Arnar Ægisson, eigandi og fyrrverandi framkvæmdastjóri Pressunnar ehf. sem var tekin til gjaldþrotaskipta fyrr í vikunni, var á Landrover-jeppa frá fyrirtækinu sem það greiddi fyrir. Arnar skilaði jeppanum til bílaleigunnar sem á jeppann, Létt-flotastjórnunar ehf., í byrjun október síðastliðinn, samkvæmt opinberu skráningarvottorði um umráðamenn bílsins, og eru engar áhvílandi skuldir á honum samkvæmt heimildum Stundarinnar.
Leiguverð slíks bíls er um 350 þúsund krónur á mánuði. Arnar hafði afnot af bílnum frá því í ársbyrjun 2016 eða í næstum tvö ár. Miðað við þetta hefur Pressan ehf. greitt um 7 milljónir króna í leigu af umræddum jeppa sem var nýr þegar fjölmiðlafyrirtækið tók hann á leigu. Þessi kostnaður er ígildi eins nýs og óreynds starfsmanns sem fær greitt samkvæmt launataxta Blaðamannafélags Íslands.
Miklar deilur hafa staðið yfir vegna eignarhalds Pressunnar ehf. og tengdra félaga síðastliðna mánuði á milli Björns Inga Hrafnssonar og aðila honum tengdum og Róberts Wessmann og aðila honum …
Athugasemdir