Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sakar þingkonu ranglega um þágufallssýki

Vil­hjálm­ur Bjarna­son, vara­þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, kall­ar þing­konu „þágu­falls­sjúk­an lög­fræð­ing“ og legg­ur henni orð í munn en seg­ir mann­rétt­indi að vera heimsk­ur.

Sakar þingkonu ranglega um þágufallssýki
Vilhjálmur Bjarnason Skrifaði grein í Morgunblaðið um opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, en misskildi stöðu lögmanns og sakaði þingmann ranglega um þágufallssýki. Mynd: xd.is

Vilhjálmur Bjarnason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, uppnefnir þingkonu Pírata sem „þágufallssjúkan lögfræðing“ í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu um helgina. 

Fullyrðir Vilhjálmur að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata sem er lögfræðimenntuð, hafi sagt á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar: „mér langar að spyrja“.

Á upptöku af fundinum má hins vegar heyra að hún notaði ýmist orðalagið „mig langar að spyrja“ eða „vil ég spyrja“ þegar hún beindi spurningum til gesta nefndarinnar.

Eins og fjallað var um í október gekk Vilhjálmur út af fundi þingnefndarinnar um vernd tjáningarfrelsis sem haldinn var í kjölfar lögbanns Sýslumannsins í Reykjavík á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavik Media byggða á gögnum úr Glitni. Gerir Vilhjálmur atvikið að umtalsefni í pistli sínum í Morgunblaðinu og segir að sér hafi blöskrað svar „lögmanns Blaðamannafélags Íslands“ við spurningu um þagnarskyldu og tjáningarfrelsi blaðamanna. 

Svo virðist sem Vilhjálmur sé hér að rugla saman persónum því það var Sigríður Rut Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður og lögmaður Stundarinnar, en ekki lögmaður Blaðamannafélags Íslands, sem svaraði spurningum hans um þagnarskyldu og tjáningarfrelsi blaðamanna. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, var hins vegar einnig á meðal gesta sem kallaðir voru fyrir nefndina.

Orðrétt sagði Vilhjálmur við Sigríði á fundinum: „Er það virkilega svo að tjáningarþörf og tjáningarfriðhelgi blaðamanna sé meiri heldur en annarra í þessu landi, og víkja þá þessi ákvæði í þessum 142 löggjöfum [sic] fyrir tjáningarfrelsi blaðamanna? Er það skilningur lögmannsins?“ Hún svaraði með einu orði: „Já.“ 

Vilhjálmur gagnrýnir þetta svar í pistli sínum í Morgunblaðinu. „Með öðrum orðum þá er það skilningur þessa lögmanns að blaðamönnum sé frjálst að valsa um og birta þjófstolin trúnaðargögn. Eina viðmiðunin er að „gögnin eigi erindi við almenning“ og um „opinbera persónu“ sé að ræða. Hvort tveggja að mati viðkomandi blaðamanns. Tekið skal fram fyrir lesanda að meðal þeirra lagabálka um þagnarskyldu sem um ræðir er öll löggjöf um heilbrigðismál, þar með sjúkraskýrslur einstaklinga,“ skrifar Vilhjálmur.

Hann telur að með svari lögmannsins við spurningu sinni hafi fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þróast út fyrir mörk þingskaparlaga en útskýrir þá afstöðu sína ekki frekar. „Þegar svar þessa mikilsvirta lögmanns var komið fram taldi fávísi þingmaðurinn að fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd væri kominn út fyrir öll mörk þess sem lög um þingsköp kvæðu á um. Fundurinn var ekki lengur til upplýsingar eða eftirlits. Fávísi þingmaðurinn sagðist ekki sitja undir svona bulli og gekk af fundi,“ skrifar Vilhjálmur.

Í upphafi greinar sinnar segir hann: „Það er kunnara en frá þurfi að segja að það eru mannréttindi að vera svo heimskur sem maður vill.“ Þá endar Vilhjálmur grein sína með eftirfarandi hætti: „Þessi grein er skrifuð til verndar tjáningar- og persónufrelsi sem kann að felast í persónuvernd. Verð íslenskri þjóð að góðu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
3
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár