Landspítalins telja að vanti upp á til að geta haldið sjó í rekstri spítalans og tryggt sjúklingum viðeigandi þjónustu. 

Í dag lagði meirihluti fjárlaganefndar, sem samanstendur af fulltrúum Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, fram breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið þar sem komið er að fullu til móts við kröfur stjórnmálaflokkanna. Hins vegar er ekki að neinu leyti komið til móts við óskir Landspítalans um aukin framlög.

Ef sú aukning sem lögð er til í breytingartillögu meirihlutans verður að veruleika má gera ráð fyrir, samkvæmt lauslegum útreikningum, að í kringum 90 milljónir renni aukalega til Sjálfstæðisflokksins á árinu 2018, um 60 milljónir til Vinstri grænna og um 40 milljónir til Framsóknarflokksins. Samtals eru þetta hátt í 200 milljónir.

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í morgun að skipuð yrði nefnd um endurskoðun laga um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi frá áformum um skipun nefndarinnar á þriðjudag í svari við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, um nafnlausan kosningaáróður.

„Ég hef í hyggju að óska eftir því við framkvæmdastjóra stjórnmálaflokkanna að þeir setjist sjálfir, eða tilnefni aðila til þess, saman í nefnd til að fara yfir lögin um fjárreiður stjórnmálaflokka. Hluti af því sem þar þarf að vera undir er auðvitað hvernig eigi að fara með pólitískar auglýsingar eða pólitísk skilaboð sem eru nafnlaus og fjármögnun þeirra,“ sagði Katrín og bætti við að hugsanlega yrði óskð eftir aðkomu Ríkisendurskoðunar að málinu. Það væri hagsmunamál allra að stjórnmálaflokkar væru reknir „með sem gagnsæjustum hætti“. 

Þrátt fyrir að nefndin hafi ekki verið skipuð og engum aðgerðum hafi verið hrint í framkvæmd til að stuðla að auknu gagnsæi stjórnmálastarfsemi vill meirihluti fjárlaganefndar stórauka framlög hins opinbera til stjórnmálaflokkanna í takt við tillöguna frá fulltrúum allra flokka nema Pírata og Flokks fólksins. 

Uppfært kl. 20:10: Ummælin hér að neðan voru höfð eftir í dag, en eru að hluta til sprottin af misskilningi og verða að skoðast í því ljósi:

Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í fjárlaganefnd, segir að öllum tillögum flokksins í tengslum við fjármál stjórnmálasamtaka hafi verið hafnað. 

„Píratar lögðu til nokkrar breytingar á fjármögnun stjórnmálaflokkanna sem var öllum hafnað, til dæmis að bætt yrði í hjá Ríkisendurskoðun til þess að hægt væri að fylgjast betur með fjármálum stjórnmálaflokkanna sem og sérstöku framlagi sem myndi dreifast jafnt á alla flokka. Markmiðið með því var að jafna rekstrarstöðu flokka sem allir þurfa að standa undir ákveðnum grunnkostnaði óháð stærð,“ segir hann í samtali við Stundina. 

„Fjárlaganefnd fékk afar skamman tíma til þess að fjalla um fjárlagafrumvarpið. Til að mynda var velferðarhluti frumvarpsins kynnntur á hálftíma. Fjórðungur fjárlaga fékk hálftíma kynningu á meðan 362 milljóna tillaga stjórnmálaflokkanna fékk jafn langan tíma, tillaga stjórnmálaflokkanna um aukin framlög til þeirra sjálfra. Niðurstaðan eftir breytingatillögur meiri hlutans er að stjórnin mun skila heilbrigðiskerfinu í tapi í lok árs.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármál stjórnmálaflokka

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár