Við sjáum myndina af honum, þar sem hann stendur brosandi úti í náttúrunni með dæturnar í fanginu. Í myndatexta segir að hamingjan sé þar. Þannig var myndin sem birtist af honum í Morgunblaðinu, og þannig var ásjónan sem fólk hafði af fjölskyldunni. Elsta dóttir hans fylgdist með úr fjarlægð, með stöðugar áhyggjur af systrum sínum. Hún óttaðist að hann myndi gera þeim það sama og hann gerði henni.
Eins undarlega og það kann að hljóma var það viss léttir þegar Guðrún Kjartansdóttir frétti af því að yngri systir hennar hefði kært föður þeirra fyrir kynferðisofbeldi. Af því að innst inni hafði hún alltaf óttast að hann hefði ekkert breyst, en verið vanmáttug gagnvart aðstæðum, þar sem ekkert var hægt að gera, annað en að sitja og bíða – og vona það besta. Faðir hennar situr nú í gæsluvarðhaldi …
Athugasemdir