Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Kvika lánaði Framsókn 100 milljónir gegn veðum í yfirveðsettri fasteign

Reynt var að halda því leyndu í fyrra að Kvika banki væri lán­veit­andi Fram­sókn­ar­flokks­ins. 50 millj­óna lán var veitt til flokks­ins í að­drag­anda kosn­ing­anna 2016. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fékk aðr­ar 50 millj­ón­ir frá Kviku í sum­ar en þá var tek­ið fram hver lán­veit­and­inn væri.

Kvika lánaði Framsókn 100 milljónir gegn veðum í yfirveðsettri fasteign
Tvö 50 milljóna lán Framsóknarflokkurinn hefur fengið tvö 50 milljóna lán frá Kviku síðastliðið rúmt ár. Leynd var yfir hver lánveitandinn væri í fyrra. Kvika er hins vegar tilgreind í þinglýstum gögnum sem lánveitandi flokksins í ár og skrifar Sigurður Ingi Jóhannsson, nýskipaður samgönguráðherra, undir lánveitinguna. Mynd: Kristinn Magnússon

Bankinn Kvika hf. lánaði Framsóknarflokknum 50 milljónir króna í júlí á þessu ári gegn 5. veðrétti í höfuðstöðvum flokksins á Hverfisgötu í Reykjavík. Lánið bætist við annað 50 milljóna króna lán frá Kviku sem Framsóknarflokkurinn fékk í fyrrasumar. Hingað til hefur ekki legið ljóst fyrir hver lánaði flokknum þá upphæð í fyrra þar sem einungis kom fram nafn „handhafa“ á tryggingarbréfinu sem þinglýst var á fasteign Framsóknarflokksins út af því láni í fyrra.  

Nafn Kviku kemur hins vegar fyrir sem lánveitandi á nýja skuldabréfinu út af láninu nú í sumar og er lánið frá bankanum til Framsóknarflokksins frá því í fyrra á 4. veðrétti á höfuðstöðvum flokksins. Eigandi hússins er félagið Skúlagarður ehf. sem er að 87 prósentum í eigu Framsóknarflokksins. Húsið er tæplega 466 fermetrar að stærð og er fasteignamat þess rúmlega 100 milljónir króna. 

Þáverandi forstjóri Kviku, Sigurður Atli Jónsson, er mágur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem var formaður …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármál stjórnmálaflokka

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár