Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Móðir Birnu minnist hennar í ljóði: „Núna eru stjörnurnar um þig“

Þjóð­in fylgd­ist skelf­ingu lost­in með leit­inni að Birnu Brjáns­dótt­ur í janú­ar og þús­und­ir söfn­uð­ust sam­an til að heiðra minn­ingu henn­ar.

Móðir Birnu minnist hennar í ljóði: „Núna eru stjörnurnar um þig“

Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu Brjánsdóttur, birtir ljóð til minningar um dóttur sína á Facebook í dag.

Birna fannst látin, 20 ára að aldri, við Selvogsvita sunnudaginn 22. janúar. Hennar hafði þá verið saknað í rúma viku og umfangsmikil leit björgunarsveita staðið yfir.

Eftir líkfundinn má segja að íslenska þjóðin hafi sameinast í sorg. Þúsundir söfnuðust saman í miðbæ Reykjavíkur og minntust Birnu auk þess sem kveikt var á kertum til minningar um hana á Grænlandi og í Færeyjum. Þann 29. september var svo grænlenskur maður dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu í Héraðsdómi Reykjaness.

Birnu er minnst sem skapandi og glaðbeittrar ungrar konu sem var hugmyndarík, skemmtileg en um leið látlaus, einlæg og trúði á það góða í fólki.

Móðir hennar birti ljóð til dóttur sinnar í dag og gaf Stundinni leyfi til að birta það hér á vefnum ásamt fermingarmynd af Birnu.

Ástin mín Birna

Tíminn æðir á móti mér ... þó þú sért farin ástin mín
og ég stend bara og bið hann að stoppa ... hann hlustar ekki
og hann veður yfir mig eins og flóð
svo koma dagar, eins og afmæli og jól ... og þú ert ekki hérna
Núna er tíminn um þig

Stjörnurnar eru þarna ennþá ... þó þú sért farin ástin mín
og ég stend bara og bið þær að fara ... þær hlusta ekki
og skína áfram eins og ofbirta
svo koma norðurljósin og máninn ... og þú ert ekki hérna
Núna eru stjörnurnar um þig

Fuglarnir syngja ennþá ... þó þú sért farin ástin mín
og ég stend bara og bið þá að þegja ... þeir hlusta ekki
og syngja eins og tómarúm í loftinu
svo fljúga þeir áfram og yfir allt ... og þú ert ekki hérna
Núna er fuglasöngurinn um þig

Fólkið heldur áfram að hlæja ... þó þú sért farin ástin mín
og ég stend bara og bið það að hætta ... það hlustar ekki
og hlær eins og dynjandi hjartsláttur
eins og allt sé gott ... og þú ert ekki hérna
Núna er hjartslátturinn fyrir þig

Minningin um þig dvelur í hjartanu, tímanum, himninum, fuglasöngnum og hlátrinum

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvarf Birnu Brjánsdóttur

Lögmaður Nikolaj skilur ekki af hverju hann hefur enn stöðu sakbornings
Fréttir

Lög­mað­ur Ni­kolaj skil­ur ekki af hverju hann hef­ur enn stöðu sak­born­ings

Unn­steinn Örn Elvars­son, lög­fræð­ing­ur Ni­kolaj Ol­sen, seg­ir að skjól­stæð­ing­ur sinn hafi ver­ið him­in­lif­andi þeg­ar hann fékk þær frétt­ir að hann yrði lát­inn laus úr gæslu­varð­haldi en ein­angr­un­in hef­ur reynt veru­lega á hann. Ekki verð­ur far­ið fram á far­bann yf­ir hon­um en hann hef­ur ver­ið stað­fast­ur í frá­sögn sinni, lýst yf­ir sak­leysi og reynt að upp­lýsa mál­ið eft­ir bestu getu.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár