Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Geirs Haarde verður kveðinn upp í næstu viku

Mál­ið verð­ur for­dæm­is­gef­andi hvað varð­ar lög­mæti sér­dóm­stóla á borð við Lands­dóm og Rík­is­rétt.

Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Geirs Haarde verður kveðinn upp í næstu viku

Mannréttindadómstóll Evrópu kveður upp dóm í máli Geirs H. Haarde gegn Íslandi á fimmtudaginn í næstu viku. Geir var dæmdur í Landsdómi árið 2012 fyrir að hafa sýnt stórkostlegt gáleysi í störfum sínum sem forsætisráðherra í aðdraganda bankahrunsins 2008. Geir, sem starfar í dag sem sendiherra Íslands í Washington, var sakfelldur fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að halda ráðherrafundi um mikilvæg mál og þannig talinn hafa brotið gegn 17. gr. stjórnarskrár.

Tekið var fram í dómi Landsdóms að með hátterni sínu hefði Geir ekki aðeins brotið gegn formreglu heldur vanrækt að marka pólitíska stefnu til að takast á við þann efnahagsvanda sem honum hlaut að vera ljós strax í febrúar 2008. „Ef slík stefna hefði verið mörkuð og henni síðan fylgt eftir á skipulegan hátt, þar á meðal af Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitinu, má leiða að því rök að draga hefði mátt úr því tjóni, sem hlaust af falli bankanna í byrjun október 2008,“ segir í dómi Landsdóms.

Fjallað um pólitískt eðli landsdóms

Geir kærði dóminn og framgöngu íslenska ríkisins gagnvart sér til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) haustið 2012. Niðurstöðunnar er að vænta á fimmtudaginn næstkomandi, þann 23. nóvember, en verulegar líkur eru á að í sömu vikunni muni Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn hefja stjórnarsamstarf ásamt Framsóknarflokknum og kynna stjórnarsáttmála og ráðherraskipan nýrrar ríkisstjórnar. Geir var formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra en þingmenn Vinstri grænna léku lykilhlutverk í atburðarásinni sem leiddi til þess að hann var dreginn til lagalegrar ábyrgðar fyrir vanrækslu í aðdraganda hrunsins og dæmdur í Landsdómi. Sjálfstæðismenn börðust harkalega gegn því, en nú er stefnt að sögulegum sáttum flokkanna.

Að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá MDE telur Geir að að brotið hafi verið á rétti sínum til sanngjarnrar málsmeðferðar, réttinum til að vera talinn saklaus uns sekt er sönnuð, réttinum til að vera umsvifalaust gert kunnugt um sakarefni og réttinum til að að fá nægan tíma og aðstöðu til að undirbúa málsvörn sína.

Geir telur ákvörðun Alþings um ákæru á hendur sér hafi verið tekna á „pólitískum forsendum“, brotalamir hafi verið í málatilbúnaðinum gegn sér og að dómstóllinn hafi ekki verið óvilhallur og sjálfstæður. Þá er byggt á því að refsiheimildir hafi verið óskýrar og lagaákvæðin svo óljós að honum hefði ekki mátt vera ljóst að með háttsemi sinni kynni hann að vera dæmdur fyrir brot á stjórnarskrá. 

Tamílamálinu var vísað frá 

Geir Haarde er ekki fyrsti ráðherrann sem fer með ráðherraábyrgðarmál fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og byggir á því því að sérdómstóll um ráðherraábyrgð teljist ekki sjálfstæður og óvilhallur og að málsmeðferðin hafi falið í sér mannréttindabrot.

Þann 18. maí 1999 komst Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að mál ráðherrans Erik Ninn-Hansen gegn Danmörku – í kjölfar fangelsisdóms Ríkisréttar yfir honum í Tamílamálinu, pólitísku hneykslismáli sem kom upp í Danmörku árið 1993 og snerist um brot á réttindum innflytjenda frá Sri Lanka  – væri ekki tækt til efnismeðferðar. 

Taldi Mannréttindadómstóllinn að þótt hluti dómara væri pólitískt skipaður af danska þinginu væri það ekki tilefni til að draga sjálfstæði og óhlutdrægni Ríkisréttar í efa, auk þess sem ekki væri að sjá að málsmeðferðin hefði gengið gegn fyrirmælunum sem gefin eru í mannréttindasáttmála Evrópu.

Ólíkt máli Eriks Ninn-Hansen var kæra Geirs Haarde til MDE tekin til efnismeðferðar. Það verður fróðlegt að sjá hvort dómstóllinn hverfi frá fyrri dómaframkvæmd að því er varðar sjálfstæði og óhlutdrægni sérdómstóla á borð við Landsdóm og Ríkisrétt. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
1
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.
Hélt að hún myndi höndla álagið betur
3
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
5
Viðtal

Eini Ís­lend­ing­ur­inn til að hlaupa mara­þon með tvö ígrædd líf­færi

Kári Guð­munds­son fékk grætt í sig nýra og bris fyr­ir átta ár­um. Hann er eini Ís­lend­ing­ur­inn sem hef­ur feng­ið tvö líf­færi og náð að hlaupa heilt og hálf mara­þon eft­ir líf­færaígræðsl­una og það oft­ar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lít­ið hreyft sig í gegn­um ár­in en nú hleyp­ur hann og lyft­ir til að fá auk­ið út­hald og styrk og seg­ist aldrei hafa ver­ið í betra formi, það sýni all­ar mæl­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun
5
Viðtal

Það er eitt­hvað í sam­fé­lag­inu sem ýt­ir und­ir kuln­un

Streita er vax­andi vandi í nú­tíma­sam­fé­lagi og ekki óal­gengt að fólk fari í kuln­un. Dr. Ólaf­ur Þór Æv­ars­son er sjálf­stætt starf­andi geð­lækn­ir og stofn­andi Streitu­skól­ans sem er hluti af heild­stæðri vel­ferð­ar­þjón­ustu Heilsu­vernd­ar. Hann seg­ir að for­varn­ir og fræðsla séu mik­il­væg­ir þætt­ir til að fólk verði bet­ur með­vit­að um eig­in heilsu og geti tek­ið ábyrgð og sporn­að við streitu en hún get­ur haft víð­tæk áhrif á fólk bæði lík­am­lega og and­lega.
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
6
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár