Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Brellna blaðakonan skrifar ævisögu

Brota­mynd eft­ir Ár­mann Jak­obs­son.

Brellna blaðakonan skrifar ævisögu
Ármann Jakobsson Brotamynd er fjórða skáldsaga Ármanns Jakobssonar, sem áður hefur skrifað skáldsögurnar Vonarstræti, Glæsir og Síðasti galdrameistarinn.

Brotamynd hefst á því að ritstjóri dagblaðs felur ungri blaðakonu það verkefni að skrifa ævisögu nýlátinnar konu. Aðalpersóna ævisögunnar er Herdís Pálsdóttir,  læknir, pólitíkus og baráttukona, vinstri kona sem giftist inn í ríkidæmi og hefur nú arfleitt ungan óskyldan bandarískan pilt af öllum sínum auðæfum, þrátt fyrir að eiga börn heima á Íslandi.

BrotamyndKannski er aðalpersónan staðgengill allra þeirra vondu blaðamanna sem mættu finna sér eitthvað annað að gera?

Blaðakonan einbeitir sér svo að þessu verkefni næstu vikurnar og þarf á meðan ekki að sinna neinum öðrum skyldum við blaðið – en virðist eftir sem áður vera í fullu starfi. Samt kemur aldrei neinn bókaútgefandi við sögu. Fyrir þá sem hafa starfað við íslenska fjölmiðla undanfarin misseri hljómar þetta auðvitað eins og hreinræktuð fantasía – en að öðru leyti er þó ekki hægt að segja að Brotamynd sverji sig í ætt við fantasíur, þetta er að öðru leyti frekar jarðbundin frásögn.

Og hún byrjar vel, ef maður horfir fram hjá áðurnefndum ótrúverðugleika. Lýsingin á Ásgeiri ritstjóra og vinnustaðapólitíkin sem liggur í loftinu gefur góð fyrirheit. Eins er opnunarsetning bókarinnar áhugaverð: „Þau tjá sig með peningum, sagði hann.“ Þetta hefði getað orðið verðugt leiðarstef, en þótt ritstjórinn eigi eftir að endurtaka þetta síðar þá týnist þessi pæling án þess að unnið sé almennilega úr henni. Þessi örlög bíða margra annarra forvitnilegra pælinga bókarinnar.

Blaðakonan fer svo á stúfana og hefur uppi á fólki sem þekkti Herdísi mismikið – fæstir vel, enda virðist hún um margt hafa verið frekar dul. Margar þessar aukapersónur eru um margt forvitnilegar útaf fyrir sig, sérstaklega var erfinginn ungi skemmtilegur karakter sem og einn arflaus sonur Herdísar, sem er það óviðfelldin persóna að það kveikir forvitnilegar pælingar um hvernig sé að eiga börn sem maður hatar. En það sem allt þetta fólk segir um Herdísi verður fljótlega endurtekningasamt, skilningur manns á þessari forvitnilegu konu dýpkar sáralítið eftir því sem líður á bókina.

„Kannski er sagan einhvers konar ádeila á yfirborðskennda blaðamennsku nútímans?“

Þetta skáldsagnaform, að raða saman lífi látinnar manneskju eftir á, getur verið heillandi og ég get til dæmis mælt heilshugar með Lofsteini (Meteor), skáldsögu tékkneska höfundarins Karel Čapeks, þar sem óþekktur maður liggur í dái á spítala og ýmsir starfsmenn og fastagestir spítalans reyna að geta sér til um lífshlaup hans – og þótt maður viti lítið um sannleiksgildið verður til heillandi vefnaður um mögulegt líf.

En þetta gengur aldrei almennilega upp í Brotamynd. Mögulega helst vegna þess hve hin aðalpersónan, blaðakonan unga, er litlaus og ósannfærandi. Við sjáum Herdísi sem og allar hinar persónurnar með hennar augum – og til þess að taka góð mannlífsviðtöl eða rannsóknarviðtöl þarf jú fyrst og fremst þrennt; forvitni, góðan undirbúning og áhuga á fólki. Hún virðist hins vegar oftast vera frekar illa undirbúin og hafa afskaplega lítinn áhuga á fólkinu sem hún talar við, oftast er hún búin að afskrifa það með eigin fordómum áður en viðtalið er almennilega farið af stað.

Hún virðist raunar eiga erfitt með sjálfsmynd sína í starfi – kallar sjálfa sig ítrekað brellnu blaðakonuna kaldhæðnislega í huganum, eins og hún sé að horfa upp á einhverja allt aðra manneskju. Sem gæti verið forvitnilegt – en verður miklu frekar þreytandi til lengdar og stendur hreinlega í vegi fyrir að við lærum meira um bæði hana og Herdísi, enda spyr hún sjaldnast djúpra eða íhugulla spurninga né veltir fyrir sér Herdísi af neinni dýpt. Allt þetta verður til þess að bókin er frekar samansafn ansi margra góðra skissa sem þvælast fyrir hver annarri – og stendur því vissulega undir nafni sem brotamynd.

En hver veit, kannski er sagan einhvers konar ádeila á yfirborðskennda blaðamennsku nútímans? Kannski er aðalpersónan staðgengill allra þeirra vondu blaðamanna sem mættu finna sér eitthvað annað að gera? Hvað þetta annað ætti að vera skal ósagt látið – en svarið er samt alveg örugglega ekki að gerast aðalpersóna í skáldsögu.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár