1. Jákvæðni er nauðsynleg
Það tók svo langan tíma að greina sjúkdóminn og á meðan gekk ég á milli lækna. Þegar ég greindist árið 2013 gat ég farið að vinna út frá aðstæðunum. Ég missti jafnvægið og þá þurfti ég að ganga með staf og það var það sem mér þótti erfiðast í upphafi. Svo var það göngugrind, sem mér fannst vera fyrir gamalmenni. Rafskutlan tók svo við en þær voru auglýstar á þeim forsendum að þær væru tilvaldar fyrir eldri borgara, en ég var innan við fimmtugt. Fyrst leit ég á þetta sem hindranir en svo fór ég að finna að þetta hjálpaði mér mikið, ég komst lengra.
2. Þolinmæði hjálpar
Ég er háð ferðaþjónustunni. Einn bílstjórinn veiktist til dæmis nýlega og þá þufti ég að bíða í um hálftíma eftir bíl um morguninn. Það var skítakuldi úti og ég þurfti að fara inn og út á meðan ég …
Athugasemdir