Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Brellna blaðakonan skrifar ævisögu

Brota­mynd eft­ir Ár­mann Jak­obs­son.

Brellna blaðakonan skrifar ævisögu
Ármann Jakobsson Brotamynd er fjórða skáldsaga Ármanns Jakobssonar, sem áður hefur skrifað skáldsögurnar Vonarstræti, Glæsir og Síðasti galdrameistarinn.

Brotamynd hefst á því að ritstjóri dagblaðs felur ungri blaðakonu það verkefni að skrifa ævisögu nýlátinnar konu. Aðalpersóna ævisögunnar er Herdís Pálsdóttir,  læknir, pólitíkus og baráttukona, vinstri kona sem giftist inn í ríkidæmi og hefur nú arfleitt ungan óskyldan bandarískan pilt af öllum sínum auðæfum, þrátt fyrir að eiga börn heima á Íslandi.

BrotamyndKannski er aðalpersónan staðgengill allra þeirra vondu blaðamanna sem mættu finna sér eitthvað annað að gera?

Blaðakonan einbeitir sér svo að þessu verkefni næstu vikurnar og þarf á meðan ekki að sinna neinum öðrum skyldum við blaðið – en virðist eftir sem áður vera í fullu starfi. Samt kemur aldrei neinn bókaútgefandi við sögu. Fyrir þá sem hafa starfað við íslenska fjölmiðla undanfarin misseri hljómar þetta auðvitað eins og hreinræktuð fantasía – en að öðru leyti er þó ekki hægt að segja að Brotamynd sverji sig í ætt við fantasíur, þetta er að öðru leyti frekar jarðbundin frásögn.

Og hún byrjar vel, ef maður horfir fram hjá áðurnefndum ótrúverðugleika. Lýsingin á Ásgeiri ritstjóra og vinnustaðapólitíkin sem liggur í loftinu gefur góð fyrirheit. Eins er opnunarsetning bókarinnar áhugaverð: „Þau tjá sig með peningum, sagði hann.“ Þetta hefði getað orðið verðugt leiðarstef, en þótt ritstjórinn eigi eftir að endurtaka þetta síðar þá týnist þessi pæling án þess að unnið sé almennilega úr henni. Þessi örlög bíða margra annarra forvitnilegra pælinga bókarinnar.

Blaðakonan fer svo á stúfana og hefur uppi á fólki sem þekkti Herdísi mismikið – fæstir vel, enda virðist hún um margt hafa verið frekar dul. Margar þessar aukapersónur eru um margt forvitnilegar útaf fyrir sig, sérstaklega var erfinginn ungi skemmtilegur karakter sem og einn arflaus sonur Herdísar, sem er það óviðfelldin persóna að það kveikir forvitnilegar pælingar um hvernig sé að eiga börn sem maður hatar. En það sem allt þetta fólk segir um Herdísi verður fljótlega endurtekningasamt, skilningur manns á þessari forvitnilegu konu dýpkar sáralítið eftir því sem líður á bókina.

„Kannski er sagan einhvers konar ádeila á yfirborðskennda blaðamennsku nútímans?“

Þetta skáldsagnaform, að raða saman lífi látinnar manneskju eftir á, getur verið heillandi og ég get til dæmis mælt heilshugar með Lofsteini (Meteor), skáldsögu tékkneska höfundarins Karel Čapeks, þar sem óþekktur maður liggur í dái á spítala og ýmsir starfsmenn og fastagestir spítalans reyna að geta sér til um lífshlaup hans – og þótt maður viti lítið um sannleiksgildið verður til heillandi vefnaður um mögulegt líf.

En þetta gengur aldrei almennilega upp í Brotamynd. Mögulega helst vegna þess hve hin aðalpersónan, blaðakonan unga, er litlaus og ósannfærandi. Við sjáum Herdísi sem og allar hinar persónurnar með hennar augum – og til þess að taka góð mannlífsviðtöl eða rannsóknarviðtöl þarf jú fyrst og fremst þrennt; forvitni, góðan undirbúning og áhuga á fólki. Hún virðist hins vegar oftast vera frekar illa undirbúin og hafa afskaplega lítinn áhuga á fólkinu sem hún talar við, oftast er hún búin að afskrifa það með eigin fordómum áður en viðtalið er almennilega farið af stað.

Hún virðist raunar eiga erfitt með sjálfsmynd sína í starfi – kallar sjálfa sig ítrekað brellnu blaðakonuna kaldhæðnislega í huganum, eins og hún sé að horfa upp á einhverja allt aðra manneskju. Sem gæti verið forvitnilegt – en verður miklu frekar þreytandi til lengdar og stendur hreinlega í vegi fyrir að við lærum meira um bæði hana og Herdísi, enda spyr hún sjaldnast djúpra eða íhugulla spurninga né veltir fyrir sér Herdísi af neinni dýpt. Allt þetta verður til þess að bókin er frekar samansafn ansi margra góðra skissa sem þvælast fyrir hver annarri – og stendur því vissulega undir nafni sem brotamynd.

En hver veit, kannski er sagan einhvers konar ádeila á yfirborðskennda blaðamennsku nútímans? Kannski er aðalpersónan staðgengill allra þeirra vondu blaðamanna sem mættu finna sér eitthvað annað að gera? Hvað þetta annað ætti að vera skal ósagt látið – en svarið er samt alveg örugglega ekki að gerast aðalpersóna í skáldsögu.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Forðast ólgu svo það sé áfram gaman í Samfylkingunni
2
Greining

Forð­ast ólgu svo það sé áfram gam­an í Sam­fylk­ing­unni

Sam­fylk­ing­ar­fólki hef­ur tek­ist að halda aft­ur af ólgu og upp­gjöri inn­an eig­in raða því flokks­fé­lag­ar vilja öðru frem­ur að flokk­ur­inn við­haldi góðu gengi. Fyrr­ver­andi ráð­herra lík­ir tök­um Kristrún­ar Frosta­dótt­ur á stjórn flokks­ins við stöðu Dav­íðs Odds­son­ar á síð­ustu öld. Flokks­menn eru þó mis­sátt­ir við stöðu Dags B. Eggerts­son­ar, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Indriði Þorláksson
5
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn
6
Fréttir

Seg­ist not­uð sem lepp­ur í Vor­stjörn­unni, sem lúti sjó­ræn­ingja­stjórn

Sigrún E. Unn­steins­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur í Vor­stjörn­unni, seg­ir fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins fara með raun­veru­lega stjórn fé­lags­ins. Sjálf viti hún ekk­ert hvað fari fram inn­an þess. „Þetta er sjó­ræn­ingja­stjórn,“ seg­ir hún. Vara­formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins seg­ir ekk­ert ann­ar­legt í gangi.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár