Bankinn Kvika hf. lánaði Framsóknarflokknum 50 milljónir króna í júlí á þessu ári gegn 5. veðrétti í höfuðstöðvum flokksins á Hverfisgötu í Reykjavík. Lánið bætist við annað 50 milljóna króna lán frá Kviku sem Framsóknarflokkurinn fékk í fyrrasumar. Hingað til hefur ekki legið ljóst fyrir hver lánaði flokknum þá upphæð í fyrra þar sem einungis kom fram nafn „handhafa“ á tryggingarbréfinu sem þinglýst var á fasteign Framsóknarflokksins út af því láni í fyrra.
Nafn Kviku kemur hins vegar fyrir sem lánveitandi á nýja skuldabréfinu út af láninu nú í sumar og er lánið frá bankanum til Framsóknarflokksins frá því í fyrra á 4. veðrétti á höfuðstöðvum flokksins. Eigandi hússins er félagið Skúlagarður ehf. sem er að 87 prósentum í eigu Framsóknarflokksins. Húsið er tæplega 466 fermetrar að stærð og er fasteignamat þess rúmlega 100 milljónir króna.
Þáverandi forstjóri Kviku, Sigurður Atli Jónsson, er mágur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem var formaður …
Athugasemdir