Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Bókaskattur ekki afnuminn strax þrátt fyrir „þverpólitíska sátt“

Þing­menn allra flokka, með Lilju Al­freðs­dótt­ur nú­ver­andi mennta­mála­ráð­herra fremsta í flokki, lögðu fram frum­varp um taf­ar­laust af­nám virð­is­auka­skatts af bók­sölu rétt fyr­ir kosn­ing­ar. Slík breyt­ing kem­ur þó ekki til fram­kvæmda í upp­hafi fjár­laga­árs­ins 2018.

Bókaskattur ekki afnuminn strax þrátt fyrir „þverpólitíska sátt“

Afnám bókaskatts mun ekki taka gildi í upphafi fjárlagaársins 2018 þrátt fyrir að þingmenn allra flokka á Alþingi hafi lagt fram sameiginlegt frumvarp þess efnis þann 26. september síðastliðinn. 

Fyrsti flutningsmaður þess var Lilja Alfreðsdóttir, sem nú gegnir embætti mennta- og menningarmálaráðherra í nýrri ríkisstjórn.

Afnám bókaskatts er forgangsmál samkvæmt málefnasamningi stjórnarflokkanna, en þrátt fyrir það er í raun engu slegið föstu um skattbreytinguna í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi Bjarna Benediktssonar.

Í hópi meðflutningsmanna voru þingmenn og ráðherrar sem þá tilheyrðu núverandi stjórnarflokkum: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Elsa Lára Arnardóttir, Eygló Harðardóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir.

Þrátt fyrir þessa „þverpólitísku sátt um að afnema bókaskatt“ kemur skattbreytingin ekki til framkvæmda strax.

Gera má ráð fyrir, ef miðað er við skatttekjur undanfarinna ára, að afnám virðisaukaskattsins af bóksölu kosti ríkissjóð um 300 til 400 milljónir á ársgrundvelli. 

Lilja Alfreðsdóttirnúverandi mennta- og menningarmálaráðherra hefur lagt mikla áherslu á afnám virðisaukaskatts af bóksölu

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
3
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu