Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Kvika lánaði Framsókn 100 milljónir gegn veðum í yfirveðsettri fasteign

Reynt var að halda því leyndu í fyrra að Kvika banki væri lán­veit­andi Fram­sókn­ar­flokks­ins. 50 millj­óna lán var veitt til flokks­ins í að­drag­anda kosn­ing­anna 2016. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fékk aðr­ar 50 millj­ón­ir frá Kviku í sum­ar en þá var tek­ið fram hver lán­veit­and­inn væri.

Kvika lánaði Framsókn 100 milljónir gegn veðum í yfirveðsettri fasteign
Tvö 50 milljóna lán Framsóknarflokkurinn hefur fengið tvö 50 milljóna lán frá Kviku síðastliðið rúmt ár. Leynd var yfir hver lánveitandinn væri í fyrra. Kvika er hins vegar tilgreind í þinglýstum gögnum sem lánveitandi flokksins í ár og skrifar Sigurður Ingi Jóhannsson, nýskipaður samgönguráðherra, undir lánveitinguna. Mynd: Kristinn Magnússon

Bankinn Kvika hf. lánaði Framsóknarflokknum 50 milljónir króna í júlí á þessu ári gegn 5. veðrétti í höfuðstöðvum flokksins á Hverfisgötu í Reykjavík. Lánið bætist við annað 50 milljóna króna lán frá Kviku sem Framsóknarflokkurinn fékk í fyrrasumar. Hingað til hefur ekki legið ljóst fyrir hver lánaði flokknum þá upphæð í fyrra þar sem einungis kom fram nafn „handhafa“ á tryggingarbréfinu sem þinglýst var á fasteign Framsóknarflokksins út af því láni í fyrra.  

Nafn Kviku kemur hins vegar fyrir sem lánveitandi á nýja skuldabréfinu út af láninu nú í sumar og er lánið frá bankanum til Framsóknarflokksins frá því í fyrra á 4. veðrétti á höfuðstöðvum flokksins. Eigandi hússins er félagið Skúlagarður ehf. sem er að 87 prósentum í eigu Framsóknarflokksins. Húsið er tæplega 466 fermetrar að stærð og er fasteignamat þess rúmlega 100 milljónir króna. 

Þáverandi forstjóri Kviku, Sigurður Atli Jónsson, er mágur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem var formaður …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármál stjórnmálaflokka

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár