Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Nýr sjávarútvegsráðherra var stjórnarformaður Samherja og vann hjá útgerðinni í þinghléum

Kristján Þór Júlí­us­son, ný­skip­að­ur sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, hef­ur ná­in tengsl við stærsta út­gerð­ar­fé­lag lands­ins, Sam­herja. Hann var stjórn­ar­formað­ur fyr­ir­tæk­is­ins og vann hjá því sem sjómað­ur sam­hliða þing­mennsku fyr­ir nokkr­um ár­um.

Nýr sjávarútvegsráðherra var stjórnarformaður Samherja og vann hjá útgerðinni í þinghléum
Stjórnarformaður og starfsmaður Kristján Þór Júlíusson hefur unnið fyrir Samherja sem stjórnarformaður fyrirtækisins og eins sem sjómaður á makrílveiðum. Mynd: Pressphotos.biz - (GeiriX)

Kristján Þór Júlíusson, nýskipaður landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, hefur gegnt stöðu stjórnarformanns útgerðarrisans Samherja auk þess sem hann hefur unnið hjá fyrirtækinu samhliða þingmennsku sinni í þinghléum.

Samherji er stærsti hagsmunaðilinn í íslenskum sjávarútvegi, lang stærsta útgerðarfélag landsins og eitt stærsta útgerðarfyrirtæki í Evrópu. Akureyska útgerðin er stærsti kvótaeigandi á Íslandi þegar kvóti allra útgerða sem félagið á og á í er lagður saman.

Kristján Þór fer nú með ráðherravald í málaflokknum sem snýr að sjávarútveginum sem slíkum þar sem Samherji hefur svo mikilla hagsmuna að gæta. 

Varð formaður í kjölfar Guggumálsins

Kristján Þór, sem fæddur er á Dalvík, var kjörinn stjórnarformaður Samherja árið 1996 þegar hann gegndi starfi bæjarstjóra á Ísafirði. Þegar Kristján var bæjarstjóri á Ísafirði var togarinn Guðbjörg, eða Guggan, seldi til Samherja þegar útgerðin Hrönn rann inn í akureyrsku útgerðina í ársbyrjun 1997.

Við það tilefni sagði Þorstein Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, eina frægustu setningu íslenskrar útgerðarsögu þegar hann kvað togarann áfram verða gerðan út frá Ísafirði í nánustu framtíð: „Guggan verður áfram gul og gerð út frá Ísafirði.“ Kristján Þór var stjórnarformaður Samherja til ársins 1998. 

Sama ár, 1998,  varð Kristján bæjarstjóri á Akureyri og árið 1999 var Guðbjörgin seld til Þýskalands og vakti salan mikla reiði á Ísafirði. Um þetta sagði Halldór Halldórsson, eftirmaður Kristjáns Þórs meðal annars: „Þeir gáfu þá yfirlýsingu á fundi með fulltrúa bæjarstjórnar á sínum tíma, og það kom í heimafjölmiðlum að engin breyting yrði. Guðbjörgin yrði áfram Guðbjörgin og gerð út frá Ísafirði, eða eins og þeir sögðu: "Guggan verður áfram gul og gerð út frá Ísafirði." Það gleymdist að taka það fram að hún myndi heita Hannover, gerð út frá Þýskalandi og yrði lengd um 18 metra."

Kristján Þór var bæjarstjóri á Akureyri þar til hann settist á þing árið 2007. 

Starfaði fyrir Samherja

Kristján Þór hélt hins vegar áfram að vinna fyrir Samherja sem sjómaður í þinghléum eftir að hann settist á Alþingi. Sumrin 2010 og 2012 fór Kristján Þór í túra á makrílveiðar á togara Samherja, Vilhelm Þorsteinssyni EA, og sagði af því tilefni í samtali við DV í júlí 2012: „Ég get alveg vottað með fullri vissu að samstarfsviljinn, samstarfið og samþættingin er til muna betri í þessari áhöfn en á þeim vinnustað sem ég hef verið á síðastliðin fjögur ár,“ sagði Kristján Þór.

„Ég get alveg vottað með fullri vissu að samstarfsviljinn, samstarfið og samþættingin er til muna betri í þessari áhöfn en á þeim vinnustað sem ég hef verið á síðastliðin fjögur ár“

Ekki liggur fyrir hvort Kristján Þór hefur farið aftur á sjóinn með Samherja frá árinu 2012 en hann staðfesti við DV að hafa einnig farið um sumarið 2010. 

Málefni Samherja, meðal annars kvótamálin, heyra nú undir Kristján Þór Júlíusson í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ný ríkisstjórn

Guðlaugur segist hafa sóst sérstaklega eftir umhverfisráðuneytinu
FréttirNý ríkisstjórn

Guð­laug­ur seg­ist hafa sóst sér­stak­lega eft­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins og nýr um­hverf­is­ráð­herra, seg­ist hafa sóst eft­ir því sér­stak­lega að fá að taka við ráðu­neyti um­hverf­is- og lofts­lags­mála þeg­ar fyr­ir lá hvaða ráðu­neyti Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn myndi fá. Hann seg­ist ekki hafa sóst sér­stak­lega eft­ir því að verða ut­an­rík­is­ráð­herra áfram.
Áralangar deilur innan fjölskyldu Ásmundar Einars hafa ratað til lögreglunnar
FréttirNý ríkisstjórn

Ára­lang­ar deil­ur inn­an fjöl­skyldu Ásmund­ar Ein­ars hafa rat­að til lög­regl­unn­ar

Margra ára deil­ur hafa geis­að í fjöl­skyldu fé­lags­mála­ráð­herra, Ásmund­ar Ein­ars Daða­son­ar, um jörð­ina Lamb­eyr­ar í Döl­um. Ásmund­ur Ein­ar bjó á jörð­inni áð­ur en hann sett­ist á þing. Fað­ir hans, Daði Ein­ars­son, rak bú á jörð­inni sem varð gjald­þrota og missti hann í kjöl­far­ið eign­ar­hlut sinn í jörð­inni yf­ir til systkina sinna sjö. Bróð­ir Daða væn­ir feðg­ana um inn­brot í íbúð­ar­hús á Lambeyr­um sem deilt er um.
Hvaða „pólitísku sýn um örlög“ Íslands hafa Vinstri græn?
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillNý ríkisstjórn

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Hvaða „póli­tísku sýn um ör­lög“ Ís­lands hafa Vinstri græn?

Stjórn­mála­flokk­ar verða að hafa skýra sýn og stefnu um það hvernig land þeir vilja búa til og hvernig sam­fé­lag þeir vilja ekki að verði að veru­leika. Með ákvörð­un sinni um stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­ur við Sjálf­stæð­is­flokk­inn er orð­ið al­veg óljóst hvert Vinstri græn vilja stefna við mót­un ís­lensks sam­fé­lags, seg­ir Ingi Vil­hjálms­son í pistli.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár