Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Kvika lánaði Framsókn 100 milljónir gegn veðum í yfirveðsettri fasteign

Reynt var að halda því leyndu í fyrra að Kvika banki væri lán­veit­andi Fram­sókn­ar­flokks­ins. 50 millj­óna lán var veitt til flokks­ins í að­drag­anda kosn­ing­anna 2016. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fékk aðr­ar 50 millj­ón­ir frá Kviku í sum­ar en þá var tek­ið fram hver lán­veit­and­inn væri.

Kvika lánaði Framsókn 100 milljónir gegn veðum í yfirveðsettri fasteign
Tvö 50 milljóna lán Framsóknarflokkurinn hefur fengið tvö 50 milljóna lán frá Kviku síðastliðið rúmt ár. Leynd var yfir hver lánveitandinn væri í fyrra. Kvika er hins vegar tilgreind í þinglýstum gögnum sem lánveitandi flokksins í ár og skrifar Sigurður Ingi Jóhannsson, nýskipaður samgönguráðherra, undir lánveitinguna. Mynd: Kristinn Magnússon

Bankinn Kvika hf. lánaði Framsóknarflokknum 50 milljónir króna í júlí á þessu ári gegn 5. veðrétti í höfuðstöðvum flokksins á Hverfisgötu í Reykjavík. Lánið bætist við annað 50 milljóna króna lán frá Kviku sem Framsóknarflokkurinn fékk í fyrrasumar. Hingað til hefur ekki legið ljóst fyrir hver lánaði flokknum þá upphæð í fyrra þar sem einungis kom fram nafn „handhafa“ á tryggingarbréfinu sem þinglýst var á fasteign Framsóknarflokksins út af því láni í fyrra.  

Nafn Kviku kemur hins vegar fyrir sem lánveitandi á nýja skuldabréfinu út af láninu nú í sumar og er lánið frá bankanum til Framsóknarflokksins frá því í fyrra á 4. veðrétti á höfuðstöðvum flokksins. Eigandi hússins er félagið Skúlagarður ehf. sem er að 87 prósentum í eigu Framsóknarflokksins. Húsið er tæplega 466 fermetrar að stærð og er fasteignamat þess rúmlega 100 milljónir króna. 

Þáverandi forstjóri Kviku, Sigurður Atli Jónsson, er mágur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem var formaður …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármál stjórnmálaflokka

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár