Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Brellna blaðakonan skrifar ævisögu

Brota­mynd eft­ir Ár­mann Jak­obs­son.

Brellna blaðakonan skrifar ævisögu
Ármann Jakobsson Brotamynd er fjórða skáldsaga Ármanns Jakobssonar, sem áður hefur skrifað skáldsögurnar Vonarstræti, Glæsir og Síðasti galdrameistarinn.

Brotamynd hefst á því að ritstjóri dagblaðs felur ungri blaðakonu það verkefni að skrifa ævisögu nýlátinnar konu. Aðalpersóna ævisögunnar er Herdís Pálsdóttir,  læknir, pólitíkus og baráttukona, vinstri kona sem giftist inn í ríkidæmi og hefur nú arfleitt ungan óskyldan bandarískan pilt af öllum sínum auðæfum, þrátt fyrir að eiga börn heima á Íslandi.

BrotamyndKannski er aðalpersónan staðgengill allra þeirra vondu blaðamanna sem mættu finna sér eitthvað annað að gera?

Blaðakonan einbeitir sér svo að þessu verkefni næstu vikurnar og þarf á meðan ekki að sinna neinum öðrum skyldum við blaðið – en virðist eftir sem áður vera í fullu starfi. Samt kemur aldrei neinn bókaútgefandi við sögu. Fyrir þá sem hafa starfað við íslenska fjölmiðla undanfarin misseri hljómar þetta auðvitað eins og hreinræktuð fantasía – en að öðru leyti er þó ekki hægt að segja að Brotamynd sverji sig í ætt við fantasíur, þetta er að öðru leyti frekar jarðbundin frásögn.

Og hún byrjar vel, ef maður horfir fram hjá áðurnefndum ótrúverðugleika. Lýsingin á Ásgeiri ritstjóra og vinnustaðapólitíkin sem liggur í loftinu gefur góð fyrirheit. Eins er opnunarsetning bókarinnar áhugaverð: „Þau tjá sig með peningum, sagði hann.“ Þetta hefði getað orðið verðugt leiðarstef, en þótt ritstjórinn eigi eftir að endurtaka þetta síðar þá týnist þessi pæling án þess að unnið sé almennilega úr henni. Þessi örlög bíða margra annarra forvitnilegra pælinga bókarinnar.

Blaðakonan fer svo á stúfana og hefur uppi á fólki sem þekkti Herdísi mismikið – fæstir vel, enda virðist hún um margt hafa verið frekar dul. Margar þessar aukapersónur eru um margt forvitnilegar útaf fyrir sig, sérstaklega var erfinginn ungi skemmtilegur karakter sem og einn arflaus sonur Herdísar, sem er það óviðfelldin persóna að það kveikir forvitnilegar pælingar um hvernig sé að eiga börn sem maður hatar. En það sem allt þetta fólk segir um Herdísi verður fljótlega endurtekningasamt, skilningur manns á þessari forvitnilegu konu dýpkar sáralítið eftir því sem líður á bókina.

„Kannski er sagan einhvers konar ádeila á yfirborðskennda blaðamennsku nútímans?“

Þetta skáldsagnaform, að raða saman lífi látinnar manneskju eftir á, getur verið heillandi og ég get til dæmis mælt heilshugar með Lofsteini (Meteor), skáldsögu tékkneska höfundarins Karel Čapeks, þar sem óþekktur maður liggur í dái á spítala og ýmsir starfsmenn og fastagestir spítalans reyna að geta sér til um lífshlaup hans – og þótt maður viti lítið um sannleiksgildið verður til heillandi vefnaður um mögulegt líf.

En þetta gengur aldrei almennilega upp í Brotamynd. Mögulega helst vegna þess hve hin aðalpersónan, blaðakonan unga, er litlaus og ósannfærandi. Við sjáum Herdísi sem og allar hinar persónurnar með hennar augum – og til þess að taka góð mannlífsviðtöl eða rannsóknarviðtöl þarf jú fyrst og fremst þrennt; forvitni, góðan undirbúning og áhuga á fólki. Hún virðist hins vegar oftast vera frekar illa undirbúin og hafa afskaplega lítinn áhuga á fólkinu sem hún talar við, oftast er hún búin að afskrifa það með eigin fordómum áður en viðtalið er almennilega farið af stað.

Hún virðist raunar eiga erfitt með sjálfsmynd sína í starfi – kallar sjálfa sig ítrekað brellnu blaðakonuna kaldhæðnislega í huganum, eins og hún sé að horfa upp á einhverja allt aðra manneskju. Sem gæti verið forvitnilegt – en verður miklu frekar þreytandi til lengdar og stendur hreinlega í vegi fyrir að við lærum meira um bæði hana og Herdísi, enda spyr hún sjaldnast djúpra eða íhugulla spurninga né veltir fyrir sér Herdísi af neinni dýpt. Allt þetta verður til þess að bókin er frekar samansafn ansi margra góðra skissa sem þvælast fyrir hver annarri – og stendur því vissulega undir nafni sem brotamynd.

En hver veit, kannski er sagan einhvers konar ádeila á yfirborðskennda blaðamennsku nútímans? Kannski er aðalpersónan staðgengill allra þeirra vondu blaðamanna sem mættu finna sér eitthvað annað að gera? Hvað þetta annað ætti að vera skal ósagt látið – en svarið er samt alveg örugglega ekki að gerast aðalpersóna í skáldsögu.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár