Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Geirs Haarde verður kveðinn upp í næstu viku

Mál­ið verð­ur for­dæm­is­gef­andi hvað varð­ar lög­mæti sér­dóm­stóla á borð við Lands­dóm og Rík­is­rétt.

Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Geirs Haarde verður kveðinn upp í næstu viku

Mannréttindadómstóll Evrópu kveður upp dóm í máli Geirs H. Haarde gegn Íslandi á fimmtudaginn í næstu viku. Geir var dæmdur í Landsdómi árið 2012 fyrir að hafa sýnt stórkostlegt gáleysi í störfum sínum sem forsætisráðherra í aðdraganda bankahrunsins 2008. Geir, sem starfar í dag sem sendiherra Íslands í Washington, var sakfelldur fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að halda ráðherrafundi um mikilvæg mál og þannig talinn hafa brotið gegn 17. gr. stjórnarskrár.

Tekið var fram í dómi Landsdóms að með hátterni sínu hefði Geir ekki aðeins brotið gegn formreglu heldur vanrækt að marka pólitíska stefnu til að takast á við þann efnahagsvanda sem honum hlaut að vera ljós strax í febrúar 2008. „Ef slík stefna hefði verið mörkuð og henni síðan fylgt eftir á skipulegan hátt, þar á meðal af Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitinu, má leiða að því rök að draga hefði mátt úr því tjóni, sem hlaust af falli bankanna í byrjun október 2008,“ segir í dómi Landsdóms.

Fjallað um pólitískt eðli landsdóms

Geir kærði dóminn og framgöngu íslenska ríkisins gagnvart sér til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) haustið 2012. Niðurstöðunnar er að vænta á fimmtudaginn næstkomandi, þann 23. nóvember, en verulegar líkur eru á að í sömu vikunni muni Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn hefja stjórnarsamstarf ásamt Framsóknarflokknum og kynna stjórnarsáttmála og ráðherraskipan nýrrar ríkisstjórnar. Geir var formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra en þingmenn Vinstri grænna léku lykilhlutverk í atburðarásinni sem leiddi til þess að hann var dreginn til lagalegrar ábyrgðar fyrir vanrækslu í aðdraganda hrunsins og dæmdur í Landsdómi. Sjálfstæðismenn börðust harkalega gegn því, en nú er stefnt að sögulegum sáttum flokkanna.

Að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá MDE telur Geir að að brotið hafi verið á rétti sínum til sanngjarnrar málsmeðferðar, réttinum til að vera talinn saklaus uns sekt er sönnuð, réttinum til að vera umsvifalaust gert kunnugt um sakarefni og réttinum til að að fá nægan tíma og aðstöðu til að undirbúa málsvörn sína.

Geir telur ákvörðun Alþings um ákæru á hendur sér hafi verið tekna á „pólitískum forsendum“, brotalamir hafi verið í málatilbúnaðinum gegn sér og að dómstóllinn hafi ekki verið óvilhallur og sjálfstæður. Þá er byggt á því að refsiheimildir hafi verið óskýrar og lagaákvæðin svo óljós að honum hefði ekki mátt vera ljóst að með háttsemi sinni kynni hann að vera dæmdur fyrir brot á stjórnarskrá. 

Tamílamálinu var vísað frá 

Geir Haarde er ekki fyrsti ráðherrann sem fer með ráðherraábyrgðarmál fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og byggir á því því að sérdómstóll um ráðherraábyrgð teljist ekki sjálfstæður og óvilhallur og að málsmeðferðin hafi falið í sér mannréttindabrot.

Þann 18. maí 1999 komst Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að mál ráðherrans Erik Ninn-Hansen gegn Danmörku – í kjölfar fangelsisdóms Ríkisréttar yfir honum í Tamílamálinu, pólitísku hneykslismáli sem kom upp í Danmörku árið 1993 og snerist um brot á réttindum innflytjenda frá Sri Lanka  – væri ekki tækt til efnismeðferðar. 

Taldi Mannréttindadómstóllinn að þótt hluti dómara væri pólitískt skipaður af danska þinginu væri það ekki tilefni til að draga sjálfstæði og óhlutdrægni Ríkisréttar í efa, auk þess sem ekki væri að sjá að málsmeðferðin hefði gengið gegn fyrirmælunum sem gefin eru í mannréttindasáttmála Evrópu.

Ólíkt máli Eriks Ninn-Hansen var kæra Geirs Haarde til MDE tekin til efnismeðferðar. Það verður fróðlegt að sjá hvort dómstóllinn hverfi frá fyrri dómaframkvæmd að því er varðar sjálfstæði og óhlutdrægni sérdómstóla á borð við Landsdóm og Ríkisrétt. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
4
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár