Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Nýr sjávarútvegsráðherra var stjórnarformaður Samherja og vann hjá útgerðinni í þinghléum

Kristján Þór Júlí­us­son, ný­skip­að­ur sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, hef­ur ná­in tengsl við stærsta út­gerð­ar­fé­lag lands­ins, Sam­herja. Hann var stjórn­ar­formað­ur fyr­ir­tæk­is­ins og vann hjá því sem sjómað­ur sam­hliða þing­mennsku fyr­ir nokkr­um ár­um.

Nýr sjávarútvegsráðherra var stjórnarformaður Samherja og vann hjá útgerðinni í þinghléum
Stjórnarformaður og starfsmaður Kristján Þór Júlíusson hefur unnið fyrir Samherja sem stjórnarformaður fyrirtækisins og eins sem sjómaður á makrílveiðum. Mynd: Pressphotos.biz - (GeiriX)

Kristján Þór Júlíusson, nýskipaður landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, hefur gegnt stöðu stjórnarformanns útgerðarrisans Samherja auk þess sem hann hefur unnið hjá fyrirtækinu samhliða þingmennsku sinni í þinghléum.

Samherji er stærsti hagsmunaðilinn í íslenskum sjávarútvegi, lang stærsta útgerðarfélag landsins og eitt stærsta útgerðarfyrirtæki í Evrópu. Akureyska útgerðin er stærsti kvótaeigandi á Íslandi þegar kvóti allra útgerða sem félagið á og á í er lagður saman.

Kristján Þór fer nú með ráðherravald í málaflokknum sem snýr að sjávarútveginum sem slíkum þar sem Samherji hefur svo mikilla hagsmuna að gæta. 

Varð formaður í kjölfar Guggumálsins

Kristján Þór, sem fæddur er á Dalvík, var kjörinn stjórnarformaður Samherja árið 1996 þegar hann gegndi starfi bæjarstjóra á Ísafirði. Þegar Kristján var bæjarstjóri á Ísafirði var togarinn Guðbjörg, eða Guggan, seldi til Samherja þegar útgerðin Hrönn rann inn í akureyrsku útgerðina í ársbyrjun 1997.

Við það tilefni sagði Þorstein Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, eina frægustu setningu íslenskrar útgerðarsögu þegar hann kvað togarann áfram verða gerðan út frá Ísafirði í nánustu framtíð: „Guggan verður áfram gul og gerð út frá Ísafirði.“ Kristján Þór var stjórnarformaður Samherja til ársins 1998. 

Sama ár, 1998,  varð Kristján bæjarstjóri á Akureyri og árið 1999 var Guðbjörgin seld til Þýskalands og vakti salan mikla reiði á Ísafirði. Um þetta sagði Halldór Halldórsson, eftirmaður Kristjáns Þórs meðal annars: „Þeir gáfu þá yfirlýsingu á fundi með fulltrúa bæjarstjórnar á sínum tíma, og það kom í heimafjölmiðlum að engin breyting yrði. Guðbjörgin yrði áfram Guðbjörgin og gerð út frá Ísafirði, eða eins og þeir sögðu: "Guggan verður áfram gul og gerð út frá Ísafirði." Það gleymdist að taka það fram að hún myndi heita Hannover, gerð út frá Þýskalandi og yrði lengd um 18 metra."

Kristján Þór var bæjarstjóri á Akureyri þar til hann settist á þing árið 2007. 

Starfaði fyrir Samherja

Kristján Þór hélt hins vegar áfram að vinna fyrir Samherja sem sjómaður í þinghléum eftir að hann settist á Alþingi. Sumrin 2010 og 2012 fór Kristján Þór í túra á makrílveiðar á togara Samherja, Vilhelm Þorsteinssyni EA, og sagði af því tilefni í samtali við DV í júlí 2012: „Ég get alveg vottað með fullri vissu að samstarfsviljinn, samstarfið og samþættingin er til muna betri í þessari áhöfn en á þeim vinnustað sem ég hef verið á síðastliðin fjögur ár,“ sagði Kristján Þór.

„Ég get alveg vottað með fullri vissu að samstarfsviljinn, samstarfið og samþættingin er til muna betri í þessari áhöfn en á þeim vinnustað sem ég hef verið á síðastliðin fjögur ár“

Ekki liggur fyrir hvort Kristján Þór hefur farið aftur á sjóinn með Samherja frá árinu 2012 en hann staðfesti við DV að hafa einnig farið um sumarið 2010. 

Málefni Samherja, meðal annars kvótamálin, heyra nú undir Kristján Þór Júlíusson í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ný ríkisstjórn

Guðlaugur segist hafa sóst sérstaklega eftir umhverfisráðuneytinu
FréttirNý ríkisstjórn

Guð­laug­ur seg­ist hafa sóst sér­stak­lega eft­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins og nýr um­hverf­is­ráð­herra, seg­ist hafa sóst eft­ir því sér­stak­lega að fá að taka við ráðu­neyti um­hverf­is- og lofts­lags­mála þeg­ar fyr­ir lá hvaða ráðu­neyti Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn myndi fá. Hann seg­ist ekki hafa sóst sér­stak­lega eft­ir því að verða ut­an­rík­is­ráð­herra áfram.
Áralangar deilur innan fjölskyldu Ásmundar Einars hafa ratað til lögreglunnar
FréttirNý ríkisstjórn

Ára­lang­ar deil­ur inn­an fjöl­skyldu Ásmund­ar Ein­ars hafa rat­að til lög­regl­unn­ar

Margra ára deil­ur hafa geis­að í fjöl­skyldu fé­lags­mála­ráð­herra, Ásmund­ar Ein­ars Daða­son­ar, um jörð­ina Lamb­eyr­ar í Döl­um. Ásmund­ur Ein­ar bjó á jörð­inni áð­ur en hann sett­ist á þing. Fað­ir hans, Daði Ein­ars­son, rak bú á jörð­inni sem varð gjald­þrota og missti hann í kjöl­far­ið eign­ar­hlut sinn í jörð­inni yf­ir til systkina sinna sjö. Bróð­ir Daða væn­ir feðg­ana um inn­brot í íbúð­ar­hús á Lambeyr­um sem deilt er um.
Hvaða „pólitísku sýn um örlög“ Íslands hafa Vinstri græn?
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillNý ríkisstjórn

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Hvaða „póli­tísku sýn um ör­lög“ Ís­lands hafa Vinstri græn?

Stjórn­mála­flokk­ar verða að hafa skýra sýn og stefnu um það hvernig land þeir vilja búa til og hvernig sam­fé­lag þeir vilja ekki að verði að veru­leika. Með ákvörð­un sinni um stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­ur við Sjálf­stæð­is­flokk­inn er orð­ið al­veg óljóst hvert Vinstri græn vilja stefna við mót­un ís­lensks sam­fé­lags, seg­ir Ingi Vil­hjálms­son í pistli.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár