Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Landlæknir: Aðgengi að heilbrigðiskerfinu misskipt og geðheilbrigðisþjónustan „nánast í molum“

Birg­ir Jak­obs­son land­lækn­ir fór yf­ir helstu veik­leika ís­lensks heil­brigðis­kerf­is á ráð­stefnu í HÍ.

Landlæknir: Aðgengi að heilbrigðiskerfinu misskipt og geðheilbrigðisþjónustan „nánast í molum“

Aðgengi að heilbrigðisþjónustu er misskipt og samfella í þjónustunni er slæm. Heilsugæslan annar ekki hlutverki sínu sem fyrsti viðkomustaður inn í heilbrigðiskerfið. Háskólasjúkrahúsið er undirmannað og annar ekki hlutverki sínu og geðheilbrigðisþjónusta er nánast í molum. 

Þetta er á meðal helstu veikleika íslensks heilbrigðiskerfis að því er fram kom í erindi Birgis Jakobssonar landlæknis á Þjóðarspeglinum í Háskóla Íslands á dögunum. Ágrip af erindi hans birtist á Skemmunni fyrr í vikunni. 

Birgir benti á það í erindi sínu að íslenskt heilbrigðiskerfi væri skipað vel menntuðu og hæfu starfsfólki og kæmi jafnframt vel út í alþjóðlegum samanburði hvað varðar árangur og aðgengi, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að Ísland ver mun minni hluta af vergri landsframleiðslu til heilbrigðismála en nágrannaríkin. Engu að síður sé víða pottur brotinn.

„Opinber þjónusta er fjármögnuð samkvæmt fjárlögum sem hefur lamandi áhrif á afköst þjónustunnar meðan einkarekin þjónusta er fjármögnuð samkvæmt mjög hvetjandi kerfi sem augljóslega leiðir til oflækninga á mörgum sviðum,“ segir í ágripi af erindi landlæknis. Hann benti á að samkvæmt nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar hefur fjármagn til einkarekinnar þjónustu aukist um 40 prósent eftir hrun meðan það hefur dregist saman um 10% fyrir opinbera þjónustu. 

„Þetta gerist algerlega án íhlutunar stjórnvalda samkvæmt opnum rammasamningi Sjúkratrygginga Ísland við sérgreinalækna,“ sagði landlæknir og benti á að fara þyrfti yfir framtíð og hlutverk LSH, taka á ráðningamálum lækna, efla göngudeildarþjónustu spítalans, bæta heilsugæsluna um land allt og sérfræðiþjónustu á landsbyggðinni. „Gera þarf auknar kröfur um gæðavísa og árleg uppgjör um hvaða gæðum er komið til leiðar, breyta þarf fjármögnunarkerfi heilbrigðisþjónustunnar og samræma það á milli opinberrar og einkarekinnar þjónustu. Nýlegt fjármögnunarkerfi á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er þar til eftirbreytni.“

Telur Birgir að yfirfara þurfi stjórnskipulag heilbrigðiskerfisins og nýta þann möguleika sem felst í því að heilbrigðisstofnanir landsins eru nú aðeins níu talsins. Best færi á því að forstjórar þessara stofnana væru sjálfkjörin framkvæmdastjórn heilbrigðismála í landinu undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Heilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“
FréttirHeilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“

78 sjúk­ling­ar liggja á göng­um Land­spít­al­ans því ekki er pláss fyr­ir þá ann­ars stað­ar og spít­al­inn hef­ur ver­ið á efsta við­bragðs­stigi í tæp­an mán­uð. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem hafa skipt yf­ir í tækni­geir­ann sakna þess stund­um að vinna á „á gólf­inu“ en á með­an álag­ið og streit­an í heil­brigðis­kerf­inu held­ur áfram að aukast er það ekki mögu­leiki.
Bandarískt fjárfestingarfélag eignast eina glasafrjóvgunarfyrirtæki Íslands
FréttirHeilbrigðismál

Banda­rískt fjár­fest­ing­ar­fé­lag eign­ast eina gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki Ís­lands

Sænskt fyr­ir­tæki sem á 64 pró­senta hlut í gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Li­vio hef­ur ver­ið selt. Kaup­and­inn er fyr­ir­tæk­ið GeneralLi­fe sem hef­ur keypt upp mörg gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki í Evr­ópu. End­an­leg­ur eig­andi er fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­un­um sem með­al ann­ars er í eigu vog­un­ar­sjóða.
Svandís leggur niður læknaráð: „Hún þarf ekki að óttast að vera skömmuð af læknaráði í framtíðinni“
FréttirHeilbrigðismál

Svandís legg­ur nið­ur lækna­ráð: „Hún þarf ekki að ótt­ast að vera skömm­uð af lækna­ráði í fram­tíð­inni“

Lækna­ráð og hjúkr­un­ar­ráð hafa ver­ið lögð nið­ur með lög­um. Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra hafði beð­ið lækna­ráð um stuðn­ing. Formað­ur lækna­ráðs seg­ir að­hald minnka með breyt­ing­unni og að for­stjóri Land­spít­al­ans verði „býsna ein­ráð­ur“.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár